Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 10
Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 201210 °
°
Tónleikar
helgaðir
Guðna í
Landlyst
Laugardaginn 2. júní verða
Bústaðakórinn og Kammerkór
unglinga úr Bústaðakirkju með
stutta tónleika í Safnaðarheimili
Landakirkju.
Uppistaðan í efnisskrá tón-
leikana eru útsetningar Guðna
frá Landlyst en hann var organ-
isti Bústaðakirkju til margra ára.
Hann útsetti mörg af lögum
Oddgeirs Kristjánssonar og mun
kórinn flytja þau ásamt ein-
söngvurunum Jóhanni Friðgeiri
Valdimarssyni tenór, Grétu
Hergils sópran, Önnu Sigríði
Helgadóttur alt og Sæbergi
Sigurðssyni baritón.
Stjórnandi og organisti
Bústaðakirkju er Jónas Þórir,
sonur Jónasar Þóris fiðluleikara
frá Jaðri í Vestmannaeyjum.
Stjórnandi Kammerkórs ung -
linga er Svava Kristín Ingólfs -
dóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og
standa í um eina klukkustund.
Fréttatilkynning.
Lögreglan:
Engin
alvarleg
mál
Vikan var með rólegra móti hjá
lögreglu og engin alvarleg mál
sem upp komu. Skemmtanahald
helgarinnar fór ágætlega fram en
þó var eitthvað um útköll vegna
mála sem tengdust ölvun ar -
ástandi fólks.
Tvö umferðaróhöpp voru
tilkynnt til lögreglunnar í vik -
unni sem leið og var í báðum
tilvikum um minni háttar óhöpp
að ræða og engin slys á fólki.
Sekta vegna
nagla dekkja
Lögreglan vill minna ökumenn
og eigendur ökutækja á að lög -
reglan er byrjuð að sekta vegna
aksturs á nagladekkjum en sekt
fyrir hvert neglt dekk er kr.
5.000,-
Þegar hafa nokkrir ökumenn
verið sektaðir á undanförnum
dögum vegna aksturs á negldum
hjólbörðum. Hvetur lögreglan
eigendur ökutækja til að skipta
yfir á sumardekkin og komast
þannig hjá óþarfa útgjöldum.
Eins og sagt var frá í síðasta tölu -
blaði Frétta, var tónlistarmaðurinn
Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri
Fjallabræðra, í Eyjum um helgina
við upptökur. Hann fékk til liðs
við sig Lúðrasveit Vestmannaeyja
til að leika undir í tveimur lögum
eftir sig, Þjóðlaginu svokallaða og
þjóðhátíðarlaginu í ár.
Halldór Gunnar hefur undanfarið
ferðast um landið og fengið lands-
menn til að syngja undir í Þjóð -
laginu. Upptökur í Eyjum fóru
fram í Höllinni á sunnudaginn og
mættu rúmlega 60 manns til að
syngja í laginu.
Þá er hlutur Lúðrasveitar Vest -
mannaeyja stór, bæði í Þjóðlaginu
og ekki síður í þjóðhátíðarlaginu en
Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi
Lúðrasveitarinnar, sagði í samtali
við Fréttir að upptökur hafi gengið
vel.
„Þetta tókst í raun og veru framar
öllum vonum. Auðvitað á eftir að
hljóðblanda og vinna lagið betur en
hlutur Lúðrasveitarinnar er stór í
þessu lagi. Halldór Gunnar var
alltaf með sveitina í huga þegar
hann samdi lagið, þannig að þetta
er engin viðbót eða uppfylling.
Þetta er risastórt og mikið lag.
Hann spilaði þetta fyrir okkur,
algjörlega hráa upptöku en engu að
síður fékk ég gæsahúð við að
hlusta á þetta. Ég get rétt ímyndað
mér hvernig þetta verður þegar
búið er að bæta við 30 þúsund
röddum sem hann er að safna
saman núna.“
Jarl segir það virðingarvert hjá
Halldóri Gunnari að endurvekja
þann gamla og góða sið að útsetja
þjóðhátíðarlagið fyrir Lúðrasveit
Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarlagið
er samið að miklu leyti fyrir Lúðra -
sveit Vestmannaeyja og í fyrsta sinn
í langan tíma er þjóðhátíðarlagið
útsett af höfundi fyrir lúðrasveit.
Það hefur ekki gerst í áraraðir og á
Halldór Gunnar mikið hrós skilið
fyrir þetta framtak.
Upptökur á þjóðhátíðarlaginu
gengu ekki síður vel en upp-
tökurnar voru unnar samhliða í
Island Studios. Alls voru þetta 38
spilarar en einhverjir spiluðu á
fleiri en eitt hljóðfæri. En fyrst og
fremst erum við ánægð með þá
virðingu og vinsemd sem Halldór
Gunnar sýnir Lúðrasveitinni með
því að leita til okkar, varðandi upp-
tökur á þessum tveimur lögum,“
sagði Jarl og bætti því við að frum-
flutningur á þjóðhátíðarlaginu í ár
verði stór uppákoma.
„Þetta verður væntanlega einhver
viðamesti frumflutningur á þjóð -
hátíðarlagi frá upphafi. Það er
spurning hvort það þurfi ekki
stærra svið,“ sagði Jarl hlæjandi að
lokum.
FRÁ UPPTÖKUM í Höllinni þar sem um 60 Eyjamenn mættu til að taka undir í Þjóðlaginu.
Virðingarvert að leita til sveitarinnar
- segir Jarl, stjórnandi Lúðrasveitarinnar, eftir upptökuhelgi með stjórn -
anda Fjallabræðra og höfundi Þjóðlags og þjóðhátíðarlags
Skólaslit Tónlistar skólans:
Alls 192 nemendur
á vorönn
Tónlistarskólanum var slitið 25.
maí eftir lokatónleika vorsins sem
höfðu staðið dagana á undan.
Boð ið var upp á tónleika söng -
nema, þverflautu- og klarinettu -
tónleika auk vortónleika annarra
nemenda sem voru alls fimm.
Alls voru 192 nemendur við
skólann á vorönn 2012. Flestir
lærðu á gítar, eða 41, á píanó 39,
23 námu söng, 20 lærðu á
tromm ur, 20 á trompet, 20 á
þver flautu, tíu á klarinett, sjö á
saxófón, tíu á horn og fjórir á
básúnu.
Alls starfa tíu kennarar við
skólann í níu stöðugildum. Þrjá -
tíu nemendur luku stigs prófum í
ár sem er svipaður fjöldi og
undanfarin ár.
Rótarýklúbbur Vestmannaeyja
veitti viðurkenningu fyrir bestu
ástundun á árinu. Hana hlaut
Ásta María Harðardóttir sem var
fulltrúi skólans á Nótunni sem er
samkeppni tónlistarskóla.
Skólastjóri Tónlisarskólans er
Stefán Sigurjónsson. GÍSLINA SÓL með einum nemenda sinna á píanó
á út skriftartónleikunum.
ÆTTINGJAR fjölmenntu til að fylgjast með sínum.
RÓTARÝKLÚBBUR VESTMANNAEYJA veitti viðurkenningu fyrir
bestu ástundun á árinu. Hana hlaut Ásta María Harðardóttir og hér er
Bragi Ólafsson frá Rotary að afhenda henni viðurkenninguna.