Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Page 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012 Það hlýtur að vera ógleymanleg stund að sigla nýjasta og full - komnasta fiski skipi Íslendinga inn til heimahafnar í blíðuveðri, með mörg hundruð manns sem hafa safnast saman, á Skans inum, hafnar garð inum og bryggj unni til að fagna þessum áfanga. Ólafur Ágúst Einars son, skipstjóri á Heima ey VE 1, segir líka að það hafi verið stórkostleg stund, eitth- vað sem ekki eigi eftir að gleymast. Sigurgeir Jónsson ræddi við Ólaf um ævi skeiðið og ferilinn til sjós, ásamt ýmsu sem komið hefur upp á í lífi og starfi. Sextán ára til sjós í fyrsta sinn „Ég er Vestmannaeyingur í húð og hár, sennilega eins nálægt því að vera „orgínal“ og hægt er að komast. Foreldrar mínir báðir inn- fæddir Eyjamenn, Einar Ólafsson, skipstjóri frá Víðivöllum, oftast kenndur við skip sitt, Kap, og svo móðir mín, Viktoría Ágústa Ágústsdóttir frá Aðalbóli. Ég er elstur fjögurra systkina, fæddur árið 1961 og æskuheimilið var að Suðurvegi 25, fyrsta húsinu sem var grafið niður á í verkefninu Pompei Norðursins,“ segir Ólafur og bætir því við að það eina skrýtna við gosið sé að geta ekki vitjað æskustöðvanna sem eru huldar ösku og vikri. „Ég man vel eftir gosinu enda var ég orðinn tólf ára þegar þeir at - burðir áttu sér stað. Við bjuggum í Njarðvík meðan þetta var að ganga yfir og ég sótti skóla þar um gos - veturinn. En svo fluttum við aftur til Eyja um haustið 1973, foreldrar mínir keyptu húsið að Hrauntúni 5 og lífið hélt áfram.“ Ólafur segir að hann hafi verið þátttakandi í íþróttalífinu á æsku - árunum svona eins og flestir strákar í Eyjum, í fótboltanum og svo í handboltanum þegar nýja íþrótta - húsið reis af grunni eftir gos. „Svo fékk ég golfbakteríuna og hún hefur ekki elst af mér, mér finnst mjög gaman að taka hring á golf - vellinum þegar tími gefst til.“ Snemma beygist krókurinn til þess er verða vill, segir í gömlu máltæki og Ólafur segir að það hafi ræst á sér. „Við peyjarnir vorum á kafi í öllu því sem var að gerast á hafnarsvæðinu og bryggjunum, fylgdumst vel með aflabrögðum, ekki síst á þeim bátum þar sem feður okkar voru um borð, og þekktum alla bátana í flotanum. Þetta var býsna algengt með stráka á þessum árum, nú sést ekki lengur krakki á bryggjunum,“ segir Ólafur. „Kannski er það vegna þess að foreldrarnir vilja ekki að þau séu að þvælast á bryggjunum og í fjör - unni, það fylgir því náttúrlega ákveðin hætta,“ bætir hann við. „Ég fékk líka oft að fara með pabba á sjó og þar hefur áhuginn líklega kviknað. Sextán ára gamall fór ég svo í alvöru á sjóinn, á Kap VE sem pabbi gerði út ásamt öðrum. Reyndar vildi nú svo til þegar ég byrjaði, á sumarloðnunni 1977, að hann var í fríi og Hjörvar Valdi - mars son frá Neskaupstað var með bátinn. Svo hélt ég áfram um borð í Kap og þarna hef ég líklega fundið fjölina mína, eins og þeir segja í handboltanum, ég kunni vel við þetta starf og það þróaðist áfram í að verða ævistarfið.“ Byrjaði um borð í Heimey VE 1 Í lok sjöunda áratugarins var Ólafur búinn að gera upp hug sinn, þótt ungur væri að árum, hann ætlaði að stunda sjó og mennta sig til þess. Reyndar vantaði hann upp á sigl - ingatímann til að mega hefja nám í Stýrimannaskólanum í Vest manna - eyjum en fékk undanþágu frá því og settist þar á skólabekk, rúmlega 17 ára gamall. Og 19 ára að aldri lauk hann prófi 2. stigs frá þeim skóla, einhver sá yngsti sem hefur útskrifast með skipstjórnarréttindi á Íslandi. „Þetta voru skemmtileg ár í stýri- mannaskólanum,“ segir Ólafur. „Þeir voru fjölmennir þarna Þing - holtsfrændur, Elías Geir og Grétar Sævaldssynir, Huginn, Bergur Kristinn og Biggi á Vestmannaey, en við þurftum báðir undanþágu til að komast í skólann. Svo voru þarna nokkrir eldri og reyndari, eins og Guðmundur Adolfsson, Gvendur Dolla, Siggi Evu og Helgi Gunnarsson, sem meðal annars var í byggingu Landeyjahafnar. Þarna voru líka nokkrir aðkomustrákar eins og var svo algengt í skólanum hérna.“ Sumarið 1980, sama ár og Ólafur útskrifaðist úr stýrimannaskólanum, réðst hann sem stýrimaður á Heima ey VE 1, þar sem Sveinn Rúnar Valgeirsson var skipstjóri og þeir voru á fiskitrolli. „Það er skemmtileg tilviljun að nú, rúmum 30 árum síðar, skuli ég aftur vera kominn um borð í Heimaey VE 1, sama nafn og númer og þar sem ég Það eru nótaveiðarnar, tvímælalaust, enda hef ég verið mest við þær á mínum ferli. Og alskemmtilegastar eru síld- veiðarnar á Breiðafirði undanfarin ár. Það er alveg frábærlega gaman að þeim. Þarna er verið á grunnu vatni og stundum erfitt að eiga við þetta en mikil spenna ” Nóg að þurfa að glíma við duttlunga náttúrunnar -Þó að við þurfum ekki að vera að slást í svona rugli - Þetta kemur fram hjá Ólafi Ágúst Einarssyni, skipstjóra á Heimaey VE 1, í viðtali við Sigurgeir Jónsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.