Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 25
25Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012°
°
Svanur Gunnsteinsson er yfirvél-
stjóri á Heimaey VE 1. Hann hefur
síðustu daga og vikur verið að læra
á nýtt skip ásamt öðrum í áhöfninni
en Svanur hefur verið sjómaður
síðan 1986 þegar hann fór í sinn
fyrsta túr á Bjarnarey VE. Unda n -
farin ár hefur hann mestmegnis
verið á uppsjávarskipum, með einni
undantekningu þó þegar hann sigldi
Bergey VE heim frá Póllandi.
Svanur settist niður með blaða -
manni og fór aðeins yfir nýja skipið
og sjómannsferilinn.
Reri með Óla Einars
á Öðlingi
„Ég byrjaði á sjó 1986 á Bjarnarey
VE sem Ísfélagið gerði út áður en
ég fór í vélskólann þá um vetur -
inn,“ sagði Svanur þegar hann var
spurður út í það hvenær hann hefði
byrjað á sjó. „Síðan fór ég á þessa
minni báta í nokkur ár eftir það.
Ég reri svo með Óla Einars á Öðl -
ingi 1991 í eitt ár, þá fór hann á
Kapina en ég fór í land og kláraði
smiðjutímann hjá Vinnslustöðinni.
Árið 1995 fór ég svo í Vélskólann
til að klára þriðja og fjórða stigið
en ég hafði tekið vélavörðinn og
fyrstu tvö stigin hér heima. Ég
útskrifaðist 1998 og fór þá strax á
Sighvat Bjarnason VE og var þar í
tvö ár. Leiðir okkar Óla lágu svo
aftur saman þegar ég færði mig yfir
á Faxa RE árið 2000. Þar var ég í
sjö ár en færði mig þá yfir á Bergey
VE hjá Berg-Hugin og kom með
hana nýja heim frá Póllandi. Ég
var reyndar mjög stutt þar, átta
mánuði en færði mig svo yfir á
Álsey VE þegar Óli tók við henni.
Og svo núna enda ég á Heimaey,“
sagði Svanur og glotti.
Varð aldrei sjóveikur
„Mér skilst að það sé mjög erfitt að
fara af svona fullkomnu skipið yfir
á eitthvað annað, þannig að ef ég
fer á annað skip, þá verð ég örug-
glega ráðinn sem kokkur en ekki
vélstjóri,“ bætti Svanur hlæj andi
við.
Svanur segist muna vel eftir fyrsta
túrnum á Bjarnarey. „Ég slapp
alveg við sjóveikina og hef aldrei
fundið fyrir sjóveiki. Steingrímur
Sigurðsson var með Bjarnareyna og
Gústaf var kokkur. Hann tók mig í
kennslustund meðan við vorum að
græja bátinn, sagði mér hvað ég
ætti að borða upp á sjóveikina að
gera og hvað ég þyrfti að gera. En
ég held að hann hafi orðið fyrir
svo litlum vonbrigðum þegar ég
varð ekkert sjóveikur,“ segir Svanur
„Fyrsti túrinn gekk mjög vel, við
fiskuðum vel og þarna var kúrsinn
tekinn. Ég hef í raun og veru
ekkert gert annað en að vera á sjó
síðan ég fór að vinna. Mér líkar
vel við sjómannsstarfið og fór auð -
vitað í Vélskólann til að mennta
mig fyrir sjóinn. Ég tók námið
reyndar á dálítið löngum tíma, tók
fyrst vélavörðinn og svo fyrstu tvö
stigin hér heima. Ég ætlaði mér
ekkert endilega að klára vélstjórann
en gerði það svo að lokum og sé
ekkert eftir því, enda er þetta gott
nám. Vélstjórar eru víða og at -
vinnumöguleikarnir eru margir,
sérstaklega þegar maður hefur
starfað á svona öflugu skipi eins og
Heimaey er.“
Myndir þú mæla með þessu námi
fyrir ungt fólk í dag?
„Námið er mjög gott en ég er
ekki viss um að ég mæli sérstak -
lega með því að fólk fari á sjó. Það
er mikil óvissa og leiðindi í kring -
um þennan atvinnuveg eins og er
og menn vita í raun og veru ekkert
hvað gerist.“
Það var ofsalegur hiti
á heimleiðinni
Svanur segir að mikil vinna sé
framundan að læra á nýja skipið.
„Við komum frekar seint að þessu
en ég var reyndar í þrjár vikur
þarna úti meðan verið var að smíða
skipið. Þá gat ég aðeins skoðað og
lesið mér til um þessar græjur sem
eru þarna um borð. Það var auðvit -
að ekki verið að keyra neitt og við
byrjuðum ekki á því fyrr en við í
raun og veru lögðum í hann heim.
Það var reyndar svo svakalega heitt
um tíma á heimsiglingunni, að
stjórnbúnaður lét illa að stjórn. Það
var orðið svo heitt niðri í vél, um
50 gráðu hiti, að tækin virkuðu
bara ekki, ekki frekar en ég og
Viggi enda er maður ekki vanur
svona ofsalegum hita. Þetta var allt
of heitt en þetta var svona vikutími
þar sem það var bara allt of heitt til
að gera nokkuð skapaðan hlut.“
Nú er talað um að vélarrúmið sé
vaktfrítt. Þýðir það að þið getið
meira og minna slakað á í mat -
salnum?
„Nei ekki aldeilis,“ sagði Svanur
og hló. „Við komum til með að
standa okkar vaktir enda sjáum við
um meira en bara vélina. Við
sjáum t.d. um kælinguna á aflanum,
dæla í tanka, forkæla sjó áður en
aflinn kemur að borði, dæla afl -
anum í lestarnar og kæla hann svo
þegar hann er kominn þangað. Svo
þarf alltaf að sinna viðhaldi, skipta
um síur, smyrja og þar fram eftir
götunum.
Við erum á tólf tíma vöktum,
erum tveir vélstjórar í einu um borð
en verðum í heildina þrír um þessi
tvö pláss. Það gengur ekki öðruvísi
en að vera með menn um borð sem
þekkja skipið. Þetta er mjög öflugt
og flott skip og mikilvægt að ná
sem mestu út úr því. Þetta skip er
sérhannað fyrir þessar veiðar, á að
skila aflanum í bestu gæðum í
land.“
Nýtir orkuna vel
Heimaey VE er hönnuð til að
orkunýting verði sem best en það
atriði snýr að miklu leyti að vél-
stjórunum. „Þú átt að geta nýtt alla
orku í gegnum afgasketil og t.d.
hitað upp skipið, svartolíugeyma og
þess háttar. Þetta þekkist víðar en
það er alltaf verið að útfæra þessa
tækni betur og betur og við erum
með það nýjasta. Mótorum og
viftum er stýrt þannig að þegar ekki
er þörf fyrir að þær gangi, þá
slökknar á þeim. Allur búnaður er
hugsaður með orkusparnað í huga
án þess að það bitni á getu
skipsins.“
Svanur segist bíða spenntur eftir
að skipið haldi til veiða til að sjá
hvernig hið nýja og glæsilega skip
vinnur. „Við erum enn að læra á
tæki og tól og það hefur sinn gang.
Það er bara spennandi verkefni að
læra eitthvað nýtt,“ sagði Svanur.
Vélstjórarnir á Heimaey VE 1 - Júlíus Ingason ræðir við Svan og Vigni
Svanur Gunnsteinsson er yfirvélstjóri á Heimaey VE 1:
Bera ábyrgð á meðferð aflans
Ég hef í raun og veru ekkert gert annað
en að vera á sjó síðan ég fór að vinna.
Mér líkar vel við sjómannsstarfið og fór
auð vitað í Vélskólann til að mennta mig
fyrir sjóinn. Ég tók námið reyndar á
dálítið löngum tíma, tók fyrst vélavörðinn
og svo fyrstu tvö stigin hér heima.
”
RÍKI VÉLSTJÓRANNA Aðalvélin er af gerðinni Rolls Royce. Heimaey VE er af nýrri kynslóð upp sjávar -
skipa með öflugri RSW-kælingu. Við hönnun skipsins var tekið mið af því að orkunotkun yrði eins
hagkvæm og kostur er með tilliti til siglinga og veiða. Meðferð aflans verður eins og best verður á kosið.