Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 29
29Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012° ° Þær gera það ekki endasleppt við okkur hér á Hraunbúðum, konurnar í Slysavarnadeildinni Eykyndli. Eitt árið enn færa þær okkur þessi for - láta hjúkrunarrúm fyrir heimilis- fólkið hér. Fimmta árið í röð gefa þær Hraunbúðum 2 hjúkrunarrúm af fullkomnustu og bestu gerð, þannig að samtals hafa Eykyndilskonur gefið 10 rúm hingað. Verðgildi þessara gjafa fer að nálgast 4 milljónir króna. Er alveg ótrúlegt að ekki fjölmennari félagsskapur skuli geta gefið svona rausnarlegar gjafir. En með elju og útsjónarsemi hafa þessar konur lyft grettistaki fyrir okkur Eyjabúa. Nægir í því sambandi að minna á öll þau björgunartæki og tól sem þær hafa gefið í flotann hér. Við hér á Hraunbúðum viljum færa Eykyndilskonum okkar bestu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir og biðjum þeim Guðs - blessunar í þeirra göfuga starfi. Fyrir tilstilli Eykyndilskvenna og fleiri velviljaðra félagasamtaka hér í Eyjum er nú að takast, að öll rúmin hér á Hraunbúðum verði rafknúin og af fullkomnustu gerð. Er okkur þetta mikilvægt, bæði til að betur fari um okkar heimilis- menn og eins fyrir starfsfólkið að vinna við aðhlynningu. Fyrir allar þessar gjafir og ekki síður þann hlýhug og velvilja sem heimilið hefur notið frá bæjarbúum, viljum við þakka af alhug. Fréttatilkynning frá Hraunbúðum. EYKYNDILSKONUR við eitt af rúmunum sem þær hafa fært Hraunbúðum. Þetta rúm fékk María Pétursdóttir. Eykyndilskonur komu færandi hendi Það voru virkilega duglegir og áhugasamir nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja sem tóku þátt í verkefni UNICEF hreyfing arinnar miðvikudaginn 23. maí. Ákveðið var að nota verkefnið sem samstarfsverkefni árganganna til að styrkja samskiptin á milli nemenda fyrir næsta vetur þegar nemendur 5. bekkjar flytjast yfir í Barnaskóla húsið. Verkefnið er í samstarfi við UNICEF á Íslandi þar sem mark- miðin eru að fræða nemendur um þurfandi börn um allan heim í gegnum holla hreyfingu og safna fé sem rennur til jafnaldra sem búa við bág kjör og lakar aðstæður. Þeir nemendur sem gátu eða vildu söfnuðu áheitum (ekki skylda) úr sínu nánasta umhverfi vegna verkefnisins. Með því aðeins að taka þátt í hreyfingunni er verið að styrkja börn um allan heim, því góður hugur, samkennd og þátttaka er mikil gjöf. Mikilvægast er að börnin fræðist um jafnaldra sína í þróunarlöndum, stundi hreyfingu og hafi gaman af. Verkefnið var þrautabraut á Stakkó með 12 þrautum, fengu nemendur einn límmiða í þar til gert kver fyrir hvern hring, þannig gátu þeir fylgst með framvindunni. Nemendur fengu 60 mínútur til að hreyfa sig, mest var hægt að fara 12 hringi. Í lokin var spurningin hversu marga hringi viðkomandi fór. Verkefnið gengur út á að margt smátt gerir eitt stórt. Nemendur fengu að sjá stutta fræðslumynd um líf barna í löndum þar sem UNICEF starfar. Einnig komu fulltrúar frá fiskverkuninni Löngu til að kynna hvernig fyrirtækið styrkir börn í Nígeríu. Sendum þeim bestu þakkir sem styrktu verkefnið. Frá GRV. Hreyfing í þágu UNICEF ÖFLUGIR NEMENDUR Verkefnið var þrautabraut á Stakkó með 12 þrautum, fengu nemendur einn lím- miða í þar til gert kver fyrir hvern hring Í spor Leifs heppna Krakkarnir í 5. bekk í GRV- Hamarsskóla luku fyrir nokkru vinnu sinni um landnámsmann - inn Leif Eiríksson. Námsefnið er byggt upp með þeim hætti að þau fylgja lífi Leifs, setja sig í spor hans og afla sér upplýsinga um hvernig landnámsmenn komust yfir hafið til Íslands, námu land og aðlöguðust lífi í nýju landi. Lokapunkturinn í verkefninu var að sauma landnámsföt, smíða nælur, vopn og verjur og halda víkingaveislu inni í Herjólfsdal. Þar sýndu krakkarnir listir sínar með sverði og skildi, einnig buðu þau gestum upp á harðfisk, hafra kökur og mjöð. Þessir krakkar hafa í vetur verið iðin við nám sitt, verið fróðleiksfús og vinnusöm. Fréttatilkynning frá GRV TVEIR í meira lagi vígalegir. „Tales and Legends are on the Way“ er Comeniusarverkefni sem GRV- Hamarsskóli er þátttakandi í. Undanfarna tvo mánuði hafa krakkarnir í 1.-5. bekk unnið með sögur frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Portúgal. Krakkarnir í 3. bekk fengu sög - una frá Portúgal um Little Beetle and John the Dormouse. Í túlkun sinni á sögunni gerðu þau sér lítið fyrir og settu upp söngleik; þau sömdu tónlistina, bæði lag og texta, og fluttu með glæsibrag. Leikþáttinn sýndu þau fyrir kennara og nem endur sem voru hér í heimsókn í síðustu viku, einnig buðu þau fjölskyldum sínum að koma í skólann og sjá sýninguna. Fréttatilkynning frá GRV. Comeniusarverkefnið: Krakkarnir í þriðja bekk settu upp söngleik KRAKKARNIR gerðu sögunni um Little Beetle and John the Dormouse skil í söngleiknum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.