Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Page 31
31Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012
°
°
Gott veður eins og alltaf
- Segir Ríkharður Stefánsson hjá SJÓVE eftir vel heppnað Hvítasunnumót um helgina
Hvítasunnumót Sjóstangveiðifélags
Vestmannaeyja (SJÓVE) var haldið
um síðustu helgi en mótið hefur
verið árlegur viðburður síðustu
áratugi. Óhætt er að segja að veiði-
menn og -konur hafi verið einstak le-
ga heppin með veður því sjóveður
var mjög gott keppnisdagana tvo.
Fyrri keppnisdagur var á laugardag
en sá síðari á sunnudag.
Alls tóku 34 keppendur þátt í mót-
inu og var róið á níu bátum. Rík -
harður Stefánsson er í stjórn félags -
ins og hann var ánægður með mótið.
„Það var gott veður eins og alltaf,“
sagði Rikki og glotti enda stundum
gustað vel þegar stangveiðimót
Eyjamanna hefur farið fram um
hvítasunnuhelgina. „Heildarafli var
um sjö tonn, sem er vel ásættanlegt
og fjöldi keppenda var í jafnvægi
við það sem verið hefur undanfarin
ár,“ bætti hann við.
Róið var á Björgu VE, Lubbu VE,
Mardísi VE, Bravó VE, Friðrik
Jessyni VE, Blíðu VE, Glófaxa VE,
Ugga VE auk þess sem Þrasi VE og
Víkurröst VE skiptu keppnis dög -
unum tveimur á milli sín.
Úrslit mótsins
Helstu úrslit mótsins voru þessi:
Aflahæsti karl
Jón Sævar Sigurðs son (Sjósigl)
Aflahæsta kona
Svala Júlía Ólafs dóttir (Sjósigl)
Flestir fiskar
Róbert Gils Róberts son (Sjóak)
Flestar tegundir
Einar Helgason (Sjór)
Stærsti þorskur
Stefán Baldvin Sigurðs son (Sjóak)
Stærsta ýsa
Árni Karl Ingason (Sjóve)
Stærsti ufsi
Elín Snorradóttir (Sjór)
Stærsti gullkarfi
Gilbert Ó. Guðjónsson (Sjór)
Stærsti steinbítur
Einar Helgason (Sjór)
Stærsta langa
Jón Sævar Sigurðsson (Sjósigl)
Stærsti sandkoli
Ólafur Jónsson (Sjósnæ)
Stærsta keila
Pétur Arnar Unason (Sjósigl)
Stærsti marhnútur
Gunnar Jónsson (Sjór)
Stærsta síld
Þiðrik Hrannar Unason (Sjósigl)
Stærsta lýsa
Agnar Magnússon (Sjóve)
Stærsti lýr
Árni Karl Ingason (Sjóve)
Stærsti fiskur
Stefán Baldvin Sigurðsson (Sjóak)
Aflahæsta sveitin
Sveit SJÓAK, alls 1028,75 kg.
Aflahæsti báturinn
Björg VE 23. Skipstjóri var
Sigtryggur Þrastarson.
SÁ GULI. Ekki þekkjum við þennan ágæta veiðimann en hann var sáttur við þann gula
BÁTARNIR allir komnir að bryggju og verið að huga að aflanum
Það hefur ekki verið leiðinlegt að vera um borð hjá Bedda á Glófaxa.
GEORG Eiður Arnarson, skipstjóri á Blíðu heldur hér í væna lúðu,
sem var áður kærkomin búbót en ekki svo mikið í dag.
AÐGERÐARLIÐIÐ. Þeir Hannes, Hörður og Einar Jóhann sáu um að gera að aflanum en hér eru þeir
bara að spjalla við þau Fjólu og Ólaf, sem fylgdust með löndun.
ÆVAR Þórisson og hatturinn hans
eru fastagestir á mótum SJÓVE
BOGI Sigurðsson var einn fjöl-
margra sem fylgdust með löndun.