Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 34

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Síða 34
 Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 201234 ° ° Það er fátt skemmtilegra en að fylgj ast með þegar ungt fólk, sama hvort er í handbolta eða fótbolta, kemur saman til að fagna uppskeru tímabilsins sem eins og allir vita getur verið misjöfn. Þarna mætir fólk uppáklætt til að sýna sig og sjá aðra og rifja upp það sem gerðist á tímabilinu, oft í skoplegu ljósi. Þannig var tilfinningin að mæta á lokahóf handboltans í Höllinni á dögunum. Þar var boðið upp á veislumat og skemmtiatriði, öll heimatilbúin, sum illskiljanleg fyrir utanaðkomandi en það skiptir engu máli. Veislustjóri var Sindri Ólafs - son. Hápunkturinn var afhending verð - launa þar sem þau sem þóttu skara fram úr fengu viðurkenning ar. Þeim var gerð skil í síðustu Fréttum en hér verður greint frá hinni hliðinni þar sem Guðmundur Þórarinsson, knattspyrnukappi, sýndi enn og aftur að hann er flinkur á gítar og syng ur jafnvel betur en Ingó bróðir. Mátti greina blik í augum stúlkn - anna meðan hann tróð upp. Þá vöktu ekki síður athygli krakkar úr Tónlistar skólanum, tíu strákar með gítara sem tróðu upp ásamt fjórum söngdísum og einni á harmónikku. Fluttu þau nokkur lög sem féllu vel að smekk unga fólksins sem þarna var mætt. Það hefur legið mikil vinna á bak við myndbandið sem strákarnir í handboltanum sýndu. Þar sannaðist eins og stundum áður, að þegar maður á vini eins og framleiðendur myndbandsins þarftu ekki óvini. Ekki skildi utanaðkomandi allt en þegar salurinn veltist um af hlátri vissi maður að skotið hafði hitt. Já, þetta var notaleg kvöldstund sem eykur bjartsýni þeirra eldri á unga fólkið sem á að erfa landið. Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is Kátt í Höllinni hjá handboltanum KRAKKARNIR úr Tónlistarskólanum stóðu sig frábærlega. HANDBOLTAFJÖLSKYLDA Óskar Freyr Brynjarsson, fyrrum handboltakappi, hafði ástæðu til að fagna á lokahófinu. Hér er hann með þremur börnum sínum, Davíð Þór, Ester og Brynjari Karli sem öll spiluðu með ÍBV í vetur. Brynjar Karl fékk Fréttabikarinn í ár og Davíð Þór og Ester eru bæði Fréttabikarhafar. VATN Á BARNUM Sandra Gísladóttir, Svavar Vignisson og Arnar Richardsson eru öll hluti af sögu hand- boltans í Vestmannaeyjum, hafa leikið með ÍBV og undanfarin ár hefur Svavar þjálfað stelpurnar í meistaraflokki. Komust þær úrslit í bikarnum og undanúrslit í Íslandsmótinu, ekki lélegur árangur það. LUKKULEG Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV- íþróttafélgs er hér með unnustunni, Arnbjörgu Harðardóttur. Þau fylgdust vel með því sem fram fór á lokahófinu. MARKMENN Vigdís Sigurðardóttir og Þórunn Jörgensdóttir stóðu á árum áður í marki ÍBV í handboltanum og voru í hópi þeirra bestu. Þær létu sig ekki vanta og eru hér með Erlingi Richardssyni sem lék með og þjálfaði ÍBV. Hann er nú kominn aftur til starfa hjá félaginu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.