Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Page 35

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Page 35
ÍBV lagði Aftureldingu að velli í Pepsídeild kvenna á þriðjudaginn en leikur liðanna fór fram í Mosfellsbæ. ÍBV hafði fyrir leikinn tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa byrjað Íslandsmótið með góðum sigri á Val. Sigurinn gegn Aftureldingu var því kærkominn en lokatölur urðu 0:3 fyrir ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að Shaneka Gordon hafi verið ÍBV liðinu mikilvæg. „Við byrjuðum ekki alveg nógu vel og vorum máttlitlar í byrjun. En eftir svona tuttugu mínútna leik náðum við tökum á leiknum. Samt fannst mér vanta meiri kraft og áræðni, ekki ólíkt og gegn Breiðabliki, til að klára sóknirnar. Shaneka Gordon var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og bjargaði í raun og veru liðinu að miklu leyti því hún skoraði tvö mörk og lagði svo upp þriðja markið. Þið hafið væntanlega verið með varann á ykkur í þessum leik eftir að hafa tapað fyrir hinum nýliðunum á dögunum? „Já, það er rétt. Það er alveg sama á hvaða stað þú ert í töflunni, þú þarft alltaf að passa þig gegn Aftur - eldingu. Þær leika mjög agaðan og skipulagðan varnarleik og erfitt að koma fyrsta markinu á þær. Sem betur fer sá Shaneka um það og skoraði glæsilegt mark fyrir okkur seint í fyrri hálfleik. Þetta snerist um að ná þessu fyrsta marki, eftir það verður þetta svolítið erfiðara.“ ÍBV mætir næst Fylki á Hásteins - velli næstkomandi mánudag. Fylkir gerði m.a. jafntefli við Breiðablik í 2. umferð og er í 5. sæti, stigi á eftir ÍBV. „Þetta verður mjög erfiður leikur því Fylkisliðið er gott. Þjálfara þeirra hefur tekist að búa til gott og vel skipulagt baráttulið með vinnusemi að leiðarljósi.“ Á ÍBV mikið inni? „Ég sakna þess svolítið að það skuli ekki vera meiri bardagi í liðinu. Ég saknaði þess gegn Aftureldingu og ekki síst gegn Breiðabliki, þar sem okkur skorti áræðni til að klára færin sem við fengum. Við höfðum alla burði til að jafna og vinna leikinn en það skorti áræðni og bardagahuginn til að klára leikinn. Þetta var líka vanda mál í fyrra og við hefðum getað náð enn lengra með meiri krafti og baráttu. Þannig að ég er svolítið að kalla eftir því hjá mínum leikmönnum,“ sagði Jón Ólafur að lokum. ° ° ° 35Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 2012 2. flokkur: Sigur hjá strákum og stelpum Annar flokkur karla lék annan leik sinn í sumar þegar liðið tók á móti Val á Týs - vellinum á mánu - dag. Leikur inn var mjög fjörugur, sex mörk litu dagsins ljós, níu leikmenn fengu áminn ingu í leiknum en í byrjun síðari hálfleiks var Óskari Elíasi Óskarssyni vísað af leikvelli. Þá var staðan 3:0 fyrir ÍBV en það kom ekki að sök, ÍBV skoraði fjórða markið en Valsmenn náðu að minnka muninn með tveimur mörkum undir lokin. Lokatölur urðu því 4:2 fyrir ÍBV, sem hefur unnið einn leik og tapað einum í upphafi Íslandsmótsins. Liðið leikur í B-deild en mörk ÍBV gerðu þeir Jón Ingason (2) og Jake Gallagher (2). Annar flokkur kvenna, sem leikur í B-deild Íslandsmótsins, lék sinn fyrsta leik í síðustu viku þegar stelpurnar tóku á móti Fjölni. ÍBV hafði betur, 3:0 en þetta var fyrsti leikur beggja liða. Knattspyrna: Margrét Lára Þýskalands- meist ari Margrét Lára Viðars dóttir varð um helgina Þ ý s k a l a n d s - meist ari í knatt - spyrnu þegar lið hennar, Pots dam, fagnaði sigri í síðasta leik sínum í þýsku keppninni. Liðið lagði botnlið Leipzig að velli 8:0 á heimavelli sínum en Margrét Lára skoraði sjöunda mark leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta er í sjötta sinn sem Potsdam verður meistari en liðið vann deild ina fyrst árið 2004. Félagið sagði hins vegar upp samningi við Margréti Láru, sem er því samnings laus. Framundan Fimmtudagur 31. maí Kl. 16:40 ÍBV-Þróttur V. 5. flokkur kvenna, B-lið. Laugardagur 2. júní Kl. 14:00 Ísbjörninn-KFS 3. deild karla. Kl. 14:00 ÍBV-Stjarnan 2. flokkur kvenna. Mánudagur 4. júní Kl. 18:00 ÍBV-Fylkir Pepsídeild kvenna. Kl. 18:00 Fylkir-ÍBV 2. flokkur karla. Kl. 18:00 ÍBV-HK/Víkingur 3. flokkur kvenna. Þriðjudagur 5. júní Kl. 17:00 ÍBV-Breiðablik 4. flokkur kvenna, B-lið. Kl. 17:00 Keflavík-ÍBV 5. flokkur kvenna, AB. Miðvikudagur 6. júní Kl. 19:15 Víkingur Ó. - ÍBV Bikarkeppni KSÍ karla. Kl. 15:00 ÍBV-Keflavík 5. flokkur karla, ABCD. Kl. 16:00 ÍBV-Grindavík 4. flokkur kvenna, A-lið. Íþróttir Pepsídeild karla ÍA 5 4 1 0 9:5 13 KR 5 3 1 1 10:7 10 FH 5 3 1 1 6:3 10 Stjarnan 6 2 3 1 11:10 9 Keflavík 5 2 1 2 8:5 7 Selfoss 5 2 1 2 8:8 7 Fylkir 5 1 3 1 7:6 6 Fram 5 2 0 3 6:7 6 Valur 5 2 0 3 5:6 6 ÍBV 6 1 2 3 8:8 5 Breiðablik 5 1 1 3 1:6 4 Grindavík 5 0 2 3 8:16 2 Handbolti: Þrjár úr ÍBV í U-18 lands - liÝiÝ Þrjár Eyjastúlkur, þær Berglind Dúna Sigurðardóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir hafa allar verið valdar í æfingahóp U-18 ára landsliðs Íslands í handbolta. Íslenska liðið undirbýr sig undir opna Evrópu - mótið sem fer fram í Gautaborg 2. til 6. júlí en æfingar liðsins fara fram nú um helgina í Reykjavík. Svava Tara er mikil íþrótta- mann eskja því hún hefur einnig leikið með öllum yngri lands - liðum Íslands í fótbolta og lék m.a. með U-17 ára landsliðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar. Líkamsrækt: 5x5 fært upp á Akranes Undanfarin tvö ár hefur eitt af mótum EAS þrekmótaraðarinnar verið haldið í Vestmannaeyjum, svokallað 5x5 Áskorunin. Nú bregður svo við að búið er að færa mótið frá Eyjum og upp á Akranes. Eyjamaðurinn Leifur Geir Hafsteinsson er hættur í stjórn mótaraðarinnar en hann barðist engu að síður fyrir því að mótið yrði áfram í Eyjum. Ekki náðist í fulltrúa mótaraðarinnar. Íþróttir Mikilvægur sigur í Mosó Pepsídeild kvenna: Afturelding - ÍBV 0:3 Pepsídeild kvenna Breiðablik 4 3 1 0 12:2 10 Þór/KA 4 3 1 0 9:3 10 Stjarnan 4 3 0 1 8:5 9 ÍBV 4 2 0 2 8:7 6 Fylkir 4 1 2 1 3:4 5 Valur 4 1 1 2 8:8 4 FH 4 1 1 2 7:8 4 Selfoss 4 1 1 2 7:15 4 KR 4 0 2 2 5:8 2 Afturelding 4 0 1 3 1:8 1 Margrét Lára Pepsídeild karla: ÍBV - Stjarnan 4:1 - Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari vill meiri bardaga og áræÝni í liÝiÝ Tryggvi markakóngur Íslands - Bætti markametiÝ þegar ÍBV vann sinn fyrsta sigur í sumar - LögÝu Stjörnuna 4-1 Tryggvi Guðmundsson er mesti markakóngur íslenskrar knatt - spyrnu frá upphafi. Það undir - strikaði hann þegar hann skoraði sitt 127. mark í efstu deild og bætti þar með metið yfir flest mörk skoruð frá upphafi. Metinu deildi hann með Inga Birni Albertssyni en báðir höfðu þeir skorað 126 mörk. Markið skoraði Tryggvi þegar ÍBV lagði Stjörnuna að velli á Hásteinsvelli en ÍBV vann þar með sinn fyrsta sigur í sumar. Tryggvi var að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar en hann hafði verið frá vegna blóðtappa í fæti þar til á þriðjudaginn þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni. Tryggvi var í byrj - unarliðinu og augljóst að hann hafði mikil og góð áhrif á leik ÍBV liðsins, sem hefur verið á uppleið undanfarið. Leikurinn sem slíkur var ágætlega leikinn af hálfu ÍBV. Eyjamenn voru sterkari og réðu gangi leiksins en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik. Besta færið fékk einmitt Tryggvi á 18. mínútu eftir góðan undirbúning Víðis Þorvarðarsonar en Tryggva brást bogalistin í það skiptið. Staðan í hálfleik var 0-0 en eftir tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik kom upp draugur sem hefur verið viðloðandi við ÍBV það sem af er sumars. Varnarmistök eftir horn- spyrnu Stjörnunnar urðu til þess að boltinn datt fyrir fætur Alexanders Scholz, varnarmanns Stjörnunnar sem skoraði af stuttu færi. Stjarnan komin yfir, algjörlega gegn gangi leiksins og stuðningsmenn ÍBV fengu hroll af tilhugsuninni um fleiri töpuð stig á heimavelli. En leikmenn ÍBV svöruðu með fimm mínútna markaveislu sem Brynjar Gauti Guðjónsson opnaði með þvílíku þrumuskoti af rúmlega 30 metra færi, að annað eins hefur varla sést á Hásteinsvelli. Christian Olsen fylgdi í kjölfarið, sólaði í gegn um vörn Stjörnunnar og lagði boltann laglega í netið. Þá var komið að þætti Tryggva „marka - hróks“ Guðmundssonar. Hann tók aukaspyrnu rétt utan við vítateigs - línuna, lyfti boltanum fagmannlega yfir varnarvegg Stjörnunnar og í hægra hornið. Glæsilegur leikkafli hjá ÍBV og þrjú gullfalleg mörk. Ian Jeffs nýtti sér svo varnarmistök Garðbæinga og tryggði ÍBV sinn fyrsta sigur í sumar, 4-1 fyrir ÍBV. Lið ÍBV 4-5-1 Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guð - jóns son, Rasmus Christiansen, Matt Garner. Miðja: Víðir Þorvarð ar son (Ian Jeffs 66.), Guðmundur Þór - arinsson, George Baldock, Tryggvi Guðmundsson (Ragnar Leósson 83.), Tonny Mawejje. Sókn: Christ - ian Olsen (Gunnar Már Guð - mundsson 90.). Mörk ÍBV: Brynjar Gauti Guð - jónsson, Tryggvi Guðmunds son, Christian Olsen og Ian Jeffs. Jón Ingason MARKAHRÓKURINN Tryggvi Guðmundsson fagnar áfanganum en hann er nú markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. SHANEKA Gordon var öflug fyrir ÍBV gegn Aftureldingu. Mynd: Reynir Pálsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.