Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Síða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Nú líður að sumarfríum í skólum bæjarins og eru þar með nemendur og kennarar skólanna að fara yfir uppskeru vetrarins. Tíundu bekkir í Grunnskóla Vestmannaeyja gerðu öll glæsilegt lokaverkefni þar sem hver hópur tók fyrir ákveðið mál og fóru hóparnir mismunandi leiðir til þess að svara spurningu sem varpað var fram. Kynntu krakkarnir niðurstöður sínar á fimmtudag- inn þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur fengu að fylgjast með. Blaðamaður mætti á kynn- inguna og hafði í raun ekki miklar væntingar enda vissi hann ekkert um hvað þau höfðu verið að gera. Ekki náði blaðamaður að sjá næstum allar kynningarnar en þær sem hann náði að sjá kölluðu fram í hugann; Vá hvað þau eru flott. Viðfangsefnin voru jafn fjölbreyti- leg og hóparnir voru margir og þau voru ekki léttvæg sum hver en þau létu það ekki aftra sér. Framsetning og frágangur var almennt glæsilegur og krakkarnir áhugasamir og stoltir af sínum verkefnum. Þessir krakkar eru greinilega vel undirbúnir fyrir næsta skólastig miðað við hvernig þau leystu þessi verkefni. „Krakkarnir voru í verkefnavinnu frá 20. maí til 2. júní og frá og með 20. maí unnu þau einungis í þessum verkefnum. Á undan voru bæði nemendur og foreldrar búnir að fá kynningu á verkefninu og um- sjónarkennarar undirbjuggu nemendur vel fyrir verkefni. Nemendur fengu einnig fyrirlestur um hvernig á „að setja fram rannsóknarspurningu hjá Thelmu Gísladóttur. Einnig stóð til að nemendur fengju fyrirlestur um viðtalstækni en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir deildarstjóri. Lokaverkefnið var lagt upp sem rannsóknarverkefni og var ætlað að endurspegla þá kunnáttu, þekkingu og færni sem nemendur búa yfir við lok grunnskólans. „Verkefnið byggðist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu og mismunandi formi. Nemendur völdu sér sjálfir það form sem þeir töldu henta sínu verkefni. Einnig var ætlast til að nemendur viði að sér heimildum úr ólíkum áttum. Sem sagt krefjandi verkefni á ferð. Í verkefnavinnunni var lögð áhersla á lykilhæfni nemenda eins og tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýna hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi,“ sagði Anna Rós. Glæsileg kynning á lokaverkefnum 10. bekkjar í GRV: Vel undirbúin fyrir næsta skólastig miðað við hvernig þau leystu þessi verkefni Sara SjöFn grEttiSdóttir sarasjofn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.