Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 4
4 10. maí 2019FRÉTTIR
Mamma og pabbi banna plastpoka
N
ú á að fara að banna plast-
pokana. Fólkið góða og
réttsýna treystir ekki grút-
skítugum almúganum til
þess að taka „réttar“ ákvarðanir
og því ber að banna. Ráðherrar
og þingmenn líta ekki á sig sem
þjóna almennings, kosna til að
framfylgja vilja fólksins gegn pen-
ingaumbun, heldur sem foreldra.
Við erum börn sem þarf að halda
ströngum aga á og skamma ef svo
ber undir. Ef við erum óþæg för-
um við í straff og dótið okkar er
tekið af okkur. Mamma og pabbi
vita hvað okkur er fyrir bestu.
Þeir plastpokar sem við fáum
við afgreiðslukassana í stórmörk-
uðunum eru ekki einnota, oft-
ast eru þeir notaðir í að minnsta
kosti í tvö skipti af hverjum not-
anda, eða að minnsta kosti hjá
Svarthöfða og öllum sem hann
þekkir. Fyrst við kassann sjálf-
an, stundum sem geymslupoki
fyrir matvæli, enda auka þeir
geymsluþolið, og loks sem rusla-
poki á heimilinu. Þaðan fara þeir
í rennuna og ofan í tunnu. Rusla-
karlanir, eða hvað sem á að titla
þá núna, tæma svo tunnuna og
fara með innihald hennar á haug-
ana.
Eftir að plastpokar voru þynnt-
ir hefur notkunin aukist, í sumum
löndum um tugi prósenta. Sér-
staklega eftir að þessir óþolandi
maíspokar komu á markaðinn,
sem rifna auðveldlega og halda
engri þyngd. Samfara því hefur
verð á pokunum hækkað stöðugt.
Svarthöfði getur alveg tekið
undir þau sjónarmið að plast-
mengun geti verið vandamál. Sí-
fellt bætist örplast í sjóinn og grey
sjófuglarnir festa hausinn í bjór-
kippuplasti. Svarthöfði keypti
einu sinni vatnsmelónufjórðung
sem var vafinn í plastfilmu, lá á
frauðplastbakka og það síðan allt
vafið í aðra plastfilmu. Plaströr og
plastlok á drykkjarmálum eru líka
algjör óþarfi, það drepst enginn
þó hann sulli pínulítið á sig.
Nei, í staðinn á að
banna kjörbúðar-
pokana sem eru
með þeim nytsam-
legustu plastafurð-
um sem koma inn á
hvert heimili. Mamma
og pabbi eru búinn að
skipa okkur það og við
verðum að hlýða.
Hvað banna þau
næst? Við bíðum
spennt. Verður
það veip? Gos-
drykkir? Eða
kannski kjöt? n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Faxtækið er eldra en síminn.
Að springa á limminu þýðir að missa
stjórnina í drykkjusöng.
Perlur leysast upp í ediki.
Rokkarinn Gene Simmons úr Kiss er
Ísraeli og heitir Chaim Witz.
Nærri helmingur spóa heimsins
verpir á Íslandi.
Hver er
hann
n Er hálfbanda-
rískur, kvartfæreyskur
og kvartíslenskur að
uppruna.
n Æfði fótbolta sem
barn en skipti yfir í körfuboltann á
unglingsárum.
n Margfaldur Íslandsmeistari með
KR.
n Hefur greint frá kynþáttafor-
dómum í sinn garð.
n Stundaði háskólanám í Suður-
-Karólínu í Bandaríkjunum.
SVAR: KRISTÓFER ACOX.
YFIRHEYRSLAN
Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari í þungarokks-
sveitinni Skálmöld sem slegið hefur í gegn, bæði hérlendis
og utan landsteinanna. Hann er 42 ára Þingeyingur og tón-
listarkennari og rekur nú sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, í
Norðlingaholti. DV tók Þráin Árna í yfirheyrslu.
Hjúskaparstaða og börn?
Giftur, tveggja barna faðir í úthverfi.
Fyrsta atvinnan?
Ég var handlangari hjá Stebba á Rein, það var
góður skóli. Ég er reyndar alinn upp í sveit og
var byrjaður að vinna almenn sveitastörf frekar
ungur, þannig að kannski má segja að það hafi
verið fyrsta atvinnan.
Skemmtilegasta giggið?
Skálmöld og Sinfó var allt í lagi gigg, en hesta-
mannaballið með Sigurði Hallmars er ofarlega
í huga. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera og
Sigurður vildi ekkert æfa fyrir giggið. Hann bara
sótti mig og við spiluðum.
Safnar þú einhverju?
Já. Ég hendi helst engu en veikleikinn er tónlist,
ég er vínylnörd, safna vínylplötum, já og gíturum.
Það vantar alltaf einn gítar í viðbót.
Mannkostir þínir?
Ég er frekar seinþreyttur til vandræða og
þolinmóður.
En lestir?
Er ögn athyglisbrostinn og segi mjög sjaldan nei
við fólk og er þar af leiðandi oft kominn með of
mörg járn í eldinn. Þetta reddast, er það ekki?
Áttu gæludýr?
Nei.
Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem
þú kaust?
Fyrst kaus ég Framsókn en svo þroskaðist ég.
Áfram Kata Jak.
Ertu góður dansari?
Afleitur dansari. Afleitur.
Hefur þú farið á matarkúr?
Það held ég ekki, en ég hef lesið mikið um
alls konar matarkúra og orðið mjög þreyttur
og síðan svangur. Svona lagað á líklega ekki
við mig.
Áttu einhverja sakbitna sælu?
Ég er stoltur af öllum mínum sælum.
Bók eða bíómynd?
Elska bæði bækur og bíómyndir, annað er ekki
hægt. Ég les alls konar nördadót, sagnfræði
og tónlistarsögu. Svo horfi ég endalaust á stríðs-
myndir og heimildamyndir um stríð.
Tekur þú þátt í lottói?
Stundum.
Hvað er mikilvægast í lífinu?
Að hafa gaman er mikilvægast, í fjölskyldulífi,
áhugamálum og vinnu.
Ertu hjátrúarfullur?
Það minnkar nú eftir því sem ég eldist, ég var
voðalegur en nú er allt á réttri leið. En jinxum
það ekki með því að tala um það.
Hefur þú farið á sjó?
Ég var leiðsögumaður á hvalaskoðunarskip-
inu Eldingu í eitt sumar, telst það með? Ef
ekki, þá nei, hef líklega aldrei gert gagn á sjó.
Leiðinlegasta húsverkið?
Allt verður betra með tónlist. Þess vegna er
best að hlusta bara á góða tónlist á meðan
maður þrífur og tekur til.
Star Wars eða Stark Trek?
Star Wars, alltaf Star Wars. Star Trek er fínt
en Star Wars er best. Langbest.
Eitthvað að lokum?
Verum góð hvert við annað,
þá líður okkur öllum
betur.
„Hvað banna
þau næst?
Þráinn Árni
Baldvinsson
564167
MYND: HANNA/DV