Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 44
44 PRESSAN 10. maí 2019 hugsaði Bjarne bara um að nú myndu þau missa drenginn. Þegar hann var nýkominn á sjúkrahúsið kom yfirlæknirinn og færði þeim hin hörmulegu tíðindi að And­ reas væri látinn. Heimur Bjarne hrundi saman. Læknarnir vildu kryfja Andreas en hjónin vildu það ekki, það átti ekki að leggja meira á þennan litla líkama. Í dánarvott­ orðið var því skrifað að Andreas hefði látist af völdum hjartastopps. Annar sonur fæðist Á gamlárskvöld 1987, níu mánuð­ um eftir að Andreas lést, eign­ uðust Bjarne og kona hans ann­ an son, Jesper. Þriggja, fjögurra mánaða að aldri fór hann að fá svipuð köst og Andreas hafði feng­ ið. Þrautagangan byrjaði því upp á nýtt, endalausar læknarann­ sóknir og sjúkrahúsdvöl en það skilaði engu þar til nýr yfirlæknir, Søren Pedersen, tók við á barna­ deild sjúkrahússins í Kolding. Hann var ráðinn til sumarafleys­ inga. Hann var með 11 ára starfs­ reynslu og hafði heyrt af Andreas en hafði ekki komið að hans mál­ um því hann starfaði á annarri deild sjúkrahússins. Hann ákvað að prófa eitthvað annað en það sem læknarnir höfðu gert fram að þessu. Hann fór gaumgæfi­ lega í gegnum sjúkraskýrslur Andreas og sá svolítið sem vakti athygli hans. Enginn læknir hafði séð þegar kast byrjaði hjá Andre­ as eða Jesper. Þetta byrjaði alltaf þegar móðirin var ein með þá. Á ráðstefnu í Lundúnum hafði séð dæmi um móður sem hafði reynt að kæfa barn sitt af því að hún var með Münchausen by Proxy. Søren datt í hug hvort hér gæti verið við móður að glíma sem hefði þann sjúkdóm. Eftirlit Søren sneri sér til lögreglunnar vegna málsins. Hún var mjög ef­ ins til að byrja með en féllst á að fá úrskurð hjá dómara til að setja eftirlitsmyndavél upp á sjúkrahús­ inu til að kanna hvort grunur yfir­ læknisins væri á rökum reistur. Dómari féllst á kröfu lögreglunnar og eftirlitsmyndavél var sett upp í skiptiherberginu en þar höfðu mörg kastanna einmitt hafist. Það var mikilvægt að móðirin vissi ekki neitt um þetta og því sagði Søren vinnufélögum sínum að leggja þyrfti snúrur í gegnum skiptiher­ bergið vegna rannsóknar á loft­ gæðum. Í 100 metra fjarlægð var komið upp aðstöðu fyrir lögregluna og þar sat Richard Andersen og fylgdist með án þess að starfsfólk sjúkrahússins vissi af því. Lög­ reglan gaf sér fjóra daga til að fylgj­ ast með, að því loknu yrði rann­ sókninni hætt ef ekkert gerðist. Søren hafði lesið að Jesper fengi oft kast þegar rætt var um að hann færi heim. Á síðasta stofugangi sínum þessa vikuna sagði hann því við móður hans að stefnt væri að því að Jesper færi heim á mánu­ deginum. Hann reyndi á meðvit­ aðan hátt að ögra henni til að sjá hvort það væri hún sem stóð á bak við veikindi drengjanna. Símtalið Hjúkrunarfræðingurinn, sem svaraði í símann þegar Richard hringdi og sagði að eitthvað hrylli­ legt væri að gerast í skiptiher­ berginu, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún gekk samt sem áður að skiptiherberginu ásamt afleysingalækni, svona til örygg­ is. Um leið og þau gengu inn lyfti móðirin Jesper upp, hann var blár í framan og taldi hjúkrunar­ fræðingurinn að hann hefði fengið enn eitt kastið. „Af hverju hringdirðu ekki í okkur?“ spurði hjúkrunar­ fræðingurinn. Móðirin náði ekki að svara áður en lafmóður mað­ ur í mikilli geðshræringu ruddist inn í herbergið. Það var Richard. Hann fékk lækninn með sér fram og fór með hann inn í eftirlitsher­ bergið. Þar sýndi hann honum upptökuna af móðurinni þar sem hún náði í pokarúllu. Síðan sást hún leggja poka á maga drengs­ ins og færa hann upp eftir líkam­ anum og yfir andlit hans. Áður tók hún snuðið út úr honum. Um leið og Richard sá hana gera þetta vissi hann að þarna var komin fullkom­ in sönnun fyrir að það var móðirin sem hafði valdið veikindum sona sinna. Skömmu eftir klukkan 19 var móðirin handtekin af Richard, grunuð um morð og misþyrm­ ingar á Jesper. Skildi þetta ekki Þegar Bjarne hringdi á sjúkrahús­ ið til að ræða við eiginkonu sína um kvöldmatarleytið var honum sagt að hafa samband við rann­ sóknarlögregluna. Þá fékk hann að vita sannleikann, að eiginkona hans væri grunuð um að hafa myrt Andreas og að hafa reynt að kæfa Jesper með plastpoka. Bjarne átti erfitt með að skilja þetta og spurði af hverju hún hefði gert þetta. Lögreglumaðurinn sagði að það væri vegna þess að eitthvað væri að henni. Bjarne átti samt sem áður erfitt með að skilja þetta. Hvernig gat móðir gert barni sínu þetta? Honum hafði aldrei dottið í hug að eiginkona hans ætti hlut að máli, hún hugsaði svo vel um drengina, var svo umhyggju­ söm og hugrökk. Í júní 1990 var eiginkona Bjarne dæmd í sex ára fangelsi fyr­ ir ofbeldi og ofbeldi sem leiddi til dauða. Í kjölfarið skildu hún og Bjarne og hann flutti á nýjan stað með börn sín tvö. Bjarne segir að það hafi alla tíð nagað hann að hugsanlega hefði verið hægt að komast fyrr að hinu sanna. Hvort hægt hefði verið að hlífa Jesper við ofbeldinu ef And­ reas hefði verið krufinn. n Ejstrupholm Vettvangur eins óhugnanlegasta sakamáls Danmerkur.„Þetta er lögreglan, hlaupið inn í skiptiher- bergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.