Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐA Sandkorn 10. maí 2019 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Auðvelt að hlunnfara þann sem maður ekki þekkir Þ að er auðvelt að hlunnfara þann sem þú þarft aldrei að horfa framan í. Þetta er til að mynda ein helsta ástæðan fyrir því að verr er farið með starfsfólk stórra fyrirtækja en smárra. Ákvarðanir eru teknar af forstjórum og stjórnarformönn­ um, jafnvel staðsettum í öðru landi, um kjör og aðstæður þeirra lægst settu. Pennastrik og svo er haldið á golfvöllinn. Yfirmaður sem starfar daglega með undir­ mönnum sínum, grínast með þeim og deilir sínu persónulega lífi, á mun erfiðara með að hegða sér á jafn miskunnarlausan hátt og höfuð stórfyrirtækis. Hann myndi finna fyrir því á eigin skinni. Sama lögmál gildir um hið opin bera. Það er engin ástæða til að ætla að stjórnmálamenn bjóði sig fram til starfans til þess að gera samfélaginu gott. Að eintómt hug­ sjónafólk sitji á Alþingi, í sveitar­ stjórnum og öðrum opinberum stöðum. Þetta eru fínar og mjög vellaunaðar stöður. Stjórnmála­ menn verða frægir og vel er hugs­ að um þá af samflokksmönnum þegar þeir hætta. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að margir þeirra stunda beina hagsmuna­ gæslu fyrir ákveðin öfl í samfé­ laginu, bæði stór og smá fyrirtæki, fólk sem það þekkir persónulega. Ísland er ríkt land og hér ætti að vera hægt að halda uppi mannsæmandi þjónustu fyrir alla, sérstaklega okkar minnstu bræð­ ur og systur sem mest þurfa á því að halda. Sagt er að samfélög séu dæmd eftir því hvernig þau koma fram við þá sem minnst mega sín. Ekki hver verg landsfram­ leiðsla sé eða hversu margar flott­ ar byggingar eru reistar. Í vikunni greinir DV frá baga­ legum aðstæðum mannana í Víði­ nesi. Sumir þeirra eiga við áfengis­ vanda að stríða, aðrir hafa misst heimili vegna annarra ástæðna. Í gólfinu er fastur saur, mygla í loftum, nagdýr éta allt sem tönn á festir og vegurinn svo slæm­ ur að þegar hefur einn týnt lífinu. Geymsla sem enginn nennir að taka til í og enginn þarf að hugsa um. Sennilegasta ástæðan er sú að þessir menn hafa engin vensl inn í borgarstjórn eða stjórnir annarra sveitarfélaga. Þeir sitja ekki í köku­ boðum með ráðamönnum og deila ekki persónulegum sorgum og sigrum. Þeir eru nafnlausir í augum þeirra sem fara með fjár­ veitingarvaldið og taka ákvarðan­ irnar. Sömu sögu má segja um Kópa­ vog og önnur sveitarfélög sem trassað hafa að innleiða NPA­lög­ gjöfina um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur illa niður þeim sem reiða sig á löggjöfina og skapar ójöfnuð á milli búsetusvæða. Að innleiða þetta ætti að vera auðvelt mál, því annars væru öll sveitarfé­ lög í sömu sporum. En sinnuleys­ ingjarnir eiga sennilega ekki ætt­ ingja og vini sem reiða sig á þessa löggjöf. Hver er lausnin? Kannski er hún sú að skikka opinbera stjórnend­ ur til að verja meiri tíma með fólki sem þarf á aðstoð að halda. Festa það í lög að þeim beri að heim­ sækja það, borða með því og horfa á Landann. Það væri að minnsta kosti fróðlegt að sjá kjörna borgar­ fulltrúa matreiða pasta í Víðinesi á gólfi og innréttingum þar sem saur úr rotþró er fastur á öllu. Og kannski myndi sýn þeirra breytast. En eins og með geymslur almennt, það er auðvelt að láta þær gleym­ ast þegar maður þarf ekki að fara niður í þær. n Örvænting Ingu Inga Sæland fer nú mikinn í um­ ræðunni um frumvarp heil­ brigðisráðherra um rýmkun fóstureyðinga. Samkvæmt frumvarpinu verður fóstur­ eyðing heimil fram að 22. viku auk annarra réttarbóta fyrir konur. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur mætt í viðtöl til að tala gegn frumvarpinu og Inga Sæland hélt eldræðu í þinginu um mál­ ið og var skömmuð af Steingrími J. Sigfússyni þingforseta. Flokkur fólksins hefur átt erfitt undanfarið, misst tvo þing­ menn og mikið fylgi. Sam­ kvæmt skoðanakönnunum undanfarna mánuði myndi flokkurinn ekki ná inn manni. Hinum fámenna flokki hefur ekki tekið að gera sig gildan í umræðunni um þriðja orku­ pakkann en í þessu máli ætla Inga og Guðmundur að gera sig gild. Með málflutningi sínum gætu þau náð til kjósendahóps sem hefur verið afskiptur lengi í stjórnmálunum, hóps sann­ kristins fólks. Þjóðóhollusta Miðflokksmanna MMR gerði nýlega könnun á því í hvaða sæti landsmenn telja að Hatrið mun sigra, fram­ lag Íslands lendi í Eurovision. Um 24 prósent telja að lagið hafni í efstu fimm sæt­ unum og helmingur lands­ manna telur að lagið hafni í einu af efstu tíu sætunum. Að­ eins 13 prósent telja að lagið hafni í einu af neðstu sætun­ um. Þegar litið er til stjórnmála­ skoðana þátttakenda í könnun­ inni vekur athygli að kjósendur Miðflokksins svara á allt annan hátt en aðrir. Um 35 prósent telja að lagið endi í námunda við botninn þrátt fyrir að allt bendi til annars, bæði veð­ bankar og umtal. Þessi þjóð­ óhollusta Miðflokksmanna er athyglisverð. Íslandi ekki allt? Er einhver matur sem þú borðar alls ekki? „Ég er í ketó núna þannig að ég borða ekkert kolvetni.“ Kristófer Viðarsson „Nei, ég borða allan venjulegan heimilismat.“ Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir „Já, svínakjöt.“ Helga Rúna Gústafsdóttir „Já, allur matur með lauk í.“ Eggert Ólason Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Eins og með geymslur al- mennt, það er auðvelt að láta þær gleymast þegar maður þarf ekki að fara niður í þær. Ugla sat á kvisti Ætla mætti að hún fylgdist vökulum augum með yfirráðasvæði sínu, en augu þessarar uglu sjá ekkert. M Y N D : H A N N A /D V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.