Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 51
FÓKUS 5110. maí 2019
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
Ótrúlegir Eurovision-tvífarar
n Eurovision-keppnin hefst formlega 14. maí næstkomandi n Ýmsir keppendur eiga íslenska tvífara
Dúettinn Sisters syngur
framlag Þjóðverja í ár,
en lagið heitir einmitt
Sisters. Dúettinn skipa
þær Laurita Spinelli og
Carlotta Truman. Þær
eru þó ekki systur í raun
og veru, en sú síðarnefnda
er sláandi lík leikkonunni
Tinnu Lind Gunnarsdóttur,
sem nú starfar sem verkefnastjóri
hjá Þjóðleikhúsinu. Dúettinum er hins vegar spáð frekar
slöku gengi í keppninni í ár, en kemst sjálfkrafa í úrslit
þar sem Þýskaland er eitt af stóru löndunum fimm sem
setja hvað mest fjármagn í Eurovision.
Georgíska-gríska söngkonan Tamta er fulltrúi Kýpur í ár,
en lagið hennar Replay hefur vakið talsverða lukku með-
al Eurovision-aðdáenda. Er það spá veðbanka að Tamta
lendi í topp tíu í keppninni, þótt lagið sé ansi líkt kýp-
verska laginu í fyrra, Fuego. Aktívistinn og söngkonan
Sólborg Guðbrandsdóttir er ekkert eðlilega lík Tömtu og
mætti ætla að þær væru systur.
Anna Odobescu frá Moldóvíu syngur ballöðuna Stay í
keppninni, en henni er spáð einu af neðstu sætunum.
Anna getur huggað sig við það að hún á hæfileikaríkan
tvífara á Íslandi í leikkonunni Kristínu Leu, sem hefur
til að mynda leikið í myndunum Vonarstræti og Lof mér
að falla.
Sabine Žuga er annar
helmingur lettneska
dúettsins Carousel
sem flytur lagið That
Night í Eurovision, en
laginu er spáð arfa-
slöku gengi. Sabine
þessi er ansi lík ís-
lensku fegurðardrottn-
ingunni og áhrifa-
valdinum Önnu
Orlowsku. Ekki leiðum
að líkjast. Fjarskyld
frænka kannski?
Albanska flytjandanum Jonida Maliqi er ekki spáð neitt
sérstöku gengi í Eurovision með lagið Ktheju Tokës. Jon-
ida þessi er afar þekkt í heimalandinu, ekki aðeins sem
söngkona heldur sjónvarpsstjarna, mannvinur, tísku-
tákn og frumkvöðull. Hörkudugleg sem sagt, eins og
íslenskur tvífari hennar, Svava Sigbertsdóttir. Svava er
konan á bak við æfingakerfið The Viking Method og hef-
ur þjálfað margar skærar, erlendar stjörnur.
Zena er fulltrúi Hvíta-Rússlands með lagið Like It, en
veðbankar hafa ekki mikla trúa á hinni ungu og efnilegu
Zenu, sem er aðeins sextán ára. Hún á eilítið eldri tvífara
á Íslandi sem heitir Helga Gabríela sem er einstaklega
hæfileikaríkur kokkur.
Truman og Tinna
Carlotta er til vinstri.
Tinna Lind.
Anna. Kristín Lea.
Lof mér að syngja
Jonida.
Þær eiga samleið
í tíma og rúmi
Svava.
Sólborg.
Endurtekið efni
Tamta.
Fjarskyld frænka?
HelgaAnna Orlowska
Sabine er vinstra megin.
Ungar og á uppleið
Zena
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is