Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 10. maí 2019
Þ
að er ótrúlegt hvernig hug
urinn nær að umturnast
hratt. Ég upplifði skrítna til
finningu um von. Von um
að hann myndi allt í einu byrja að
anda, von um að hann myndi lifa.
En sú tilfinning dvínaði þó þegar
fór að líða að kvöldi.“
Þann 25. október á síðasta ári
breyttist líf Grétu Rutar Bjarna
dóttur og kærasta hennar Ragga
á einu augnabliki þegar sonur
þeirra Hinrik Leó fæddist andvana
eftir tuttugu og átta vikna með
göngu.
Óvænt en velkomin þungun
Gréta Rut, sem er tuttugu og
fjögurra ára gömul, komst að því
um miðjan maí á síðasta ári að
hún gengi með sitt fyrsta barn.
„Þetta var nokkuð óvænt en á
þessum tíma var ég í fullum undir
búningi fyrir Laugavegur Ultra
hlaupið, en auðvitað vorum við al
veg byrjuð að spá í barneignir og
þetta var sko heldur betur velkom
ið í líf okkar Ragga,“ segir Gréta í
viðtali við DV.
Gréta er mikil útivistarmann
eskja sem tekur reglulega þátt í
utanvegarhlaupum. Þegar hún
komst að óléttunni var hún skráð
í 42 kílómetra utanvegarhlaup á
Tenerife og ákvað vegna góðrar
heilsu á meðgöngunni að halda
áfram þátttöku sinni í hlaupinu,
en hún breytti þó vegalengdinni í
22 kílómetra.
„Ég hljóp það að sjálfsögðu með
vellíðan sem fyrsta markmið. Mér
leið mjög vel fyrstu vikurnar og
einu einkennin sem ég fann fyrir
voru endalaust hungur og þreyta.
Ég slapp alveg við ógleði og lík
amlega verki þannig að fyrstu tólf
vikurnar voru bara dásamlegar og
litli pjakkur hagaði sér þvílíkt vel
gagnvart mömmu sinni.“
Allt leit vel út í skoðunum þar til
heimurinn hrundi
Þann 4. júlí fór Gréta í tólf vikna
sónar og kom þar í ljós að litli
strákurinn þeirra var í réttri stærð
og hnakkaþykktarmælingin kom
einnig vel út, það leit því allt út fyr
ir að vera í góðu lagi.
„Ég var svo ótrúlega þakklát
fyrir það hvað þessar fyrstu vikur,
sem eru mjög erfiðar hjá mörg
um, voru ótrúlega góðar og mig
grunaði ekkert hvað var í vænd
um. Ég var mjög dugleg að hreyfa
mig og naut þess í botn að geta
verið svona aktíf ólétt. Ég fann
aldrei fyrir einkennum sem bentu
til þess að eitthvað væri að. Engin
blæðing, engir verkir, ekki neitt.
Ég byrjaði að finna litlar fiðrilda
hreyfingar í kringum 18 viku.“
Í byrjun september fór Gréta
svo í tuttugu vikna sónar og þá
voru þau alveg róleg og leið virki
FEGURÐ
ENDING
MÝKT
Kostirnir eru ótvíræðir:
• Fallegra hús
• Ekkert viðhald
Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is
VEGGKLÆÐNINGAR
Fyrir allar gerðir húsa, ný
jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða
Erfiðast að skilja barnið eftir á
spítalanum og ganga tómhent út
Hinrik Leó fæddist andvana
eftir 28 vikna meðgöngu
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is