Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 10
10 10. maí 2019FRÉTTIR
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
Sigþrúður Erla viðurkennir að
vegurinn að Víðinesi sé óleyst mál
og áhöld um hver eigi að sinna
viðhaldinu.
„Vegurinn er malarvegur sem
Vegagerðin heldur utan um, sem
skilaði honum einhliða til Reykja-
víkurborgar skömmu eftir 2008 án
samþykkis Reykjavíkurborgar.“
Takmörkun á fundarhöldum
Athygli vekur að við inngang Víð-
iness var hengdur upp miði þar
sem stóð að fundarhöld félaga-
samtaka í húsinu væru bönnuð
nema með leyfi. Eins og sést á
myndinni mætti skilja miðann
sem svo að leyfið þyrfti að koma
frá stýrihóp á vegum borgarinnar.
Sigþrúður Erla segir hins vegar að
leyfið þyrfti að koma frá öllum íbú-
um staðarins.
Einnig fór fyrir brjóstið á íbúum
að á miðanum stæði „stýrihópur
fyrir málefni utangarðsfólks“ og að
allir væru settir undir sama hatt.
Einn íbúinn, sem ekki vildi láta
geta síns nafns, segir:
„Utangarðsmenn? Þetta er orð
sem var notað yfir þá sem voru
jarðaðir utan garðs. Þeir voru að
minnsta kosti dauðir en ég er lif-
andi enn þá. Það er verið að sjúk-
dómsgreina okkur alla með fíkni-
sjúkdóm eða geðsjúkdóm. Ég hef
ekki farið ég gegnum greiningu af
neinum toga.“
Rottur og rafmagnsleysi
Návígið við sorphaugana gerir það
að verkum að nagdýr eru dagleg-
ir gestir í Víðinesi. Mýsnar koma
inn í húsið og komast auðveldlega
inn í þröskuldalaus herbergin.
Naga þær allt og éta það sem tönn
á festir, mat og fatnað. Á svæðinu
um kring halda til rottur, sumar á
stærð við ketti að sögn íbúa.
Annað sem er bagalegt fyrir
íbúana er rafmagns- og eldvarna-
kerfið. Rafmagnið dettur út og
inn og eldvarnakerfið sömuleið-
is. Í eitt skipti hefur komið upp
eldur í ruslagámi fyrir utan hús-
ið og gátu íbúar ekki slökkt eldinn
með slökkvitæki því það var tómt.
Hefur það ekki verið fyllt síðan. En
eldvarnakerfið ýlir í tíma og ótíma.
Sigþrúður Erla segir viðhald
eignarinnar vera á höndum um-
hverfis- og skipulagssviðs:
„Rafmagni sló út tvívegis vegna
eldingaveðurs og brann þá yfir
tengibox á vegum Orku náttúr-
unnar. Nú hefur verið skipt um
það og ætti rafmagn því að vera í
lagi.“
Rafmagnið datt stuttlega út á
meðan blaðamaður DV heimsótti
Víðines.
Rannsókn án skýrslu
Sigurlaug segir að í kringum jólin
hafi Kærleikssamtökin óskað eft-
ir neyðarfundi vegna ástands-
ins í Víðinesi, og reyndar líka á
tjaldsvæðinu í Laugardalnum. Þá
hafi íbúum verið löngu farið að
blöskra ástandið. Erindi var sent á
velferðarsvið og fleiri innan borg-
arinnar, borgarfulltrúa, félags-
málaráðuneytið og heilbrigðis-
ráðuneytið.
„Sviðstjóri velferðarsviðs brást
hratt við og sagði það alvarlegt
sem hún var að lesa og málið yrði
kannað. Sama dag eða degi seinna
var okkur tilkynnt að rannsókn
hefði farið fram og engin ástæða
til neyðarfundar,“ segir Sigurlaug.
„Ég bað um skýrsluna og þurfti
að fara í gegnum úrskurðarnefnd
upplýsingamála til að fá hana. Þá
kom fram að rannsókn hefði farið
fram en engin skýrsla gerð,“ segir
hún.
Hvað á að gera við Víðines?
Í september síðastliðnum var
stofnaður starfshópur til að svara
þeirri spurningu hvað eigi að
gera við Víðines. Sá hópur skilaði
af sér skýrslu um mánaðamótin
október-nóvember. Í febrúar var
Kærleikssamtökunum og öðrum
félagasamtökum sem málin
varða kynnt sú hugmynd að opna
áfangaheimili í einu húsi á Víði-
nesi og föst búseta yrði í hinu. Við
hlið hússins í Víðinesi stendur
annað, mun stærra, autt. Síðan þá
hafa málin verið í biðstöðu en níu
manns leigja herbergi eins og er.
Staðan í Víðinesi er mjög óljós
eins og er og eitt helsta vanda-
málið er vöntun á skilgreiningu
staðarins. Frá borginni hafa heyrst
skilgreiningar eins og áfanga-
heimili, leiguherbergi, skamm-
tíma búsetuúrræði, neyðarúrræði
og „hálfgert neyðarúrræði.“ Lagð-
ur var fram dvalarsamningur við
íbúa sem var sagður sams konar
samningur og væri notaður fyrir
áfangaheimili. Voru samningarn-
ir kærðir þar sem áfangaheimili
eru starfsleyfisskyld starfsemi en
almenn leiga er það ekki. Engin
endurhæfing eða meðferð fer þar
fram.
Aðspurð segir Sigþrúður Erla
að Víðines sé skilgreint sem bráða-
birgðahúsnæði fyrir einstaklinga
sem eru húsnæðislausir, færir um
að koma sér sjálfir til og frá staðn-
um og eru ekki með skilgreindan
vímuefnavanda. Þær forsendur
hafi verið settar í upphafi þar sem
Víðinesið var hugsað sem neyðar-
úrræði til að bjóða þeim sem voru
á tjaldsvæðinu í Laugardal húsa-
skjól. Hún segir:
„Lögð hefur verið áhersla á að
allir íbúar hafi málstjóra, félags-
ráðgjafa sem vinnur með íbúanum
að langtíma lausn í húsnæðismál-
um. Einnig hefur Reykjavíkurborg
boðið einstaklingum upp á stuðn-
ing Vettvangs og ráðgjafateymis-
ins (VOR teymisins) sem mætir
í Víðines að lágmarki einu sinni
í viku. Með því er verið að bjóða
upp á aukinn stuðning við að
finna framtíðarlausn og auðvelda
íbúum tengingu við þjónustumið-
stöðvar, óski þeir eftir
því.“
Nýlega var haldinn
fundur með íbúunum þar
sem þeir áttu að fá fréttir af
framtíðarskipulaginu en engin
endanleg niðurstaða kom fram.
Þó fannst þeim eins og líklegt væri
að starfsemin yrði þarna lengur og
verið væri að leita að rekstraraðila
til að taka þetta að sér. Sigþrúð-
ur Erla segir að tillögur þess efnis
hafi verið lagðar fram á fundi vel-
ferðarráðs 25. apríl.
„Tillögurnar hafa verið send-
ar til umsagnar. Reykjavíkurborg
hefur lagt mikið upp úr því að
bjóða íbúum aðstoð við að finna
framtíðarlausn og fara starfsmenn
reglubundið upp í Víðines síðan
ljóst var að breytingar væru vænt-
anlegar á framtíðarrekstri hússins.
Starfsmenn munu halda því áfram
á meðan þörf krefur og íbúar óska
eftir því.“
Eins og DV greindi frá í síðustu
viku standa herbergi auð í Víði-
nesi og borgin ekki viljað taka við
fleirum þar inn síðan í september.
Margir heimilislausir, sem ganga
um götur Reykjavíkurborgar, eru
búnir að fá sig fullsadda af gisti-
skýlinu við Lindargötu, enda mik-
ið um sprautufíkla og ofbeldi dag-
legt brauð. Að sögn Sigurlaugar
væru sumir þeirra fegnir að kom-
ast í herbergi í Víðinesi. Hún segir:
„Við skiljum ekki forgangsröð-
unina. Þau segjast ætla að ein-
beita sér að því að hjálpa þeim
sem eru hérna fyrir, en hér er allt í
biðstöðu og ekkert að frétta. Það er
ekki verið að hjálpa fólkinu hér. Á
meðan er fólk á götunni í Reykja-
vík eða býr í bílunum sínum. Hér
hafa allan tímann staðið auð her-
bergi.“ n
Stærri gangurinn Nag-
dýr komast auðveldlega
inn í herbergin.
Sigurlaug Guðný Ingólfs-
dóttir Hjá Kærleikssamtök-
unum.
Sigþrúður Erla Arnardóttir Fram-
kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar.