Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 8
8 10. maí 2019FRÉTTIR Á r er síðan húsnæðislaust fólk sem dvaldi á tjaldsvæð- inu í Laugardal var hvatt til að flytja inn í herbergi í Víðinesi. Um helmingur þáði það en margt hefur farið úr skorðum og flutningurinn virðist hafa ver- ið gerður í flýti. „Þetta er eins og geymsla sem enginn nennir að taka til í,“ sagði gestur hjá einum íbúanum sem tekið hefur að sér að elda fyrir nokkra íbúa. Í dag eru níu einstaklingar í Víðinesi. Sumir mannanna eru sáttir við vistina í Víðinesi, eins og Svan- ur Elíasson sem DV ræddi við þann 5. apríl síðastliðinn. En aðr- ir síður og ástandið er mjög mis- jafnt eftir göngunum. Svanur býr á minni ganginum sem er mun bet- ur hirtur en sá stærri. Líkt og aðr- ir kvartaði Svanur þó yfir þeirri óvissu sem ríkir um staðinn. Þrif eru lamasessi, vegurinn slæmur, rafmagnið stopult, nag- dýr plaga íbúana og ekkert fyrir þá að gera. Þar að auki vita íbúarn- ir ekki hverjar framtíðarhorfurnar eru á staðnum því ákvörðun borg- arinnar liggur ekki fyrir þó langt sé um liðið. Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir fer fyrir Kærleikssamtökunum, sem hafa þann tilgang að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu og ekki náð sér á strik aftur. Hún, ásamt öðrum í samtökunum, hefur krafið borgina um svör og boð- ið fram aðstoð samtakanna, en fengið litlar undirtektir. DV ræddi við Sigurlaugu og Sigþrúði Erlu Arnardóttur hjá Reykjavíkurborg um málið. Mannlegur úrgangur fastur í dúknum Víðines var fyrst um sinn hjúkr- unarheimili fyrir heilabilaða, um tíma var það áfangaheimili fyrir áfengissjúklinga og síðast bjuggu þar hælisleitendur. Þegar blaða- maður kom inn á stærri ganginn í Víðinesi var þar mjög óþrifalegt, svo vægt sé tekið til orða, og fólki ekki bjóðandi. Stór ástæða fyr- ir þessu er að í september síðast- liðnum brast rotþró og mannlegur úrgangur flæddi upp um öll ræsi, vaska og salerni. Skömmu síðar komu starfsmenn velferðarsviðs og kjörnir fulltrúar Reykjavíkur- borgar til þess að kanna aðstæð- ur og þurftu að halda fyrir vit sér vegna ólyktar. Var íbúunum sagt að þrífa, og segjast þeir hafa reynt hvað þeir gátu en úrgangurinn er fastur í dúknum. Fyrir síðustu jól komu starfs- menn ræstingafyrirtækis með stóra vél en jafnvel hún dugði ekki til að fjarlægja úrganginn. Enn þá sjást mikil ummerki þess sem gerðist á gólfunum og innrétting- um á baðherbergi og eldhúsi. Gólfdúkurinn er ónýtur. Auðsjá- anlegt er að rífa þyrfti allt inni í þessum herbergjum og leggja nýj- an dúk og innréttingar. Mygla í lofti Mygla er eitt af vandamálunum í Víðinesi. Sérstaklega er hún áber- andi á baðherbergi þar sem íbú- ar hafa sturtuaðstöðu. Einn tel- Hádegis tilboð alla virka daga frá 11.30 - 14.00 Geirsgötu 8 • 553 1500 2.850 kr Humarsúpa & grillað fiskspjót „ÞETTA ER EINS OG GEYMSLA SEM ENGINN NENNIR AÐ TAKA TIL Í“ n Mikil óvissa fyrir íbúa Víðiness n Úrgangur úr rotþró fastur í dúknum n Banaslys á slæmum vegi n Mygla og nagdýr „Þau segjast ætla að einbeita sér að því að hjálpa þeim sem eru hérna fyrir en hér er allt í biðstöðu og ekkert að frétta Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Miði settur upp Takmörkun á fundarhöldum. MYNDIR: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.