Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 46
46 MATUR 10. maí 2019 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez Morgunmatur á sparidögum M aría Gomez er gift fjögurra barna móð- ir sem heldur úti síð- unni paz.is þar sem hægt er að nálgast margar virkilega girnilegar uppskrift- ir. María, sem er hálfur Spán- verji, leggur mikinn metnað í eldamennsku sína og þar sem spænsk menning er stór hluti af hennar lífi setur hún reglulega inn uppskriftir að hefðbundnum spænskum réttum. María Gomez Leggur mik- inn metnað í eldamennsku sína. Nýlega deildi María upp- skrift að churros sem er oftast borðað sem morgunmatur á sparidögum á Spáni. DV fékk góðfúslegt leyfi Maríu til þess að deila uppskriftinni: „Ég ákvað að gera churros- ið frekar hefðbundið nema ég bætti í deigið eggi, smjöri og vanilludropum. Við það verða þeir enn gómsætari og bragðmeiri en hin hefð- bundnu churros. Svo auð- vitað er það algjör skylda að dýfa churrosinu í súkkulaði því annars væri það ekki alvöru churros-máltíð skal ég segja ykkur. Þessu churros er síðan betra að velta aðeins upp úr sykri blönduðum við örlítinn kanil. Þótt churros sé djúpsteikt þurfið þið ei að hræðast því hér nota ég bara djúpa pönnu og olíu svo það er meira eins og maður sé að steikja á pönnu en djúp- steikja. Hér þarf ekki djúp- steikingarpott eða sérstök áhöld.“ n 250 ml vatn n 55 g ósaltað smjör n 1 msk. sykur n 1/4 tsk. salt n 140 g hveiti n 1 stórt egg n 1/2 tsk. vanilluextract eða vanillu- dropar n 1 lítri grænmetisolía n Sykur til að velta upp úr: n 1/2 bolli sykur n 3/4 msk. kanill n 100 g 70 % súkkulaði n 1 dl rjómi n klípa af salti Aðferð: Setjið allt saman í pott og hrær- ið stöðugt í meðan súkkulaðið er að bráðna Berið svo fram heitt með chur- rosinu Í churrosið þarf: Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Aðferð: Byrjið á að hræra saman sykur- inn og kanilinn sem á að fara utan á og setjið á matardisk Nú byrjum við á sjálfu chur- rosinu Vatn, smjör og sykur er sett saman í pott og látið byrja að sjóða, lækkið þá hitann nið- ur í miðlungshita Bætið svo hveitinu út í pottinn smátt og smátt og hrærið vel í á með- an, mjög svipað og þegar maður gerir vatnsdeigs- bollur Færið nú deigið yfir í skál og látið kólna í eins og 5–10 mínútur við opinn glugga Bætið svo vanillu og eggi við í skálina og byrjið strax að þeyta með handþeytara, þar til deigið er orðið silkimjúkt og vel þjappað saman í kúlu Setjið deigið í sprautupoka með frekar stórum stjörnustút Mér finnst best að sprauta svo deigi á smjörpappír í lengjur og klippa í kringum hverja lengju svo hver og ein fái sinn smjör- pappírsbút Hitið nú olíuna á djúpri pönnu og setjið smá deig út á til að vita hvort hún sé heit. Þegar hún er orðin heit lækkið þá ögn undir henni, ekki mikið, bara aðeins Setjið nú eins og 3–4 lengj- ur á smjörpappír út á olíuna og takið pappann með töng strax af, mjög þægilegt að gera þetta svona svo slettist ekki á mann olía Steikið þar til þeir eru orðn- ir vel gullinbrúnir og passið að hafa þá nógu lengi svo þeir verði ekki hráir að innan Setjið þá svo ofan á disk með eldhúspappír til að taka af alla auka olíu Að lokum er þeim svo velt upp úr sykurblöndunni Churros með súkkulaðisósu Mynd: María Gomez. Súkkulaðið með churrosinu María Gomez Leggur mikinn metnað í elda- mennsku sína. M Y N D : M A R ÍA G O M EZ . Chur- ros með súkkulaðisósu Mynd: María Gomez.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.