Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 19
FÓKUS - VIÐTAL 1910. maí 2019 lega vel. Það var í þessari skoðun sem heimur þeirra átti eftir að um- turnast. „Ég var ótrúlega slök yfir öllu og leið svo vel. En þá hrundi heimur- inn. Tvær yndislegar ljósmæður skoðuðu mig og það sást greini- lega að þetta var strákur. Þvílíka typpasýningin sem hann bauð upp á. Ég spurði þær hvort að það væri ekki alveg eðlilegt hversu nett ég var miðað við hversu langt ég var gengin en þarna var ég kom- in rúma 21 viku á leið. Þær urðu eitthvað skrítnar og vildu láta sér- fræðing kíkja á mig vegna þess að þeim fannst Hinrik Leó vera heldur smár. Það var enginn sér- fræðingur laus svo við fengum annan tíma daginn eftir.“ Óvissan tók frá þeim alla orku Þrátt fyrir erfiða bið eftir komandi degi ákvað Gréta þó að vera já- kvæð og hugsaði hún sem svo að fyrst henni hefði nú þegar liðið svona vel alla meðgönguna að þá hlyti allt að vera í lagi. „Daginn eftir mættum við í skoðunina og hittum sérfræðing. Hún var alveg frábær og hélt vel utan um okkur allt ferlið. Í þessari skoðun kom í ljós að hann var með alvarlega snemmkomna vaxtar- skerðingu sem gat bent til þess að hann væri með litningagalla eða þá að það væri vanstarfsemi í fylgjunni. Við fórum í kjölfarið í flestallar rannsóknir sem hægt var að fara í. Enginn litninga- eða genagalli kom í ljós en síðar kom í ljós að blóðflæðið frá fylgjunni til hans var of lítið. Að bíða eft- ir niðurstöðunum var algjör kvöl. Óvissa er tilfinning sem getur ver- ið svo nagandi en hún tók alla orku frá okkur Ragga. Það var þvílík- ur léttir að heyra að ekki væri um gena- eða litningagalla að ræða en það var samt enn þá þessi óvissa um hvað væri að.“ Í kjölfarið var Gréta í vikulegu eftirliti hjá sérfræðingi þar sem blóðflæðið var mælt ásamt því sem hún hitti ljósmóður í hefð- bundinni skoðun einu sinni til tvisvar í viku. „Í hverri viku bað ég til Guðs um að litli kútur væri búin að stækka. Sem hann gerði með hverri vik- unni sem leið, en það fór þó að hægja á vextinum þegar lengra leið á meðgönguna. Við Raggi fór- um svo að skoða vökudeildina þar sem okkur var tjáð að litli kútur yrði tekinn með keisara ef hann myndi ná ákveðinni þyngd á 28. viku. Við skoðuðum vökudeildina nokkrum dögum áður en hann dó.“ Vissi að hann væri farinn Þegar loksins kom að því að Gréta var gengin 28 vikur fór hún í skoðun hjá ljósmóður þar sem mæla átti þyngd Hinriks. Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Erfiðast að skilja barnið eftir á spítalanum og ganga tómhent út Mér leið eins og ég hefði dáið líka „Fyrstu tólf vikurnar voru bara dásamlegar og litli pjakkur hagaði sér þvílíkt vel gagnvart mömmu sinni.“ / Gréta og Ragna r / Mynd: Aðsend Gréta var nett alla meðgönguna og það vakti eftirtekt ljósmæðra / Mynd: Aðsend „Það var besta til- finning í heimi að fá hann í fangið.“ / Mynd: Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.