Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 8
8 10. maí 2019FRÉTTIR Á r er síðan húsnæðislaust fólk sem dvaldi á tjaldsvæð- inu í Laugardal var hvatt til að flytja inn í herbergi í Víðinesi. Um helmingur þáði það en margt hefur farið úr skorðum og flutningurinn virðist hafa ver- ið gerður í flýti. „Þetta er eins og geymsla sem enginn nennir að taka til í,“ sagði gestur hjá einum íbúanum sem tekið hefur að sér að elda fyrir nokkra íbúa. Í dag eru níu einstaklingar í Víðinesi. Sumir mannanna eru sáttir við vistina í Víðinesi, eins og Svan- ur Elíasson sem DV ræddi við þann 5. apríl síðastliðinn. En aðr- ir síður og ástandið er mjög mis- jafnt eftir göngunum. Svanur býr á minni ganginum sem er mun bet- ur hirtur en sá stærri. Líkt og aðr- ir kvartaði Svanur þó yfir þeirri óvissu sem ríkir um staðinn. Þrif eru lamasessi, vegurinn slæmur, rafmagnið stopult, nag- dýr plaga íbúana og ekkert fyrir þá að gera. Þar að auki vita íbúarn- ir ekki hverjar framtíðarhorfurnar eru á staðnum því ákvörðun borg- arinnar liggur ekki fyrir þó langt sé um liðið. Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir fer fyrir Kærleikssamtökunum, sem hafa þann tilgang að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu og ekki náð sér á strik aftur. Hún, ásamt öðrum í samtökunum, hefur krafið borgina um svör og boð- ið fram aðstoð samtakanna, en fengið litlar undirtektir. DV ræddi við Sigurlaugu og Sigþrúði Erlu Arnardóttur hjá Reykjavíkurborg um málið. Mannlegur úrgangur fastur í dúknum Víðines var fyrst um sinn hjúkr- unarheimili fyrir heilabilaða, um tíma var það áfangaheimili fyrir áfengissjúklinga og síðast bjuggu þar hælisleitendur. Þegar blaða- maður kom inn á stærri ganginn í Víðinesi var þar mjög óþrifalegt, svo vægt sé tekið til orða, og fólki ekki bjóðandi. Stór ástæða fyr- ir þessu er að í september síðast- liðnum brast rotþró og mannlegur úrgangur flæddi upp um öll ræsi, vaska og salerni. Skömmu síðar komu starfsmenn velferðarsviðs og kjörnir fulltrúar Reykjavíkur- borgar til þess að kanna aðstæð- ur og þurftu að halda fyrir vit sér vegna ólyktar. Var íbúunum sagt að þrífa, og segjast þeir hafa reynt hvað þeir gátu en úrgangurinn er fastur í dúknum. Fyrir síðustu jól komu starfs- menn ræstingafyrirtækis með stóra vél en jafnvel hún dugði ekki til að fjarlægja úrganginn. Enn þá sjást mikil ummerki þess sem gerðist á gólfunum og innrétting- um á baðherbergi og eldhúsi. Gólfdúkurinn er ónýtur. Auðsjá- anlegt er að rífa þyrfti allt inni í þessum herbergjum og leggja nýj- an dúk og innréttingar. Mygla í lofti Mygla er eitt af vandamálunum í Víðinesi. Sérstaklega er hún áber- andi á baðherbergi þar sem íbú- ar hafa sturtuaðstöðu. Einn tel- Hádegis tilboð alla virka daga frá 11.30 - 14.00 Geirsgötu 8 • 553 1500 2.850 kr Humarsúpa & grillað fiskspjót „ÞETTA ER EINS OG GEYMSLA SEM ENGINN NENNIR AÐ TAKA TIL Í“ n Mikil óvissa fyrir íbúa Víðiness n Úrgangur úr rotþró fastur í dúknum n Banaslys á slæmum vegi n Mygla og nagdýr „Þau segjast ætla að einbeita sér að því að hjálpa þeim sem eru hérna fyrir en hér er allt í biðstöðu og ekkert að frétta Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Miði settur upp Takmörkun á fundarhöldum. MYNDIR: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.