Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 51
FÓKUS 5110. maí 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Ótrúlegir Eurovision-tvífarar n Eurovision-keppnin hefst formlega 14. maí næstkomandi n Ýmsir keppendur eiga íslenska tvífara Dúettinn Sisters syngur framlag Þjóðverja í ár, en lagið heitir einmitt Sisters. Dúettinn skipa þær Laurita Spinelli og Carlotta Truman. Þær eru þó ekki systur í raun og veru, en sú síðarnefnda er sláandi lík leikkonunni Tinnu Lind Gunnarsdóttur, sem nú starfar sem verkefnastjóri hjá Þjóðleikhúsinu. Dúettinum er hins vegar spáð frekar slöku gengi í keppninni í ár, en kemst sjálfkrafa í úrslit þar sem Þýskaland er eitt af stóru löndunum fimm sem setja hvað mest fjármagn í Eurovision. Georgíska-gríska söngkonan Tamta er fulltrúi Kýpur í ár, en lagið hennar Replay hefur vakið talsverða lukku með- al Eurovision-aðdáenda. Er það spá veðbanka að Tamta lendi í topp tíu í keppninni, þótt lagið sé ansi líkt kýp- verska laginu í fyrra, Fuego. Aktívistinn og söngkonan Sólborg Guðbrandsdóttir er ekkert eðlilega lík Tömtu og mætti ætla að þær væru systur. Anna Odobescu frá Moldóvíu syngur ballöðuna Stay í keppninni, en henni er spáð einu af neðstu sætunum. Anna getur huggað sig við það að hún á hæfileikaríkan tvífara á Íslandi í leikkonunni Kristínu Leu, sem hefur til að mynda leikið í myndunum Vonarstræti og Lof mér að falla. Sabine Žuga er annar helmingur lettneska dúettsins Carousel sem flytur lagið That Night í Eurovision, en laginu er spáð arfa- slöku gengi. Sabine þessi er ansi lík ís- lensku fegurðardrottn- ingunni og áhrifa- valdinum Önnu Orlowsku. Ekki leiðum að líkjast. Fjarskyld frænka kannski? Albanska flytjandanum Jonida Maliqi er ekki spáð neitt sérstöku gengi í Eurovision með lagið Ktheju Tokës. Jon- ida þessi er afar þekkt í heimalandinu, ekki aðeins sem söngkona heldur sjónvarpsstjarna, mannvinur, tísku- tákn og frumkvöðull. Hörkudugleg sem sagt, eins og íslenskur tvífari hennar, Svava Sigbertsdóttir. Svava er konan á bak við æfingakerfið The Viking Method og hef- ur þjálfað margar skærar, erlendar stjörnur. Zena er fulltrúi Hvíta-Rússlands með lagið Like It, en veðbankar hafa ekki mikla trúa á hinni ungu og efnilegu Zenu, sem er aðeins sextán ára. Hún á eilítið eldri tvífara á Íslandi sem heitir Helga Gabríela sem er einstaklega hæfileikaríkur kokkur. Truman og Tinna Carlotta er til vinstri. Tinna Lind. Anna. Kristín Lea. Lof mér að syngja Jonida. Þær eiga samleið í tíma og rúmi Svava. Sólborg. Endurtekið efni Tamta. Fjarskyld frænka? HelgaAnna Orlowska Sabine er vinstra megin. Ungar og á uppleið Zena Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.