Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 6
6 10. maí 2019FRÉTTIR GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! 577 5757 Guðmundur skorar á kírópraktora að taka þátt í söfnun fyrir Fanneyju Kírópraktorstöð Reykjavíkur safnar fyrir Fanneyju á laugardaginn L augardaginn 11. maí stendur Kírópraktorstöð Reykjavíkur fyr- ir viðburði á frá klukkan 9 til 13 þar sem starfsmenn stöðvarinn- ar ætla að taka á móti fólki í meðferðir og mun allur ágóði renna til Fann eyjar Eiríksdóttur og Ragga, eiginmanns hennar. Flestir Íslendingar ættu að vera stöðu þeirra hjóna kunnugir en Fann- ey hefur barist við krabbamein á fjórða stigi í langan tíma. Parið á saman tvö börn en það var á meðgöngu seinna barns þeirra sem krabbameinið fannst og þurfti að taka son þeirra með keisara löngu fyrir settan fæðingardag. „Bæði Raggi og Fanney hafa verið í meðhöndlun hjá mér reglulega síð- ustu árin þannig að mér þykir afskap- lega vænt um þau bæði og vil gera allt mitt til þess að geta hjálpað aðeins til,“ segir Guðmundur Birkir Pálma- son kírópraktor sem stendur fyrir við- burðinum. „Þetta fer þannig fram að allir eru velkomnir í tíma hjá okkur, hvort sem þeir eru kúnnar okkar eða í meðferð annars staðar. Þeim sem vilja bóka fastan tíma er velkomið að gera svo eða bara að mæta á staðinn. Við verð- um aðallega fjórir kíróptaktorar sem vinnum hjá Kírópraktorstöð Reykja- víkur og svo verður Mark Kislich að nudda. Ég ákvað að bjóða öðrum kírópraktorum að vera með svo að fleiri kæmust að og til að ýta undir að kírópraktorar á Íslandi myndu standa saman fyrir gott málefni. Þeir sem vilja koma eru velkomnir til að nota stof- una okkar eins og hentar. Þetta verða hefðbundnar meðferðir og ef við þurf- um að taka röntgenmyndir þá ger- um við slíkt. Verðið verður eftir verð- skrá en frjáls framlög eru velkomin og rennur allur ágóði að sjálfsögðu til Fanneyjar og fjölskyldu.“ Guðmundur skorar á sem flesta kírópraktora að koma og taka þátt og styðja þannig Fanneyju og fjölskyldu hennar í þeirri hetjulegu baráttu sem þau heyja. n Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is LOF & LAST Hatari Óhætt er að segja að Hatara­ hópurinn hafi slegið í gegn í Ísrael og er okkar framlag það umtalaðasta af öllum. Stórir fjölmiðlar sem lesnir eru um allan heim hafa sýnt þeim áhuga, þar á meðal The Guardian og The Economist. Hatari hefur verið í áttunda sæti hjá veðbönkum en nú eru sumir farnir að spá þeim betra gengi, jafnvel sigrinum. Íslendingar eru ein af þeim þjóðum sem hafa keppt lengst án þess að vinna. Ekkert framlag okkar hefur komist upp úr undankeppni síðan Pollapönk árið 2014. DV hefur fulla trú á að Hatari fari langt í keppninni. Kópavogsbær og aðrir slóðar Sveitarfélög hafa tekið NPA­ reglugerðina um réttindi fatlaðs fólks misföstum tökum. Kópavogur er eitt af þeim sveitarfélögum sem hafa trassað að innleiða hana og kemur það niður á fötluðu fólki sem þar býr. Ásta Dís Ást­ ráðsdóttir var í viðtali hjá RÚV um málið, en hún er fjölfötluð og býr í Kópavogi. Seinkunin kemur niður á henni persónulega varðandi greiðslur á launum og orlofsupp­ bót. DV hvetur þau sveitarfélög sem vita upp á sig skömmina til að leiðrétta þetta óréttlæti sem fyrst. „Mér þykir afskap- lega vænt um þau bæði og vil gera allt mitt til þess að geta hjálpað aðeins til Guðmundur og Fanney / Mynd: Aðsend

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.