Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Qupperneq 9
10. maí 2019 FRÉTTIR 9
ur að málað hafi verið yfir
mygluna áður en núverandi
íbúar komu þangað. Íbú-
arnir hafa nú dvalið þarna í
um það bil ár og hafa sumir
þeirra fundið fyrir einkenn-
um; öndunarfæravandamál-
um, lungnabólgu, svima,
húðvandamálum og slapp-
leika sem þeir kannast ekki
við að hafa haft áður. Ekki er
þó hægt að fullyrða að svo stöddu
að það sé vegna myglunnar, en
mygla getur haft mjög slæm áhrif
á heilsu fólks. Hafa ber í huga að
flestir íbúanna eru ekki í fastri
vinnu og Víðines mjög afskekkt.
Verja íbúarnir því jafnan mjög
miklum tíma innandyra þar.
Mikill munur á göngum
Reykjavíkurborg réð verktaka sem
umsjónarmann og býr hann á
staðnum. Hann á að sjá um þrif í
húsinu en augljóst er að skyldur
hans hafa ekki verið uppfylltar.
Athygli vekur að langtum þrifa-
legra er á þeim gangi sem hann
dvelur á en stærri ganginum þar
sem fleiri leigja. Tveir húsfund-
ir voru haldnir fyrir áramót og var
þá falast eftir, af hálfu borgarinn-
ar, að leigjendur tækju sjálfir að
sér þrifin. Einstaklingur sem var
með verktakasamning umsjónar-
mannsins undir höndum benti
á að umsjónarmaðurinn ætti að
sinna þessu og engin niðurstaða
varð af fundinum. Ekki hafa verið
haldnir húsfundir eftir þetta.
Sigurlaug segir:
„Þegar staðurinn var opnaður
sendu Kærleikssamtökin inn er-
indi og óskuðu eftir því að verða
umsjónaraðili hérna, því við viss-
um að það þyrfti að vera utan-
umhald. Það var afþakkað af vel-
ferðarsviði og núverandi verktaki
ráðinn. Okkur vitandandi var ekki
auglýst í starfið. Þú sérð hvernig
þetta er, það væri alveg eins hægt
að sleppa þessu miðað við hvernig
þetta hefur gengið.“
Sigþrúður Erla Arnardóttir,
framkvæmdastjóri þjónustumið-
stöðvar Vesturbæjar, Miðborgar
og Hlíða, segir:
„Varðandi þrif þá er umsjónar-
maður á staðnum sem sér um þrif
á sameign. Svo er það á höndum
íbúa að sjá um sín rými. Rétt fyr-
ir jól voru keypt alþrif og allt al-
menna rýmið þrifið hátt og lágt.“
Blaðamaður DV leit ekki nema
rétt svo inn í herbergin sjálf.
Óþrifnaðurinn í almenna rýminu
er gríðarlegur eins og myndirnar
sýna.
Banaslys á veginum
Staðsetningin hefur mikið að
segja fyrir íbúana í Víðinesi. Hús-
ið er staðsett á Kjalarnesi, handan
sorphauganna í Álfsnesi. Langan
tíma tekur að keyra í bæinn og
aðeins fáir íbúar með bíl til um-
ráða. Á veturna er vegurinn veru-
lega slæmur vegna hálku og oft er
hvassviðri á þessum stað. Leigu-
bílar keyra í Mjóddina klukkan
11 og svo aftur til baka klukkan
17. Lítið er um að vera og íbúarn-
ir kvarta yfir leiðindum. Einn hef-
ur tekið upp á því að setja upp
verkstæði í sameiginlegu rými á
ganginum og gerir þar við vél-
hjól. Þrír eru færir skákmenn með
fjölda ELO-stiga en ekkert skák-
borð er á staðnum. Þegar DV bar
að garði voru margir inni í her-
bergjum sínum. Hvað varðar sam-
band íbúanna segja þeir það vera
ágætt og lítið um alvarlegt ósætti.
Þegar hefur orðið eitt banaslys
á veginum sem er mjög holóttur
og bugðóttur. Ingi-
mundur Valur Hilmars-
son, sem kallaði sig Tind
Gabríel, bjó í Víðinesi en hann
var þekktur maður úr miðborg
Reykjavíkur. Í september var hann
á leið frá Víðinesi en keyrði út af,
velti bílnum og lést á Landspítal-
anum af áverkunum.
Annar íbúi stórskemmdi bílinn
sinn í einni af ótal holum í inn-
keyrslunni og á veginum sjálfum.
Höfðu íbúar tilkynnt um þessa
holu en þær tilkynningar virðast
hafa „glatast.“ Miklu máli skiptir
að hafa bíl til umráða á svæðinu
og missti sá íbúi og fleiri því mikla
virkni því hann skutlaði mönnum
og fór í bíltúra. Málið var kært en
útlit er fyrir að íbúinn muni sitja
uppi með tjónið.
„ÞETTA ER EINS OG GEYMSLA SEM
ENGINN NENNIR AÐ TAKA TIL Í“
n Mikil óvissa fyrir íbúa Víðiness n Úrgangur úr rotþró fastur í dúknum n Banaslys á slæmum vegi n Mygla og nagdýr
„Við skiljum ekki
forgangsröðunina
Eldhúsið Saur
fastur í gólfdúknum.
Sturtan Mygla
kom í gegnum
málningu.
Tindur Gabríel Íbúi í Víðinesi
sem lést í bílslysi á veginum.