Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Blaðsíða 41
TÍMAVÉLIN 4110. maí 2019
hann Hannes að sækja Sigurð til
að kveða niður þennan anda því
hann væri kraftaskáld.
Hannes fór og sótti Sigurð og
voru þeir alllanga stund frammi.
Þegar þeir komu til baka sögðust
þeir hafa mætt hræðilegu skrímsli
en náð að reka það burt. Ræddu
þeir þrír nú saman um hvað skeð
hefði og sögðu tvímenningarnir
Pétri að hann mætti alls ekki
skjóta drauginn, það gerði aðeins
illt verra og myndi efla styrk hans.
Heldur mætti Pétur ekki ráðast
á drauginn og berja hann. Trúði
Pétur þessu öllu saman og var svo
smeykur að hann gat ekki sofið þá
um nóttina.
Skríðandi ófreskja
Næsta dag gerðist ekkert en Pétur
var var um sig. Þegar rökkvaði var
hann orðinn mjög hræddur, sér-
staklega eftir að Guðmundur böð-
ull mætti honum og sagðist hafa
séð vofu fyrir utan húsið. „Sagð-
ist hún vera send til þín og eiga að
drepa þig,“ sagði Guðmundur við
Pétur. Varð Pétur svo hræddur við
að heyra þetta að hann bað þá þrjá,
Guðmund, Sigurð og Hannes, og
einnig Kristján Jakobsson verslun-
armann, að vera inni hjá honum
um kvöldið. Kveikti hann á tveim-
ur kertum, tók Passíusálmana sér
í hönd og byrjaði að syngja. Krist-
ján var þá úti að aðgæta í kringum
húsið. En þá kom högg á hurðina.
Pétur var brattur með svo marga
inni hjá sér, tók byssuna og barði
með skaftinu á móti. Hann hróp-
aði á drauginn að hypja sig norður
og niður. Skömmu síðar kom Krist-
ján inn og sagðist hafa séð ófreskju
skríða frá húsinu og í átt að ullar-
stofu þar rétt hjá. En síðan byrj-
aði hamagangurinn aftur og barði
draugurinn bæði á hurð og glugga.
Héldu barsmíðarnar áfram fram
eftir kvöldi uns Sigurður steig upp
og rak drauginn burtu. Svaf Pétur
heldur ekki þá nóttina.
Galdrastafir úr blóði
Um morguninn komu þeir allir
saman og sagði Sigurður að aug-
ljóst væri að draugurinn ætlaði að
drepa einhvern þeirra. Það kvöld
héldu reimleikarnir áfram og var
barið svo hart á hurðina að hún
opnaðist hvað eftir annað, hlut-
ir hrundu úr hillum og húsið allt
skalf. Sigurður og Hannes voru
stoð og stytta Péturs og voru inni
hjá honum. Mitt á milli ásókn-
anna sögðu þeir draugasögur sem
gerðu Pétur enn þá hræddari.
Grátbað hann Sigurð um að kveða
niður drauginn.
„Það má vera að ég reyni það,
ef ég fæ einn pott af brennivíni,“
svaraði Sigurður. Var það gert og
settust þeir við drykkju.
Sigurður sagði að það væri ekki
auðvelt að kveða niður drauga og
að hann óttaðist afleiðingarnar.
Hann myndi þó reyna að frelsa fé-
laga sína því honum þætti vænt
um þá. Skar hann í sig og notaði
blóðið til að skrifa nokkra galdra-
stafi. Síðan gengu hann og Hann-
es fram í eldhús en Kristján var hjá
Pétri.
Heyrðust nú hljóð úr eldhúsinu
líkt og flogist væri þar á. Þá heyra
þeir Sigurð spyrja:
„Hvaðan ertu?“
Og svarað:
„Að austan.“
Sigurður spyr aftur:
„Hvern ætlarðu að finna?“
Draugurinn svaraði þá:
„Pétur beyki.“
Í þriðja skiptið spyr Sigurður:
„Hvað viltu honum?“
Og draugur svarar:
„Ég á að drepa hann.“
Fór Sigurður þá með þulu
og skipaði draugnum að mæta
sér klukkan ellefu. Másandi og
blásandi komu Sigurður og Hann-
es aftur inn í svefnherbergið.
Sögðu þeir að draugurinn hefði
verið magnaður upp úr hrafns-
hjarta og hræfuglaskinnum en
hefði vit á við mann. Settust þeir
aftur við drykkju.
Fimm ríkisdalir
Klukkan tíu var hurðinni hrundið
upp en enginn sjáanlegur. Sigurð-
ur og Hannes fóru út og komu aft-
ur með Guðmund með sér. Voru
þeir skrýtnir og leið yfir þá alla.
Pétur hljóp til að sækja vatn handa
þeim og hresstust þeir þá við.
Klukkan hálf ellefu kom aftur
högg á hurðina, en Guðmundur
var þá farinn úr herberginu. Pétur
gólaði blótsyrði og spýtti í áttina
að hurðinni. Þá greip hann Passíu-
sálmana með annarri hendinni
og byssuna með hinni. Báðu þeir
hann að róa sig en Pétur æpti:
„Haldið þið að ég viti ekki allt
um þennan draug og hvernig
hann er gerður? Ég heyrði allt sem
ykkur fór á milli frammi í eldhús-
inu. Ég heyrði sjálfur að draugur-
inn sagðist vera að austan og ætla
að drepa mig. Og hann er frá Jóni
í Belgsholti, því honum er illa við
mig. Og svo haldið þig að manni
standi á sama. Ég skal borga þér
fimm ríkisdali, Sigurður, ef þú
kveður hann niður fljótt, og áttu
ekki skilið að heita kraftaskáld ef
þú getur það ekki.“
Þá var hurðinni hrundið upp
og inn fleygt staurum, stokkum og
öðrum húsmunum. Sigurður og
Hannes óðu út í myrkrið en Pétur
sat einn eftir, trylltur af angist og
ósofinn. Pétur flúði þá inn í svefn-
herbergi hjá fjölskyldunni sem bjó
í Brúnshúsi. Fjölskylduföðurnum,
er Sigmundur hét, brá við þetta
og stökk á fætur. Skammaði hann
Pétur sem hrökklaðist þaðan út.
Þá var barið á gluggana, svo
fast að tvær rúður brotnuðu. Fyrir
utan heyrðust stimpingar og læti.
Pétur leit út og sá Sigurð í áflogum
við dökka ófreskju. Sigurður náði
að reka hana á brott, síðan komu
hann, Guðmundur og Hannes aft-
ur inn í húsið. Var Sigurður ör-
magna og orðfár.
Þakkaði Pétur honum fyrir og
Guðmundi sagðist vera illt á að
hlusta á „mergjaðar“ vísur Sig-
urðar til að kveða drauginn nið-
ur. Voru þeir allir svo glaðir að þeir
sungu sálma, drukku og Pétur las
bæn.
Fyrir dóm
Draugurinn kom ekki aftur í
Brúnshús en næstu daga tók Pétur
eftir því að fólk var að hæðast að
honum vegna draugagangsins.
Kom loks til hans maður og sagði
honum að þetta hefðu allt verið
brögð „vina“ hans og hann hefði
verið hafður að fífli og féþúfu.
Var Pétur eggjaður til þess að láta
þetta ekki viðgangast og kæra mál-
ið sem hann og gerði.
Þann 3. janúar árið 1824 fór
Pétur á fund Sigurðar Thorgrím-
sen bæjarfógeta og kærði félaga
sína fyrir samantekin ráð um að
leika á sig og hafa af sér fé og vín.
Sagði hann að draugurinn hefði
verið Guðmundur böðull.
Fógeta fannst málið spaugi-
legt en tók það engu að síður til
rannsóknar og stefndi aðilum
málsins fyrir lögreglurétt þann
12. janúar. Þar talaði Pétur digur-
barkalega en hafði engar sannanir
fyrir máli sínu. Leysti fógeti málið
á þann hátt að Pétur myndi aftur-
kalla kæru sína gegn því að félagar
hans legðu til fjögur ríkisbanka-
mörk til fátækrasjóðsins í Reykja-
vík. Pétur sat hins vegar uppi með
málskostnaðinn.
Eftir þetta buðu félagar Péturs
honum til drykkju „og drekti hann
þar minkunn sinni og gremju svo
rækilega að hann var miður sín
lengi á eftir.“ n
aðrir útsölustaðir
Epal - Laugavegi 70
EPAL - Harpa
Airport fashion - Leifsstöð
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
„Það má
vera
að ég reyni
það, ef ég fæ
einn pott af
brennivíni.
„Ég á að
drepa hann
Tjarnargata 4 Þar sem Brúnshús stóð til 1830.
Reykjavík Tíminn 6. janúar 1990.