Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 49
SAKAMÁL 4910. maí 2019 Að auki sögðu fjölskyldur sumra fórnarlamba- nna að umræddir ættingjar hefðu aldrei viðrað vilja til að fá að deyja, hvað þá að þeir hefðu leitað ásjár Christine í þeim efnum. Þann 30. janúar, 2003, fékk Christine 10 ára dóm fyrir að hafa myrt sex sjúklinga. Dómn- um var áfrýjað og nýr dómur var kveðinn upp 15. október, 2003. Í það skipti fékk Christine tólf ára dóm, en það breytti svo sem ekki miklu því henni var sleppt úr fangelsi árið 2007. KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA FLÁRÁÐI LYGAMÖRÐURINN n Tony Lindstrom vildi skera sig úr fjöldanum n Spann upp lygasögur um eigið ágæti nLíftryggði eiginkonu sína og skipulagði morð„Eftir að hafa leit- að upplýsinga á internetinu taldi hann að dauðinn kæmi strax – að líkaminn hætti að starfa. frá heimili hjónanna í Church Crookham í Hampshire. Í bílnum var Tony, liðið lík, og slatti af pill- um og sprautum. Ekkert var hægt að gera fyrir Tony svo lögreglan hraðaði sér að heimili hans og Díönu. Þar fannst Díana meðvitundarlaus í rúminu og var henni komið með hraði á sjúkrahús. Dó eftir þrjú ár Lögreglan beið þess með eftir- væntingu að Díana kæmist til meðvitundar, en það gerðist aldrei. Díana var í dái og þremur árum síðar, 9. febrúar, 2013, var slökkt á öndunarvél sem hélt í henni lífinu og Díana fór yfir móðuna miklu. Vitað var að Tony hafði keypt insúlínið og talið að hann hafi sprautað Díönu aðfaranótt 1. febrúar. „Eftir að hafa leitað upp- lýsinga á internetinu taldi hann [Tony] að dauðinn kæmi strax – að líkaminn hætti að starfa,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Simon Casey. Breytti eins og heigull Þegar Tony varð ljóst að honum hefði mistekist – Díana hafði ekki dáið heldur lagst í dá – hringdi hann í vinnustað hennar og til- kynnti hana veika. Hann gekk svo langt að biðja nágranna til að líta til hennar. Síðan „breytti hann eins og heigull myndi gera“ og ók á af- vikinn stað og svipti sig lífi, sagði Casey enn fremur. Casey sagði að af fortíð Tonys væri ljóst að þar hefði ekki verið á ferðinni trúverðugur maður. Yfirvegaður og meðvitaður morðingi Dánardómstjórinn, Andrew Bradley, var sama sinnis og varð á orði að Tony hefði alltaf haft eigin hag að leiðarljósi, hann hefði ver- ið „yfirvegaður, meðvitaður mað- ur sem hefði hagað málum með sinn eigin hag að leiðarljósi, fyrst og fremst, og gengið svo langt að hann var reiðubúinn til að bana eiginkonu sinni.“ Þannig fór nú það. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.