Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Side 8
8 18. apríl 2019FRÉTTIR
E
inn þekkt-
asti smá-
glæpamaður
kreppuáranna
hét Magnús Gísla-
son og var ekki full-
komlega heill á
geði. Magnús braust
margsinnis inn í hús
og út úr fangelsum
og geðsjúkrahúsum.
Strax á unglingsaldri
var hann orðinn
góðkunningi lög-
reglunnar og haustið
1934, þegar Magnús
var nítján ára gam-
all, rataði hann í
blöðin. Og ekki að-
eins íslensku blöðin
heldur þau dönsku.
Í Berlingske
tidende var greint frá
því að tveir íslenskir
unglingspiltar hefðu
verið handteknir í
Kaupmannahöfn.
Magnús Gíslason,
nítján ára, og Gunnar
Jóelsson, sextán ára.
Höfðu þeir strokið úr
fangelsi á Íslandi og laumað sér
um borð í skipið Island. Skipstjór-
inn fann þá í lestinni en þeir voru
peningalausir og aðeins með smá
brauðbita. Afhenti skipstjórinn
þá lögreglunni í Kaupmanna-
höfn og var Magnúsi komið fyrir
í fangelsi en Gunnari á hæli fyr-
ir heimilislausa. Voru þeir báðir
sendir aftur til Íslands skömmu
síðar og fékk Magnús viðurnefnið
„strokufanginn“.
Skömmu eftir að Magnús
kom til Íslands slapp hann aftur
úr varðhaldi, þá frá lögreglunni
í Keflavík. Í desember árið 1934
greindi Nýja dagblaðið frá því að
Magnús hefði flúið til foreldra
sinna að Kirkjubóli á Miðnesi
en ekki farið almannaleið. Þegar
þangað var komið ákvað hann
að fara niður í fjöru til að skjóta
fugla. En þá datt hann og fékk skot
úr haglabyssunni í gegnum fram-
handlegginn. Á spítalanum var
hann handtekinn aftur en fékk
aðhlynningu sára sinna.
Næsta strok Magnúsar var af
Kleppi í janúarbyrjun árið 1935.
Fór hann á salernið um miðja nótt
og braust út í gegnum rammgerð-
an glugga. Vökumaður Magnúsar
kallaði til lögreglu og rakti sporin
niður í fjöru þar sem þau hurfu.
Var Magnús aðeins í nærfötum og
inniskóm og óttuðust menn um
hann. Næsta dag fannst Magnús
hins vegar í herbergi á Laugavegi
22 þar sem hann var að hitta tvær
stúlkur.
Í júní 1935 flúði Magnús af
Litla-Hrauni ásamt Vernharði
Eggertssyni, harðsvíruðum
glæpamanni sem lengi hafði
búið í Kanada. Söguðu þeir riml-
ana í klefa sínum með verkfær-
um úr vinnustofunni og voru
þeir vopnaðir kylfu á flóttan-
um. Alþýðublaðið greindi frá því
að þann 18. júní hefðu þeir ver-
ið gripnir við Litla-Botn í Hval-
firði aðeins tveimur dögum síð-
ar. Voru þeir þá mjög þreyttir og
hungraðir eftir langa göngu og
báðu heimilisfólk um mat. Það
þekkti hina frægu strokufanga
og tilkynnti lögreglunni. Gáfust
þeir upp mótspyrnulaust. Vern-
harður viðurkenndi að flóttinn
hefði verið óskipulagður og „tóm
vitleysa.“ Engu að síður varð fólk
mjög hneykslað á því hversu
auðvelt það var fyrir mennina að
sleppa af Litla-Hrauni.
Fór nú lítið fyrir flóttatilraun-
um Magnúsar þar til í febrúar
árið 1938. Í Morgunblaðinu 2.
febrúar var sagt að Magnús hefði
skorið af sér fingur til að komast
úr fangelsi. Hann var þá í gæslu-
varðhaldi fyrir innbrot sem hann
framdi með öðrum góðkunn-
ingja lögreglunnar, Mons Olsen. Í
matartíma herti Magnús um litla
fingur með bandspotta til deyf-
ingar og skar tvær kjúkur af með
bitlausum borðhníf, „eins og
geðbilaður maður.“ Komst hann
þar með á sjúkrahúsið en ekki úr
varðhaldi. Fékk hann þriggja ára
dóm tveimur mánuðum síðar.
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Sérsmíðum eftir
óskum hvers og eins
Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is
STROKUFANGAR Á ÍSLANDI
Fangi gerði misheppnaða flóttatilraun úr fangelsinu á Akureyri í vikunni. Tók
hann á rás þegar fangaálman var opnuð en var hlaupinn uppi af fótfráum
fangaverði. Þetta var hálfsorgleg en jafnframt svolítið spaugileg uppákoma.
Fangaflóttar eru algengir á Íslandi, mjög algengir. Jafn algengt er að fangarnir
náist aftur, stundum samdægurs en stundum eftir nokkra daga. Fangaflóttar
gera lítið annað en að minnka frelsi innan fangelsanna, bæði fyrir þann sem
strauk og aðra, því að eftirlitið er hert. Úti í hinum stóra heimi getur flótti úr
fangelsi hugsanlega gengið upp. En hérna á litla Íslandi virðist það ansi tilgangs-
laust, nema viðkomandi geti komist úr landi og látið sig hverfa alfarið. Slíkt
hefði geta orðið raunin í máli Sindra Þórs Stefánssonar fyrir ári. Hér eru þekktu-
stu strokufangar Íslands og nokkur önnur spaugileg mál.
H
osmany Ramos, brasil-
ískur lýtalæknir á sjötugs-
aldri, gerði alvarlega til-
raun til að flýja þegar verið
var að færa hann fyrir dómara
í janúar árið 2010. Ramos hafði
verið handtekinn á Keflavíkur-
flugvelli með falsað vegabréf. Út-
bjó hann oddhvasst vopn og hót-
aði lögreglumanni með því.
Ramos var í járnum í fanga-
flutningabifreið en með grisju á
öðrum úlnliðnum. Gerði þetta
að verkum að Ramos gat losað
sig. Þegar bíllinn var stöðvaður
við Héraðsdóm Reykjavíkur tók
hann á rás og lögreglumaðurinn
elti. Þá dró Ramos fram kutann
en var yfirbugaður. Flóttinn stóð
yfir í eina mínútu.
MAGNÚS GÍSLASON
– SKAR AF SÉR FINGUR
HOSMANY RAMOS – ÚTBJÓ ODDHVASST VOPN
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Hosmany
Ramos
Brasilískur
lýtalæknir.
Magnús Gíslason
Var talinn geðbilaður.