Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 9
18. apríl 2019 FRÉTTIR 9
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
STROKUFANGAR Á ÍSLANDI
J
óhann Víglundsson var einn
þekktasti smáglæpamaður
og strokufangi Íslands um
miðja 20. öldina og slapp
margoft út. Í eitt skipti var hon-
um sleppt úr fangelsi vegna þess
að hann þótti ekki húsum hæfur
en átti hann þá marga dóma eftir
óafplánaða.
Sautján ára strauk Jóhann
úr Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg í ágúst árið 1957.
Fór hann yfir steinvegginn sem
umlykur fangelsið. Var þetta
hans þriðja strok. Degi seinna
var hann handtekinn, peninga-
laus á Akureyri og flogið með
hann aftur í bæinn.
Í júlí árið 1958 strauk hann
af Litla-Hrauni og þvingaði þá
tvo aðra með sér. Var Jóhann al-
mennt illa liðinn í fangelsinu og
talinn fauti.
Í desember árið 1958 strauk
Jóhann ásamt Marteini Olsen af
Litla-Hrauni. Gengu þeir milli
bæja og stálu sér bæði mat og
klæðnaði. Á bænum Jórvík helltu
þeir sér upp á kaffi og í Votmúla
læstu þeir bóndann sjálfan inni.
Einnig stálu þeir bílum ung-
menna á „þessu strokbrölti sínu“
eins og stóð í Tímanum.
Í október árið 1961 strauk Jó-
hann enn einu sinni úr Hegn-
ingarhúsinu. Hafði sagarblaði
þá verið smyglað inn í klefann
til hans. Hann var gripinn aðeins
tveimur tímum síðar og lögreglu-
mennirnir spurðu hvort hann
vildi far til baka eða ganga „heim
til sín.“ Valdi hann bílfarið.
Sama sagan endurtók sig á
Litla-Hrauni í ágúst 1962. Komst
Jóhann þá til Stokkseyrar og stal
bíl. Lögreglan leitaði að bílnum
sem fannst úrbræddur við Geira-
kot við Eyrarbakkaveg. Jóhann
fannst hálftíma síðar á gangi og
fór fúslega aftur í fangelsið. Stóð
þessi flótti yfir í sjö klukkutíma.
Jóhann hafði sjálfur miklar
skoðanir á hvað væri að í fangels-
ismálum og hversu auðvelt væri
að strjúka. Benti hann til dæm-
is á sjúkrafríin í þessu samhengi,
og að hann hafi einu sinni strok-
ið með hálfgróinn botnlanga.
Einnig rollureksturinn í Þjórsár-
dal sem fangar sáu um og gátu
auðveldlega flúið. Þá benti hann
einnig á að Hegningarhúsið væri
ekki mannhelt.
A
nnþór Kristján Karlsson
slapp úr varðhaldi úr
fangageymslum lög-
reglunnar við Hverfis-
götu þann 15. febrúar árið 2008.
Annþór var sagður einn hættu-
legasti handrukkari landsins og
var handtekinn í janúar 2008
vegna fíkniefnasmygls. Var hann
að bíða þess að vera leiddur fyr-
ir dómara vegna framlengingar á
gæsluvarðhaldi.
Annþór var eini fanginn á
ganginum. Klukkan fimm um
morgun braut hann sér leið inn
í læsta geymslu og komst þar yfir
kaðal. Þá braut hann glugga og
seig í kaðlinum út á Snorrabraut.
Þegar hófst mikil leit að Ann-
þóri og par, grunað um að hafa
aðstoðað hann við flóttann, var
handtekið. Húsleit var gerð víða
þar sem talið var að hann gæti
haldið sig.
Síðdegis taldi lögreglan sig
hafa áreiðanlegar heimildir um
að Annþór væri í íbúð félaga síns
í Mosfellsbæ. Sérsveitarmenn
voru sendir á staðinn og fundu
hann þar í fataskáp. Ekki kom til
átaka við handtökuna.
Eftir þessa uppákomu sagði
Páll Winkel fangelsismálastjóri,
í samtali við Morgunblaðið, að
taka þyrfti fyrirkomulag gæslu-
varðhaldsfanga til endurskoðun-
ar.
JÓHANN VÍGLUNDSSON
– LÆSTI BÓNDA INNI
ANNÞÓR KARLSSON
– FALDI SIG Í FATASKÁP
Framhald á síðu 12
Jóhann Víglundsson Strauk
ótal sinnum úr fangelsum.
Annþór
Karlsson Í
kaðli út um
gluggann.