Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 18. apríl 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Við getum lært af brunanum í Notre Dame Á mánudaginn stóð Notre Dame, Maríukirkjan í París, í ljósum logum. Mikill mannfjöldi fylgdist með á götum úti og fólk grét. Allur heimurinn fylgdist með í beinni sjónvarpsútsendingu. Fólk vonaði það besta en óttaðist það versta. Ég hef aldrei heimsótt kirkjuna, aldrei heimsótt Frakkland. Heldur er ég ekki kristinnar trúar. En samt varð mér illt við að sjá kirkjuna brenna. Þetta var átakanleg sjón þó að það væru engar fregnir af dauðsföllum og engar fréttir um ásetning eða illan hug. Þegar mannlaus turnspíran féll komu óneitanlega hugrenningatengsl við það þegar tvíburaturnarnir á Manhattan, hrundu árið 2001. Þá dóu þúsundir. Hvert er fórnarlambið? Steypa og timbur? Nei, við erum öll fórnarlambið. Notre Dame hefur fylgt okkur í nærri þúsund ár. Kirkjan er partur af franskri, evrópskri og heimsmenningu. Forfeðurnir skildu hana eftir fyrir okkur til að njóta um alla tíð. Önnur hugrenningatengsl sem vakna eru skemmdarverk ISIS­ liða á menningarverðmætum í borginni Mosul. Knúðir áfram af hatri og heimsku ruddust þeir inn í safn borgarinnar og brutu mörg þúsund ára gamlar styttur. Sumar frá tímum Assyríumanna, sumar frá Mesópótamíu. Þetta voru styttur sem fæstir þekktu eða höfðu nokkurn tímann séð. Engu að síður fékk það á fólk að sjá eyðilegginguna í sjónvarpi. Ekki síður en að sjá morð, pyndingar og önnur hermdarverk ISIS­liða. Þegar þessi pistill er skrifaður liggur ekki fyrir hver eldsupptökin í Notre Dame voru en grunur leikur á því að það tengist umfangs miklum viðgerðum á kirkjunni. Frakk­ ar trössuðu það lengi að viðhalda Notre Dame. „Þetta hlaut að gerast,“ sagði Jean­Michel Leniaud, hjá þjóðminja stofnun Frakklands. Byggingum sem þessum þarf að halda stöðugt við. Hér á Íslandi eigum við engar steinbyggingar frá miðöldum og engar styttur frá fornöld. Hér var fá­ tækt, fámenni og byggðin dreifð ár­ hundruðum saman. Miðað við flest önnur lönd eigum við lítið af sögu­ legum menningarverðmætum. Eldurinn í Notre Dame kennir okkur öllum, líka Íslendingum, að fara vel með gamlar byggingar, styttur og sögulega muni. Viðhald er dýrt, sérstaklega á eldri húsum. Pólitískt séð er það heldur ekki vinsælt að setja of mikla fjármuni í þennan mála­ flokk. Fólk vill að grunn þjónustan gangi fyrir, spítalarnir, skólarnir, löggæslan og svo framvegis. Annað má mæta afgangi. En við verðum samt að hugsa um þessa hluti, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Hvernig myndi okkur líða ef Árna stofnun myndi brenna með öllum handritunum? Eða dómkirkjan á Hólum? Gamli Árbær? Kútter Sigurfari? Við eigum ekki margt, en við skulum passa vel upp á það og taka því ekki sem gefnu. n Leiðari Miðflokkstaktar Simma Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, fyrrverandi eigandi Ham­ borgarafabrikkunnar, fer mik­ inn þessa dagana í þjóðfélags­ umræðunni. Til að mynda er hann einn helsti talsmaður hópsins Orkan okkar sem beint er gegn orkupakka 3. Sigmar hefur oft verið bendlaður við stjórnmálin en nú virðist meiri alvara hjá honum. Orkan okkar gæti verið upptaktur að fram­ boði líkt og Indefence var hjá nafna hans. Árið 2013 var Simmi vonar­ stjarna hjá Framsóknarflokkn­ um en lét þá ekki til skarar skríða. Nú er hann skráður í Sjálfstæðisflokkinn en talar á skjön við forystu flokksins. Simmi tekur sér hins vegar af­ gerandi aðstöðu með Mið­ flokksmönnum og gæti það verið næsti áfangastaður hans. Gísli Marteinn Baldursson, fyrr­ verandi borgarfulltrúi, tókst á við Simma nýverið og bendlaði hann við framboð. Ekki fylgdi sögunni hvaða flokk um ræddi en ætla má að það sé Miðflokk­ urinn. Sleppa við ábyrgð Athyglisvert er að sjá að Sjálf­ stæðisflokkurinn taki allan hit­ ann og þungann af orkupakka­ orrahríð­ inni sem nú gengur yfir. Ráð­ herrarnir Bjarni Benediktsson, Kolbrún Reyk- fjörð og Guðlaugur Þór eru fólkið sem svarar fyrir hann opin­ berlega, bæði gegn pólitískum andstæðingum og eigin kjós­ endum. Á meðan sleppa samstarfs­ flokkarnir, Vinstri græn og Framsókn, algerlega. Ætla mætti að andstaðan við fullveldisframsal til ESA væri engu minni innan þessara tveggja flokka. Venjan er að samstarfsflokkar Sjálfstæðis­ flokksins í ríkisstjórn taki á sig hitamálin en nú er því öfugt farið. Spurning vikunnar Á að banna nagladekk? „Nei, þau bjarga lífum.“ Viktor Már Snorrason „Innanbæjar þarftu ekki á þeim að halda, en gott að geta haft þau utanbæjar.“ Hildur Jóhannesdóttir „Nei, ég þarf alltaf að fara yfir heiði og er svo örugg á þeim.“ Svava Brynja Bjarnadóttir „Alla vega hérna í bænum.“ Árni Bjarnason Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „ Hvernig myndi okkur líða ef Árna stofnun myndi brenna með öllum handritunum? Eða dómkirkjan á Hólum? Gamli Árbær?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.