Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Side 23
Páskablaðið 18. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Viltu horfa á Eurovision í 4K? 4K tæknin er búin að taka yfir í öllum nýjustu snjallsjónvörpum frá Sony og X-Motion Clarity tæknin skilar enn meiri og skarpari myndgæðum en þekkst hafa til þessa. Í verslun Origo er að finna mikið úrval af mögnuðum hljóm- tækjum frá Sony og Bose sem eru merki í fremstu röð. „Við erum með alla línuna í sjónvörpum frá Sony sem eru afar fallega hönnuð og með mikil gæði. Þau bjóða upp á fullkominn stuðning m.a. við Netflix og Youtube. Sony sjónvörpin sem við erum með í sölu hafa verið afar vinsæl og eru þau á tilboði hjá okkur núna. Ný kynslóð Sony sjónvarpstækja er síðan væntanleg til okkar í verslunina um næstu mánaðamót,“ segir Daníel Þór Valsson, starfandi verslunarstjóri hjá Origo. Sony í fremstu röð Daníel segir að Sony sé í fremstu röð þegar kemur að sjónvarpstækjum. „4K tæknin er búin að taka yfir í öllum nýjustu snjallsjónvörpum frá Sony og X-Motion Clarity tæknin skilar enn meiri og skarpari myndgæðum en þekkst hafa til þessa. Sony er með OLED og LED snjallsjónvarpstæki. OLED tækin frá Sony eru sérstök að því leyti að hátalararnir eru inn- byggðir í skjáinn þannig að hljóðið berst í gegnum hann. Þetta býður upp á betra hljóð og meiri upplifun. Ef einhver er t.d. að tala hægra megin á skjánum þá berst hljóð frá hægri hlið tækisins. Í nýju 2019 línunni er búið að færa þessa tækni yfir í LED tækin líka. Flest Sony sjónvörpin sem eru í sölu eru með Android stýrikerfi frá Google.“ Rolls Royce heimabíókerfanna Daníel segir að í hljómtækjunum séu hljóðstangir mjög vinsælar eða svokallað soundbar. „Fólk er að tengja bassaboxin við þau. Við erum með hljóðstangir sem eru með Dolby Atmos hljóðtækni sem býður upp á gríðarlega mikil hljómgæði. Netfl- ix er m.a. að bjóða upp á efni með Dolby Atmos. Við erum með þrjár tegundir af hljóðstöngum frá Sony sem eru með þetta nýja kerfi. Allar hljóðstangir eru með innbyggt Google Chrome Cast og Google Assistant. Hljóðstangirnar eru vel hannaðar, taka ekki mikið pláss og lúkka vel fyrir framan sjónvarpstækin. Við erum einnig með hljómtæki frá Bose. Bose er fremst í sinni röð hvað varðar hljómgæði og hefur fengið ótal verðlaun fyrir sína tækni. Við erum með þrjár tegundir hljóðstanga frá Bose og einnig Bose 5,1 hljómkerfi Livestyle 650 sem er eins og Rolls Royce í heimabíóum og hljómkerfum í dag.“ Það er upplifun að versla hjá Origo „Við leggjum mikla áherslu á að upplifunin í verslun Origo sé fyrsta flokks. Við viljum að fólk geti komið inn í verslunina og prófað og upplifað sjónvörp og hljómtæki við bestu aðstæður. Við erum til dæmis með magnað Bose herbergi þar sem fólk getur prófað og upplifað Bose gæði. Það er skemmtilegt að geta boðið upp á svona upplifun og við finnum það á viðskiptavinum að þeir eru ánægðir með þetta. Við ætlum að einblína á að bjóða upp á upplifun í framtíðinni því það er það sem fólkið vill,“ segir Daníel enn fremur. Sjá nánar á vefsíðu Origo, origo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.