Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Page 37
FÓKUS 3718. apríl 2019 I ngibjörg Anna Björnsdóttir var sófaklessa að eigin sögn og hafði aldrei hreyft sig að ráði. Eftir að hafa tekið þátt í meistaraverk­ efni um hreyfingu og fundið ávinn­ inginn af reglubundinni hreyfingu ákvað hún að halda áfram og í dag hreyfir hún sig sjö sinnum í viku. Inga er fædd 1977 og starfar hjá Fjöleignum, þar sem hún situr í vinnunni að meðaltali átta klukku­ stundir á dag, svona eins og aðrir sem vinna hefðbundna skrifstofu­ vinnu. „Ég hef aldrei hreyft mig í gegnum árin, bara svona einstaka sinnum farið í ræktina og gefist upp, þú veist hvernig þetta er. Mað­ ur byrjar í janúar og september og hættir í febrúar og október,“ segir Inga. Fyrir tveimur og hálfu ári veiktist Inga alvarlega. „Ég var á pillunni og fékk mjög slæma lungnatappa og lá á spítala í nokkra daga, náði ekki að anda og gat ekki hreyft mig án að­ stoðar.“ Nokkru seinna sá Inga auglýs­ ingu á Facebook frá íslenskri stúlku sem var að skrifa lokaritgerð sína við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hana vantaði einstaklinga til að taka þátt í verkefni, sem fólst í því að ganga 30 mínútur á dag í 30 daga og svara fjórum spurningum þrisvar sinnum; við upphaf, miðju og lok verkefnisins. Þátttakendur þurftu einnig að senda Snapchat­ færslu af sér á göngunni, sem stað­ festingu á hreyfingunni. „Ég hugsaði með mér: „Andskotinn þetta eru 30 mín­ útur á dag, ég hef ekki efni á því að að sleppa því að taka þátt“,“ seg­ ir Inga, sem skráði Önnu Boggu, vinkonu sína, líka og lét hana svo vita af skráningunni. „Þú ert asni, en það er allt í lagi,“ sagði vinkon­ an, en tók líka þátt og kláraði verk­ efnið eins og Inga, þó að þær hafi ekki alltaf gengið saman. „Ég hafði það þannig að ég kom heim úr vinnunni og skipti strax um galla og fór út. Verkefninu lauk 1. apríl í fyrra og ég fann að þrekið jókst svo mikið og mér leið svo vel í lungun­ um,“ segir Inga, sem segist þó ekki hafa farið hratt yfir. Ávinningurinn var þó ekki bara líkamlegur. „Okk­ ur leið líka svo vel andlega, vorum miklu jákvæðari og hressari, og leið bara yfirhöfuð vel á allan máta.“ Þjóðvegur 1 genginn á innan við ári Vinkonurnar gengu áfram eftir að verkefninu lauk. „Í júní vildum við halda áfram og gerðum Facebook­ ­síðu þar sem við buðum fólki að vera með og ganga með okkur. Það voru um 15 manns sem skráðu sig, einu sinni í viku hittumst við öll saman. Sumir skráðu sig en gerðu ekkert, meðan aðrir voru með,“ segir Inga. „Þegar komið var fram í ágúst var ég komin með ógeð á rign­ ingunni og alveg að gefast upp og sófinn farinn að vera mun meira spennandi en rigningin. Þá stakk Elfa Björk, vinkona mín, upp á að ég myndi endurnýja markmiðið og ganga þjóðveg 1 á einu ári,“ segir Inga sem hló bara að upp­ ástungunni, en eftir að hafa sett dæmið upp í Excel sá hún að það var vel framkvæmanlegt og hún lauk hringnum á 361 degi. Inga byrjaði í ræktinni í október samhliða göngunni og í dag fer hún í ræktina þrisvar í viku og geng­ ur fjóra daga í viku á móti. „Ég er með þjálfara í ræktinni sem skipar mér fyrir. Þú veist hvernig það er ef maður mætir sjálfur, þá dugar það í þrjár vikur, svo fer maður að missa úr mætingu og hættir með alls konar afsökunum. Ég held að allar konur á íslandi þekki þetta og hafi upplifað þetta.“ Spennubækur drífa Ingu áfram „Fyrst setti ég bara góða tónlist á þegar ég fór út að ganga. Í dag hlusta ég á spennandi bækur sem er bannað að hlusta á nema þegar ég er að ganga og ef bókin er mjög spennandi þá neyðist ég til að ganga lengur eða fara oftar út,“ seg­ ir Inga. „Ég er með Storytel og um daginn gekk ég 13 kílómetra af því ég tímdi ekki að fara inn, þetta var hrikalega góð bók. Þegar veðrið var sem verst í vet­ ur þá fór ég samt út og ef ég var al­ veg að gefast upp og nennti ekki að hlusta á sögu eða tónlist þá hringdi ég oft í Lillu frænku mína sem spurði hvert ég væri komin þá og sagði mér síðan sögu af fjalli eða öðru við þjóðveginn þar sem ég var komin í göngunni við hvert og eitt símtal. Þannig að ég fékk góða sögustund úr göngunni líka. Frænka mín er fróð um Ísland þannig að ég fékk fjölmargar sögur út úr þessu, sem gera mig líka vitr­ ari. Ég er búin að lækna sjálfa mig á að þrjóskast áfram, þó að ég verði aldrei 100 prósent aftur, en ég er langt komin. Núna er ég að fara upp á Úlfarsfell og niður aftur og ekkert mál, í upphafi komst ég ekki upp götuna heima hjá mér. Ég hleyp ekki mikið, en ég strunsa. Þetta er ekkert mál þegar maður bara byrjar.“ En hver er ávinningurinn í dag af göngunni? „Fyrir utan að ég er búin að missa 20 kíló þá næ ég að anda án þess að erfiða,“ segir Inga. „Mér líður bara allri betur og það er allt auðveldara. Ég myndi allan daginn benda fólki á að fara út. Stattu upp fyrir sjálfri þér og ekki bíða eftir neinum öðrum.“ n ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir faratækja MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12•577 1515•skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta Ingibjörg læknaði sjálfa sig og gekk hringveginn á innan við ári „Þetta er ekkert mál þegar maður bara byrjar Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.