Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Qupperneq 39
FÓKUS - VIÐTAL 3918. apríl 2019 og og eftir fyrsta mótið þá vissi ég að það yrði ekki aftur snúið. Ellefu árum seinna er ég búin að keppa 14–15 sinnum. Það er eitthvað við að sigra sjálf- an sig, þessi tilfinning og upplifun er alveg óháð því hvaða sæti mað- ur lendir í, en ég er mikil keppnis- manneskja og stefni alltaf á topp- inn. Það er ógeðslega erfitt að komast í gegnum ferlið fyrir mót, sem er vanalega 12 vikna niður- skurður, og enn í dag skil ég ekki alveg hvernig ég fer í gegnum það, maður fer í eitthvert „zone.“ Það er mikill agi, skipulag og metnað- ur sem fylgir og þetta er alls ekki fyrir alla.“ Öðruvísi upplifun að keppa á erlendu móti Unnur hefur mest keppt hér heima, en hefur nýlega keppt á tveimur mótum erlendis, í Dublin (Limerick) á Írlandi, þar sem hún náði 1. sæti í sínum hæðarflokki, og í London (Watford) á Englandi, þar sem hún náði 4. sæti í sínum hæðarflokki. „Að keppa erlendis er öðruvísi upplifun en hér heima, dómararnir eru auðvitað erlendir og maður þekkir nánast engan. Hér heima kannast maður yfirleitt við alla. Það var frábært að vinna á Írlandi og standa í lokin á sviði með hinum sem unnu sína flokka. Af þeim hópi er síðan valinn heildarvinningshafi. Á Írlandi vor- um við þrjár í mínum flokki, allar mjög líkar og frekar jafnar og það kom mér skemmtilega á óvart að vinna það mót.“ Unnur náði að sameina ferðina sem keppnis- og skemmtiferð því systir hennar, Hanna Rún, sem er Íslendingum að góðu kunn sem margverðlaunaður dansari, fór með, Unni til halds og trausts. „Það er bara brandari að vera með henni, það er einhvern veg- inn allt gaman, mikið hlegið og all- ir dagar æðislegir. Við erum mjög samrýmdar. Hanna Rún sér alltaf um hár og förðun þegar ég er að keppa, hún hefur skreytt bikiníin mín og er bara alltaf til staðar, hún er ótrúlega dugleg og ég er mjög þakklát fyrir það. Við hittum Nik- ita, eiginmann hennar, í Dublin, þar sem hann kennir dans. Hann sýndi okkur borgina þvera og endi- langa og þetta var því vel heppnuð ferð að öllu leyti.“ Skyndiákvarðanir eru skemmtilegar Eftir smá hvíld tekur við undirbún- ingur fyrir næsta mót, sem er eftir ellefu mánuði, stórmótið Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum. „Ég er að komast í að lifa „eðlilegu lífi“ aftur. Ég er búin að vera hálft ár í niðurskurði og núna fer ég að vinna í því að bæta mig. Í undir- búningi fyrir Arnold þá er þriggja mánaða niðurskurður, þannig að ég hef níu mánuði til að vinna að bætingum, borða svolítið og svo tekur niðurskurðurinn við.“ Unnur segir að það geti þó vel verið að henni detti í hug að keppa á einhverju öðru móti á undan, enda hefur hún tvisvar keppt á mótum með aðeins tíu daga fyrir- vara. „Árin 2014 og 2017 var ég mjög lág í fituprósentu, sem ég er alla jafna ekki, þótt ég haldi mér alltaf í góðu formi. En þó að undir- búningurinn hafi bara verið tíu dagar, þá er hann strembinn líka, alveg eins og tólf vikna undir- búningur. Ég er svolítið hrifin af skyndiákvörðunum, þær eru mjög skemmtilegar, hvort sem þær tengjast keppnum eða ferðalög- um.“ Sonurinn setti skilyrði um verðlaun Unnur er einstæð móðir og segir það alveg ganga upp að æfa og þjálfa mikið með góðu skipulagi og stuðningi. Sonur hennar, Aron Óli, sem er orðinn níu ára gam- all, þekkir heldur ekkert annað og er dyggur stuðningsmaður móður sinnar. „Hann er aðra hverja viku hjá pabba sínum og þegar hann er hjá mér þá er meira að gera og ég þarf að skipuleggja mig bet- ur. Ég viðurkenni alveg að það var erfitt að vera ein í fullri vinnu, æfa tvisvar á dag og vera með barn sem þarf að sinna, en mér hefur tek- ist það ágætlega, hef náð að halda góðri rútínu og vera skipulögð. Ég fæ líka góða hjálp frá foreldrum mínum ef ég þarf á að halda. Sonur minn hefur mætt á öll mót sem ég hef keppt á hér heima. Hann setti eitt skilyrði þegar ég fór út núna að keppa; að ég kæmi heim með verðlaun í skápinn heima í stofu. Trítið er góð máltíð og nammipoki „Það er alltaf einn nammidagur í viku, annars myndi ég ekki nenna þessu, og þá fer ég yfirleitt út að borða og fæ mér góðan mat, oftast steik með meðlæti og góðri sósu. Trítið mitt er máltíð og dessert og dessertinn er smá nammipoki. Það verður að vera einhver gulrót, aðeins að næra sálina. Við fáum bara einn líkama og eina heilsu og það er eins gott að fara vel með hvort tveggja. Ég kýs að þjálfa þá sem kjósa heilbrigðan lífsstíl. Það þarf hver og einn að finna sér hreyfingu sem höfð- ar til viðkomandi, hún á ekki að vera kvöð. Það þarf líka að finna jafnvægi í mataræðinu, það er bara persónubundið hvað hent- ar hverjum og einum. Það þarf að vera jafnvægi milli hreyfingar, mataræðis og hvíldar. Minn gullni meðalvegur er 80 prósent hollt og 20 prósent það sem ég leyfi mér, sem er ekki eins hollt, hvort sem það er í formi sælgætis, rauðvíns- glass eða einhvers sem er smá trít.“ Fyrir þá sem eru að byrja, hvort sem það er eftir langa pásu eða fyrir þá sem hafa aldrei stundað líkamsrækt, mælir Unnur með að því að farið sé rólega af stað, þjálf- ari fenginn og þannig lærð réttu handtökin. Sjálf er Unnur hjá einkaþjálf- ara og segir það nauðsynlegt og sérstaklega fyrir mót. „Ég gæti þetta aldrei sjálf, þótt ég viti ná- kvæmlega hvað það er sem þarf að gera. Þótt maður sé einkaþjálf- ari þá er maður of góður við sjálf- an sig og maður er ekki vélmenni og getur átt slæma daga. Þá er gott að leita til einhvers, sem hvetur mann áfram og fylgist með manni. Konni sér um að gera matar- og æfingaplan fyrir mig og ég fer al- veg eftir því, og svo í tólf vikna ferl- inu taka mælingar við á vikufresti og maður vill standa sig fyrir þjálf- arann, þótt ég sé fyrst og fremst að þessu fyrir sjálfa mig.“ En finnst þér þú vera að fórna einhverju fyrir fitnessið? „Ég reyni að vera dugleg að mæta í allt, veislur, bíó og annað sem mér er boðið í, nema svona undir lokin á undirbúningnum þegar ég er orðin extra þreytt og þá ég verð líka svolítið viðkvæm. Þá er ég ekkert að mæta í til dæm- is saumaklúbb þegar ég veit að þar verður fullt af kræsingum, ég geri sjálfri mér það ekki og það skilja það bara allir. Ég mæti líka oft í veislu með nesti með mér og það vita allir af hverju. Árið 2014 þegar ég keppti með stuttum fyrirvara var ég að læra einkaþjálfarann og sleppti staðarlotu sem var sama dag og mótið. Það olli því að ég féll í áfanganum og þurfti því að taka hann aftur og útskrifaðist því hálfu ári seinna. Ástæðan fyrir því að ég er búin að keppa svona oft er stuðnings- netið sem ég er með: foreldrar mínir, systur og vinkonur mínar, hafa öll stutt mig alveg frá fyrsta móti. Ég hef aldrei fengið neikvæð viðbrögð frá fólkinu mínu. Það skilja þetta auðvitað ekki allir og þá aðallega hvað mataræðið varð- ar. Ég ætlaði að vera löngu hætt að keppa og hef oft sagt það, en ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár.“ n Gott bakland Unnur ásamt foreldrum sínum, Eygló og Óla, sem styðja hana í einu og öllu. Fyrstu verðlaun Unnur með fyrstu verðlaunin eftir mótið á Írlandi. Sonurinn Aron Óli Dyggasti stuðnings- maður móður sinnar. Verðlaunaskápurinn Unnur stóð við loforðið og kom heim með verðlaun í skápinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.