Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Blaðsíða 49
SAKAMÁL 4918. apríl 2019 24 ára kærasta Bandaríkjamannsins Dennis Waynes Eaton, Judy McDonald, var á meðal fjögurra fórnar­lamba hans. Þann 20. Febrúar, 1989, voru Dennis og Judy í Shenandoa­sýslu í Virginíu­fylki og á flótta undan lög­ reglunni. Þau vantaði farartæki og greip Dennis til þess óyndisráðs að skjóta til bana 26 ára karlmann, Walter Custer yngri, og Ripley Marston eldri, sem var 68 ára, og taka bifreið þeirra traustataki. Á flóttanum voru skötuhjúin stöðvuð af lögreglumanninum Jerry Hines, en hann hafði ekki erindi sem erfiði, var skotinn tvisvar og skilinn eftir í blóði sínu þar sem hann síðan dó. Í kjölfar mikillar eftirfarar lögreglunnar ók Dennis á símastaur í Sal­ em og sá að um tapað spil var að ræða. Einhverra hluta vegna ákvað hann að senda Judy inn í eilífðina áður en hann var handtekinn. Dennis fullyrti síðar að Judy hefði skotið Jerry Hines, en sú fullyrðing féll ekki í frjóan jarðveg hjá kviðdómnum við réttarhöldin. Hann fékk þrefaldan lífstíðardóm fyrir morðin á Walter, Ripley og Judy og dauðadóm fyrir morðið á lögreglumanninum. Dennis fékk banvæna sprautu þann 18. júní árið 1998.   Farðu inn á www.youtube.com og sláðu inn: Þá sérðu Microlift video Sjón er sögu ríkari Lithium Rafhlaða Aðeins 3 kg 2 ára ábyrgð Leiser skornir gaflar eru sterkir og sniðnir til að fara auðveldlega inn og út úr bretti.Tekur innan við mínútu að skipta um rafhlöðu. ETNA ehf. Til sýnis hjá Pmt, Krókhálsi 1. Upplýsingar og fyrirspurnir í síma 698 1539 - email: siggi@pmt.is cPx7PPYvNUM Rafdrifin lyfting og keyrsla Með einu handtaki er tjakki breytt úr rafmagnstjakki í handtjakk. UK/PG stórnbúnaður. Hágæðamótor. Traust drifhjól.    ET20MH-P 2,0t ET15MH-P 1,5t   ET15MH 1,5t ET20MH 2,0t                                                               ­ €   ‚      ­  ƒ   „…­   †       „†‡€ó­ ˆ „…­  ­        ­   „ €€‚  ˆ „…­€  ­ ˆ  †     „­‰Š ­       ­          MORÐIÐ Á AÐSTOÐARMANNINUM Í ATHERTON n Frú Clews hugðist fá morgunslúðrið sitt n Kom að mannlausri verslun n Í kjallaranum lá Walter í blóði sínu n Í upphafi rannsóknar fór lögreglan villur vegar „Þú getur sleppt manninum sem þú ert með í varðhaldi. Hann er ekki sekur. Hann kom ekki nálægt morðinu. morðsins í Atherton. „Þeir eru með rangan mann í haldi vegna þess máls. Veðlánarar myndu sverja hvað sem er,“ sagði hann við lögreglumann að nafni Chipchase. Þegar Chadwick var síðar færður fyrir dómara og ákærð- ur fyrir lestarstöðvaþjófnaði gaf Chipchase sig á tal við Bent og sagði honum hvað William Chad- wick hefði sagt. Bent fór til Williams og sagði að hann mætti vænta ákæru fyrir alvarlegri glæp en þjófnað. Sama rithönd Chadwick sagði við Bent að hann hefði vitað að hann yrði kærð- ur fyrir Atherton-morðið áður en langt um liði. Þann 29. október sagði William Chadwick við Bent: „Þú getur sleppt manninum sem þú ert með í varðhaldi. Hann er ekki sekur. Hann kom ekki nálægt því [morðinu]. Bent bað þá Chadwick að skrifa nafnið Fred Smith sem hann gerði möglunarlaust. Ekki fór á milli mála að um sömu rithönd var að ræða og á kvittunum veðlána- búðarinnar í Rochdale. Vitni voru kölluð til og öll bentu þau hiklaust á William Chadwick sem manninn í skartgripaverslun- inni í Atherton. Sagðist saklaus Hvað sem orðaskiptum Bent og Williams leið þá sagðist William saklaus af morðinu í Atherton þegar réttarhöld yfir honum hófust í Liverpool, 28. mars árið 1890. Verjandinn benti á hve óáreið- anleg vitni væru, enda hefðu sömu vitnin bent á Lorn á sínum tíma. Gætu þau ekki haft rangt fyrir sér núna, spurði verjandinn. Dómarinn benti þá á að William hefði haft í fórum sínum ýmsa muni sem stolið hefði verið í Atherton auk þess sem hann hefði veðsett muni undir nafninu Fred Smith, það gæti ekki verið tilviljun. Áður dæmdur Það tók kviðdómara innan við hálftíma að komast að niðurstöðu um sekt Williams Chadwick. Hann fékk tækifæri til að segja nokkur orð áður en dómur yrði kveðinn upp. Hann nýtti sér það og hélt svo langa ræðu að dómarinn neyddist til að fyrirskipa að hann yrði fjar- lægður úr stúkunni. Síðan var kveðinn upp dauða- dómur. Í ljós kom að Chadwick hafði ungur að árum byrjað að stela og lenti iðulega upp á kant við lög- in. Einnig hafði hann, árið 1882, verið dæmdur til sjö ára hegn- ingarvinnu eftir að hafa gengið í skrokk á gjaldkera í ráni í Radclif- fe. Gjaldkerinn lést síðar af áverk- um sínum. William Chadwick var tekin af lífi 15. apríl árið 1890. n Lestarstöðin í Eccles Vettvangur margra þjófnaða Williams Chadwick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.