Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 13
FÓKUS - VIÐTAL 1331. maí 2019
Felipe, í Mexíkóflóanum og þetta
er öðruvísi en margir stærri við-
burðir, það er enginn að reyna að
selja þér neitt, allir eru skemmti-
legir og kammó, enginn eitt-
hvað „fancy“. Sumir koma með 20
dollara fyrir nokkrum bjórum og
sofa í tjaldi á ströndinni og jafnvel
ekki í tjaldi. Á malarplani er útbú-
in lítil keppnisbraut, sem kallast
Circle of Death, brautin er meira
fyrir dirtbike, en þarna eru þeir að
koma á Harley-hjólunum og detta.
Þetta er bara fyndið og skemmti-
legt, þetta er pínu sama vinalega
stemning og er á Eistnaflugi. Þú
kemur þarna til að horfa á hina,
hafa gaman og vera með.
Strákarnir leigðu sér hjól úti
og fengu stór og vegleg hjól, tölu-
vert nútímalegri en margir aðrir
mættu á. Á fimmtudegi voru hjól-
in sótt og hjólað um Los Angeles.
„Það er nauðsynlegt að kynnast
hjólunum, umferðinni, vegakerf-
inu og þeim reglum sem gilda
þarna. Í LA má „lane sharea“, það
er að keyra á milli bíla, sem kem-
ur sér vel í mikilli umferð og gam-
an að sjá hversu flestir sýna manni
mikla tillitssemi og færa sig þannig
að þú komist leiðar þinnar fyrr og
örugglega, þó með undantekning-
um,“ segir Birgir Axelsson.
„Seinna á fimmtudegi var hist
á House of Machines í miðbæ LA,
flottur staður, og héldum við smá
kveðjupartí með vinum klúbbsins.
Og þess má geta að einkunnarrorð
staðarins eru „Dont Be A Dick“
sem hljómar kunnuglega,“ segir
Birgir, sem er einn eigenda rokk-
hátíðarinnar Eistnaflug, þar sem
einkunnarorðin eru „Ekki vera fá-
viti“.
„Á föstudeginum var mæting
eldsnemma við Starbucks-stað í
Burbank þar sem hópurinn hittist,
við frá Íslandi, Rick og Chris frá LA-
-hópnum ásamt þeim Nick Bara-
nov úr hljómsveitinni Rattlehead
og hinn Nick sem slógust í för með
okkur er þeir fréttu að við vær-
um að fara ásamt Melanie Ladish
og annarri vinkonu sem komu á
„chase vagon“ á eftir okkur með
vistir og annað ef eitthvað skyldi
koma upp á. Það er ekkert verra
að vera fleiri en færri þegar farið er
í svona ferð, sérstaklega þar sem
Mexíkó er kannski pínu óútreikn-
anlegt svæði en á sama tíma þá er
þetta krefjandi ferð. Hættuleg um-
ferð, mikill hraði og því nauðsyn-
legt að menn séu vanir hjólarar og
kunni að hjóla í hóp. Rick leiddi
hópinn, fór yfir reglur hópkeyrsl-
unnar, hvert yrði farið, hvaða leið
og svo framvegis.
Því næst lá leiðin beint út á
næstu hraðbraut og brunað í átt
að Calexico þar sem var stopp-
að í hádegismat og til að kaupa
mexíkóska tryggingu sem er
nauðsynlegt að gera áður en þú
ferð yfir landamærin, Við erum á
dýrum hjólum og allt getur gerst.
Landamæraeftirlit inn í Mexíkó
er ekki merkilegt og flestir fara þar
inn án þess að þurfa að stoppa
mikið, hvað þá að sýna einhverja
pappíra, og því er bara brunað
þar í gegn, stuttu seinna er farið í
gegnum hereftirlit og þar getur allt
gerst en við fengum að bruna þar
yfir líka. Þegar framhjá því er kom-
ið blasir bara við íslenskur þjóð-
vegur eins langt og augað eygir,
þurrt sólríkt veðurfar, ryk og eyði-
mörk, ásamt fallegum rauðgul-
um bergklettum og kaktusum sem
yndislegt er að hjóla í. Þar slakn-
ar á stressinu eftir borgartraffíkina
og cruise controlið sett á, maður
kemur sér þægilega fyrir á hjólinu
og finnur vindinn leika um sig í
þessu framandi landslagi og stefn-
an sett á San Felipe og vorum við
komnir þangað um það leyti sem
sólin var að setjast,“ segir Birgir.
Keyrslan er 7–8 klukkustundir
með stoppum frá Los Angeles og
á leiðinni er margt hægt að skoða
og bralla. Til dæmis að vinna sér
inn „nektarmerki“ með því að
hjóla nakinn fimm mílur. Í ár áttu
þrír félaganna eftir að skella sér úr
hverri spjör. „Tveir þeirra guggn-
uðu, en Dóri er alltaf til í allt og tók
fimm mílurnar eins og berserkur,“
segir Arnold.
„San Felipe er fallegur bær við
ströndina í Kaliforníuflóa þar sem
búa um 18 þúsund manns. Við
leigðum fallegt þriggja hæða hús
við ströndina og ákváðum að taka
þægindin á þetta þar sem margir
af okkur erum að ferðast langa
leið. Það má segja að allur mið-
bærinn sé undirlagður af mót-
orhjólum en aðalsvæði „ground
zero“ El Diablo er Rubens Camp,
þar sem ómar tónlist allan sólar-
hringinn, hljómsveitir á kvöldin
og nóttunni, fæstir sofa, baða sig í
sjónum og halda gott partí. Margir
leigja sér kojur í opnum kofum
undir berum himni og aðrir tjalda
á ströndinni og sumir bara með
eitt teppi eða poncho til að leggja
sig á,“ segir Birgir.
Árið 2017 kynntust strákarnir
flúrlistamanninum Michael Gu-
adelupa Jordan og fengu sér flúr,
í ár var sama hefð og allir fengu
sér flúr með merki El Diablo Run.
„Þetta er skemmtileg hefð sem
vonandi er komin til að vera og
við ætlum 100% aftur eftir tvö ár,“
segja þeir félagar.
Enginn metinn eftir atvinnu
sinni
„Sportið er rosalega skemmtilegt
og snýst ekki bara um að hjóla.
Þetta felst líka í að grúska, spá og
spekulera, sparka í dekk og menn
geta stundað það einir eða með
vinum og fjölskyldu. Þú spáir í
sportið allt árið og ef það er ekki
veður til að fara út að hjóla þá
ertu bara að grúska í skúrnum eða
klúbbhúsinu,“ segir Arnold.
Það skemmtilega við þetta
samfélag er að það er enginn að
spá í hvað þú vinnur við, hvort þú
ert bankakall, lögfræðingur eða at-
vinnulaus. Fólk er að skoða hvern-
ig hjóli þú sért á, hvað sé mikið af
þræðinum eftir á dekkjunum hjá
þér og öðru slíku. Við erum fyrst
og fremst bara gaurar sem höfum
gaman af mótorhjólum.“ n
Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum
Hornsófi hægri eða vinstri
Verð nú 49.950 kr.Verð nú 159.415 kr.
Verð nú 59.415 kr.
Verð nú 34.950 kr.
Verð nú 59.940 kr.
Verð nú 44.950 kr.
Sorento tungusófi Roberto hvíldarstóll
Malmö hvíldarstóll Stockholm hvíldarstóll
10%
AFSLÁTTUR
Verð nú 199.920 kr.
15%AFSLÁTTUR
Verð nú 245.415 kr.
Við erum fyrst og
fremst bara gaurar
sem höfum gaman af
mótorhjólum
Klúbbarnir sameinaðir Strákarnir í
klúbbunum tveimur.
Fengu sér allir merki hátíðarinnar
Kiddi sáttur í stólnum hjá Jordan.
Hringur dauðans (Circle of Death)
Þar sem mótorhjólakappar koma saman
verður að vera kappbraut.