Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 53
Hlaupablað 31. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ Laugardaginn 14. september 2019 fer Volcano Trail Run fram, sem haldið er í sjötta sinn á vegum Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup. Umhverfis Tindfjöllin Hlaupinn er svokallaður Tindfjallahringur sem er 12 kílómetra langur. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal. Skráning er hafin Þar til 30. júní kostar 7.900 kr. að skrá sig í hlaupið. Eftir það og fram til 10. september er verðið 8.900 kr. og svo er verðið komið upp í 12.900 kr. þar til skráningu lýkur, 14. september. Hámarksfjöldi í hlaupið fyrir árið 2019 er 150 manns. „Þetta er vinsælt hlaup og er æskilegt að skrá sig snemma ef maður hefur áhuga á að taka þátt,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir hlaupastjóri. Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er hægt að bóka gistingu í Húsadal hér á vefsíðunni volcanohuts.is. Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Verðlaun verða svo veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna. Volcano Trail Run

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.