Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Qupperneq 66
66 31. maí 2019 E ftirminnilegt partí á vegum Landsbankans var haldið í Mílanó í september 2007. Tvær einkaþotur flugu með 300 boðsgesti til ítölsku borgar- innar þar sem gist var á einu allra flottasta hótelinu, Principe di Davoia. Auk þeirra var 20 öðrum boðið sem komu sjálfir til Ítalíu á einkaþotum. Allir helstu stjórn- endur Landsbankans voru að sjálfsögðu í partíinu sem haldið var í 15. aldar hallargarði. Það sem vakti hvað mesta athygli voru þó veitingarnar sem boðið var upp á, en þar á meðal var risotto með gullflögum. Að gefnu tilefni rifjar DV hér upp nokkur eftirminnileg „bruðl“ sem ratað hafa í fjölmiðla undan- farin ár og þá ekki síst á árunum fyrir hrun. Tom Jones skemmti gestum Nýárspartí Ármanns Þorvalds- sonar, þáverandi forstjóra Kaup- þings í Bretlandi, urðu fræg á góð- æristímabilinu. Toppnum var þó líklega náð um áramótin 2005 til 2006. Í veislunum árin á undan hafði Ármann stigið á svið og sungið lög Tom Jones. „Why get the cheap Icelandic version if you can get the real act?“ sagði Ármann við veislugesti í partíinu þann 1. jan- úar 2006. Því næst steig Tom Jo- nes sjálfur á svið ásamt tuttugu manna hljómsveit og skemmti gestum í rúmlega klukkutíma. Ári síðar hélt Ármann ennþá veglegra partí og að þessu sinni sá rokksveitin Duran Duran um að skemmta gestum. Á þessum árum rötuðu fleiri glæsiveislur íslenskra auðkýf- inga í fréttir hér heima og er- lendis. Fertugsafmæli Björg- ólfs Thors Björgólfssonar var á meðal þeirra sem stóðu upp úr. Þannig var því lýst í frétt DV í október 2008: „Hann sérpantaði farþega- flugvél fyrir gesti sína en vél- in var öll innréttuð eins og lúxus-farrými í einkaþotu. Gestirnir voru 130 talsins en þeir vissu ekkert hvert ferðinni væri heitið þegar þeir mættu út á Keflavíkurflugvöll. Það eina sem fylgdi boðinu var að fólki var bent á að hafa létt- an klæðnað og strandfatn- að meðferðis. Flugstjórinn tók stefnuna á Jamaíka þar sem afmælið var haldið í gríðar- stórum kastala sem ber nafnið Trident. Skemmtikraftarn- ir í afmælinu voru ekkert slor. Aðalnúmerið var bandaríski rapparinn 50 Cent sem, eins og Björgólfur Thor, byrjaði á botninum en vann sig síð- an upp og er nú einn af tekju- hæstu tónlistarmönnum í heimi.“ Fimmtugsafmæli athafna- mannsins Ólafs Ólafssonar í ársbyrjun 2007 var heldur ekki af verri endanum. Afmælið var haldið í Ísheimum, kæligeymslu á vinnusvæði Samskipa í Kjalar- vogi í Reykjavík og var hún sér- útbúin fyrir afmælið. Frystivörumiðstöðin var in- réttuð sem veiðikofi með tilheyr- andi kostnaði, enda Ólafur ann- álaður veiðiáhugamaður. Ólafur flutti meðal annars inn kokka frá hinu fræga veitingahúsi Nobu í London til að elda ofan í gestina, auk þess sem matreiðslumenn frá Argentínu og Þremur Frökk- um komu að veislunni. Meðal annars var boðið upp á gíraffa og sebrahestakjöt. Síðast en ekki síst var sjálfur Elton John fenginn til að skemmta gestunum en Ólafur er sagður hafa greitt söngvaran- um milljón dollara, um 70 millj- ónir króna á þeim tíma, fyrir að spila í afmælinu. 200 gestir til Mónakó Þá er komið að Baugsdeginum fræga og veisluhöldunum. Í maí 2007 var yfir 200 starfsmönnum og viðskiptafélögum Baugs flogið út til Mónakó á einkaþotum. Gist var á lúxushótelinu Monte Carlo Bay Hotel í tvær nætur. Í hverju herbergi var gjafapoki fyrir gesti sem innihélt Perrier- -Jouët-kampavín, kerti og bað- olíur frá Jo Malone og sérpönt- uð handklæði þar sem farið var yfir dagskrána. Skemmtikraftarn- ir voru ekki af verri endanum: goðsögnin Tina Turner og breski grínistinn Jonathan Ross. Þess má geta að á þessum tíma var Ross hæstlaunaði sjónvarpsmað- ur Bretlands, með sex milljónir punda í árslaun. Borgaði 13 milljónir en fór aldrei Í maí 2005 greindi DV frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði borgað 13 milljóna króna þátt- tökugjald til að fá að keppa með Hollywood-stjörnum, milljarða- mæringum og kóngafólki í hin- um fræga glæsibílakappakstri Gumball 3000 í Mónakó. Það varð þó ekkert úr þátttöku Jóns Ásgeirs þar sem hann ákvað að fara frekar til Kína með forseta Íslands og föruneyti hans. Hann sendi því frændur sína, Vilhjálm og Jón Þór Einarssyni, í staðinn og lánaði þeim Aston Martin-bif- reið sína. Ari Eldjárn og Logi Bergmann í fermingarveislu Í apríl 2011 sagði DV frá íburðar- mikilli fermingarveislu sonar auð- mannsins Þórðar Más Jóhann- essonar, fyrrverandi forstjóra Straums-Burðaráss og Gnúps. Samkvæmt heimildum DV bauð fjölskyldan til heljarinnar veislu á Hilton hótel Nordica af því tilefni. Heimildir hermdu að um 150 manns hafi verið í veislunni sem var mjög íburðarmikil og ekkert var til sparað í mat eða drykk. „Mér finnst þetta bara alveg gaga,“ sagði heimildarmaður í samtali við DV en sjónvarpsmaðurinn Logi Berg- mann Eiðsson var veislustjóri og Ari Eldjárn uppistandari sá um að skemmta veislugestum. Í júní 2007 sagði tímaritið Sirkus frá því að athafnamaður- inn Sigurður Bollason hefði tek- ið sig til og leigt ballettsal og þrjá kennara einu sinni í viku fyr- ir þriggja ára gamla dóttur sína. Ástæðan var sú að dóttir hans vildi byrja að æfa ballett árið áður en fékk synjun þar sem aldurstak- markið er þriggja ára. Það vakti sömuleiðis mikla athygli í september 2007 þegar Séð og heyrt birti frétt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði gefið 17 ára gamalli dóttur sinni Range Rover bifreið og íbúð að gjöf. Jón Ásgeir var einn af eigendum Birtings á þessum tíma. Stuttu seinna lét Mikael Torfason, aðal- ritstjóri Fróða og ritstjóri Séð og heyrt af störfum. Glæsiveislunum hefur fækkað síðustu ár en eitt nýlegasta dæm- ið er fimmtugsafmæli Skúla Mog- ensen, fyrrverandi forstjóra WOW Air, í ágúst á síðasta ári. Veislan var haldin í Hvammsvík í Kjósinni og var öllu tjaldað til. Jakob Frímann Magnússon sá um veislustjórn og skemmti- atriðin voru ekki af verri endan- um. Stuðmenn léku fyrir dansi og þá stigu einnig á svið söngv- ararnir Daníel Ágúst og Högni Eg- ils ásamt Dj Margeiri. Öllu var svo slúttað með glæsilegri flugelda- sýningu. Fréttir af veisluhöldun- um rötuðu í fjölmiðla. Einhverj- ir hristu hausinn og spurðu sig hvort sagan væri að endurtaka sig: Var þetta seinasta partíið áður en allt færi á hausinn? Sjö mánuð- um síðar var tilkynnt um gjaldþrot flugfélagsins. n FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR https://reykjavikdigital.is/ hallo@reykjavikdigital.is 419-0990 Við smíðum fallega, leitarvélavæna og skilvirka vefi sem virka hnökralaust í öllum tækjum og eru hannaðir til að selja þína vöru eða þjónustu á netinu. VEFSVÆÐIÐ ÞITT ER ÞAÐ MIKILVÆGASTA SEM ÞÚ HEFUR TIL ÞESS AÐ NÁ TIL ÞÍNS MARKHÓPS. Settu vefmálin í góðar hendur Frægustu íslensku eyðsluf ylleríin Það var engu til spar- að í fimmtugsafmæli auðmannsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.