Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 72
72 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR
Rúrik Gíslason –
Sá fallegasti í boltanum
R
úrik Gíslason, landsliðsmaður í fót-
bolta, leikur með Sandhausen í
næstefstu deild í Þýskalandi. Það er
þó ekki það eina sem hann gerir, því
á milli þess sem hann sparkar í bolta, situr
hann fyrir í auglýsingum, ferðast um heim-
inn og gleður fylgjendur sína með mynd-
um á samfélagsmiðlum.
Rúrik er vinsæll á Instagram með um
eina milljón fylgjenda, en eins og kunn-
ugir vita þá sprakk fjöldinn eftir að Rú-
rik kom, sá og sigraði á samfélagsmiðlum
þegar hann tók þátt á HM í fótbolta 2018,
en fjöldinn var aðeins um 30 þúsund fyr-
ir mótið. Það breyttist þó þegar Rúrik kom
inn á í leik Íslands og Argentínu en hinir
nýju fylgjendur þá voru að mestu suður-
amerískar konur.
Kærastan, Nathalia Soliani, hefur jafn-
vel verið ein þeirra, en hún er brasilísk fyr-
irsæta. Rúrik og Nathalia opinberuðu sam-
band sitt seint á síðasta ári og eru dugleg
að láta vel að hvort öðru á samfélagsmiðl-
um. Nýlega nutu þau lífsins í Las Vegas, þar
sem þau fóru meðal annars á tónleika Cé-
line Dion.
Nafn Rúriks er eitt af þeim sem Ís-
lendingar gúgluðu mest árið 2018, en að
meðaltali var leitað 2.400 sinnum í mánuði
að nafni hans á Íslandi. Umboðsmaður Rú-
riks var áður umboðsmaður ofurfyrirsæt-
unnar Naomi Campbell og telur hann að
Rúrik geti átt glæstan frama fyrir höndum
í fyrirsætubransanum, jafnvel orðið stærri
en Beckham, en mörg stór fyrirtæki vilja fá
Rúrik til að auglýsa vöru sína.
Rúrik ræddi við Auðun Blöndal í þriðju
þáttaröð Atvinnumannanna okkar, þar
sem hann blés á kjaftasögur þess efnis að
frægð hans og frami trufli fótboltann, hann
sé atvinnumaður í fótbolta, fyrst og síð-
ast. „Ég er fyrst og síðast fótboltamaður,
ég hef aldrei sleppt æfingu eða leik út af
Instagram.“
Tekjublað DV 2018: Tekna Rúriks var ekki
getið í því blaði, en í samantekt í grein Við-
skiptablaðsins í lok janúar kom fram að
Rúrik hefði þénað um 300–400 milljónir
króna á sínum atvinnumannsferli.
MYND: HANNA/DVMYND INSTAGRAM
Dagur B. Eggertsson – Umtalaður að nóttu sem degi
D
agur Bergþóruson Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, hefur gegnt embætti síðan árið 2014,
hann er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn
og fyrrverandi varaformaður flokksins. Sumar-
ið 2018 greindi Dagur frá því að hann hefði greinst með
sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og
getur lagst á líffæri eins og augu og hjartalokur, er hann
í sterkri lyfjameðferð í tvö ár eftir greiningu.
Dagur býr í hjarta miðbæjarins í fallegu húsi að
Óðinsgötu 8b, eigninni var skipt í þrjá eignarhluta
með eignaskiptayfirlýsingu sem þinglýst var 1. sept-
ember 2017, en Dagur og eiginkona hans eiga alla
eignarhlutana. Kjallara hússins hafa hjónin leigt út
fyrir verslunarrekstur, en minnst þrjár verslanir
hafa verið reknar í húsnæðinu.
Dagur hefur ávallt verið umtalað-
ur og gagnrýndur sem borgarstjóri, þar
á meðal í Braggamálinu svonefnda þar
sem farið var verulega fram úr fjárheimildum
við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík.
Við fyrirspurnir vegna málsins var hvergi í
Dag að ná, enda var ekki um myndvænt tæki-
færi að ræða.
Heimili: Óðinsgata 8b, 277,9 fm
Fasteignamat: 136.500.000 kr.
Dagur B. Eggertsson:
Tekjublað DV 2018: 2.093.000 kr.