Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Síða 72
72 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR Rúrik Gíslason – Sá fallegasti í boltanum R úrik Gíslason, landsliðsmaður í fót- bolta, leikur með Sandhausen í næstefstu deild í Þýskalandi. Það er þó ekki það eina sem hann gerir, því á milli þess sem hann sparkar í bolta, situr hann fyrir í auglýsingum, ferðast um heim- inn og gleður fylgjendur sína með mynd- um á samfélagsmiðlum. Rúrik er vinsæll á Instagram með um eina milljón fylgjenda, en eins og kunn- ugir vita þá sprakk fjöldinn eftir að Rú- rik kom, sá og sigraði á samfélagsmiðlum þegar hann tók þátt á HM í fótbolta 2018, en fjöldinn var aðeins um 30 þúsund fyr- ir mótið. Það breyttist þó þegar Rúrik kom inn á í leik Íslands og Argentínu en hinir nýju fylgjendur þá voru að mestu suður- amerískar konur. Kærastan, Nathalia Soliani, hefur jafn- vel verið ein þeirra, en hún er brasilísk fyr- irsæta. Rúrik og Nathalia opinberuðu sam- band sitt seint á síðasta ári og eru dugleg að láta vel að hvort öðru á samfélagsmiðl- um. Nýlega nutu þau lífsins í Las Vegas, þar sem þau fóru meðal annars á tónleika Cé- line Dion. Nafn Rúriks er eitt af þeim sem Ís- lendingar gúgluðu mest árið 2018, en að meðaltali var leitað 2.400 sinnum í mánuði að nafni hans á Íslandi. Umboðsmaður Rú- riks var áður umboðsmaður ofurfyrirsæt- unnar Naomi Campbell og telur hann að Rúrik geti átt glæstan frama fyrir höndum í fyrirsætubransanum, jafnvel orðið stærri en Beckham, en mörg stór fyrirtæki vilja fá Rúrik til að auglýsa vöru sína. Rúrik ræddi við Auðun Blöndal í þriðju þáttaröð Atvinnumannanna okkar, þar sem hann blés á kjaftasögur þess efnis að frægð hans og frami trufli fótboltann, hann sé atvinnumaður í fótbolta, fyrst og síð- ast. „Ég er fyrst og síðast fótboltamaður, ég hef aldrei sleppt æfingu eða leik út af Instagram.“ Tekjublað DV 2018: Tekna Rúriks var ekki getið í því blaði, en í samantekt í grein Við- skiptablaðsins í lok janúar kom fram að Rúrik hefði þénað um 300–400 milljónir króna á sínum atvinnumannsferli. MYND: HANNA/DVMYND INSTAGRAM Dagur B. Eggertsson – Umtalaður að nóttu sem degi D agur Bergþóruson Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur gegnt embætti síðan árið 2014, hann er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Sumar- ið 2018 greindi Dagur frá því að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augu og hjartalokur, er hann í sterkri lyfjameðferð í tvö ár eftir greiningu. Dagur býr í hjarta miðbæjarins í fallegu húsi að Óðinsgötu 8b, eigninni var skipt í þrjá eignarhluta með eignaskiptayfirlýsingu sem þinglýst var 1. sept- ember 2017, en Dagur og eiginkona hans eiga alla eignarhlutana. Kjallara hússins hafa hjónin leigt út fyrir verslunarrekstur, en minnst þrjár verslanir hafa verið reknar í húsnæðinu. Dagur hefur ávallt verið umtalað- ur og gagnrýndur sem borgarstjóri, þar á meðal í Braggamálinu svonefnda þar sem farið var verulega fram úr fjárheimildum við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík. Við fyrirspurnir vegna málsins var hvergi í Dag að ná, enda var ekki um myndvænt tæki- færi að ræða. Heimili: Óðinsgata 8b, 277,9 fm Fasteignamat: 136.500.000 kr. Dagur B. Eggertsson: Tekjublað DV 2018: 2.093.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.