Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 80
80 31. maí 2019 S ara María Aldrete fæddist 6. september, árið 1964, í Matamoros. Fátt frásagnar- vert er að finna í bernsku og unglingsárum hennar, en á því varð breyting þegar hún var rétt skriðin yfir tvítugt. Þá kynntist Sara manni að nafni Adolfo Constanzo. Adolfo var af kúbversku bergi brotinn. Hann gaf sig út fyrir að vera spámað- ur og var leiðtogi sértrúarsöfnuð- ar. Í gegnum Adolfo komst Sara í kynni við svartagaldur og hann gaf henni viðurnefnið La Madrina, Guðmóðirin, og hún var vígð inn í söfnuð hans. Fórnir og fornir helgisiðir Innan sértrúarsöfnuðarins var iðkaður hrærigrautur kúbversku trúarbragðanna Santería, helgi- siða stríðsmanna Asteka og Palo Mayombe, trúarbragða sem áttu rætur að rekja til afrískra þræla, einkum frá Kongó. Þetta samsull var síðan full- komnað með blóðfórnum. Hvað blóðfórnirnar áhrærði leitaði Adolfo hófanna á meðal eiturlyfjahöndlara sem urðu á vegi hans. Hann nauðgaði þeim áður en hann myrti þá. Líkamshluta þeirra notaði hann í fórnarathafn- ir sem fóru fram í gamalli vöru- skemmu, skammt frá Matamoros. Soðið í stórum potti Við fórnirnar voru einnig notuð lík fólks sem rænt var á götum úti, í grenndinni eða annars staðar. Stór hluti líkamshluta fórn- arlambanna var soðinn í stórum potti, „nganga“. Adolfo skipaði Söru næstæðsta leiðtoga söfnuðarins og fól henni að sjá um fylgjendurna þegar hann var fjarri, önnum kafinn við að smygla maríjúana inn í Banda- ríkin. Árið 1989 urðu morðin tíðari, en það var þó ekki fyrr en banda- rískur ferðamaður, Mark J. Kilroy, hvarf, sem söfnuðurinn fékk meiri athygli en hann kærði sig um. Óhugnanleg aðkoma Mark þessi var nemi við Texas-há- skóla og hvarf í vorfríi og það skipti sköpum að hann státaði af öflugu baklandi. Rannsókn leiddi lögregluna að „hofi“ söfnuðarins í Matamoros og Adolfo og Sara lögðu á flótta og söfnuðurinn allur fylgdi því for- dæmi. Í „hofinu“ fann lögreglan mannshár, heila, tennur og höfuð- kúpur og ljóst að þar hafði ýmis- legt óhugnanlegt átt sér stað. Síð- ar sagði einn lögreglumannanna: „Þegar við nálguðumst [hofið] þá fann maður fnykinn … blóð og rotnandi líffæri. Í stórum potti voru líkamshlutar af mönnum og geitarhöfuð með hornum.“ Fylgsnið finnst Þann 6. maí, 1989, fann lögreglan fylgsni söfnuðarins í Mexíkó-borg. Að sögn fyrirskipaði Adolfo fylgj- endum sínum að tryggja að hann lenti ekki lifandi í höndum lög- reglunnar. Í fylgsninu í Mexíkó-borg fann lögreglan Söru, lík Adolfos og Martins Quintana Rodriquez og fimm meðlimi sértrúarsöfnuðar- ins. Við yfirheyrslur sagði einn þeirra, Alvaro de Leon Valdez, að Adolfo hefði skipað honum að bana honum og helsta aðstoðar- manni hans, Martin Quintana Rodriques. Alvaro gerði eins og honum var skipað og skaut þá til bana með vélbyssu. Hann sagðist einnig hafa tekið þátt í morðinu á áðurnefndum Kilroy og fleirum. Til verndar smyglstarfsemi Sara sagðist hvorki hafa tekið þátt í né orðið vitni að morðum að minnsta kosti fimmtán manns. Þó var talið nokkuð víst að hún og Ad- olfo hefðu stýrt fórnarathöfnunum og öðrum helgisiðum innan söfn- uðarins. Þau hefðu talið að athafn- irnar myndu vernda smyglstarf- semina sem þau stunduðu. Alvaro og Sara fullyrtu bæði að Adolfo hefði framið stærsta hluta morðanna sem framin voru á býl- inu í Matamoros. Sara María Aldrete fékk sex ára dóm árið 1990 og árið 1994 var hún sakfelld fyrir fjölda morða og fékk 62 ára fangelsisdóm. Alvaro de Leon Valdez var ekki dæmdur fyrir Matamoros-morðin en fékk hins vegar dóm fyrir morðin á Adolfo og Martin Quin- tana. n SAKAMÁL H inn 31. ágúst, 2006, staðfesti Hæstiréttur Indlands dauðadóm yfir systrunum Seema og Renuka. Þær höfðu í félagi við móður sína, Anjanbai, og eigin- mann Renuka, Kiran Sinde, stundað smáþjófnaði. Við iðjuna beittu þau fyrir sig ungum börnum. Þau töldu ólíklegra að kona með ungt barn yrði talin þjófur. Því tóku þau upp á því að ræna börnum og ef börnin urðu til trafala voru þau einfaldlega myrt, oft á hinn óhugnanlegasta máta. Í einu tilfelli hengdu þau tveggja ára dreng upp á hvolfi og slengdu síðan höfði hans í vegg, þar til hann var allur. Systurnar voru handteknar í október 1996. Kiran var veiki hlekkurinn og eftir þrýsting af hálfu lögreglunnar upplýsti hann hana um hin ýmsu smáatriði í þessari skuggalegu starfsemi. Systurnar neituðu sök og Anjanbai lést meðan á réttarhöldunum stóð. Þegar upp var staðið voru systurnar ákærðar fyrir níu morð og sakfelldar fyrir fimm. Þær bíða örlaga sinna í fangelsi. MANNFÓRNIR Í MATAMOROS n Constanzo stundaði eiturlyfjasmygl n Sara María gekk í sértrúarsöfnuð hans „Þegar við nálguðumst þá fann mað- ur fnykinn … blóð og rotnandi líf- færi. Í stórum potti voru líkamshlutar af mönnum og geitarhöfuð með hornum. Sara María Aldrete Féll fyrir Adolfo og gekk í söfnuð hans. Adolfo Constanzo Stundaði mann- fórnir til verndar eiturlyfja smygli. „Nganga“ Í stórum potti voru líkamshlutar af mönnum. Adolfo og Martin Quintana Adolfo vildi ekki lenda lifandi í höndum lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.