Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 SBiÉSSlíIiQBKI Eyja- og Miklaholtshreppur Línrækt á Rauðkollsstöðum Hörinn skorinn upp sl. sumar. „Hugmyndin um að nota líntrefj- ar til að blanda í plastefni með gler- trefjurn eða í stað þeirra varð til þess að ég ákvað að kynna mér möguleika á ræktun líns á íslandi með það í huga að ffamleiða hrá- efhi fyrir plastverksmiðju okkar, Trefjar ehf. í Hafnarfirði,“ segir Auðun Óskarsson, bóndi á Rauð- kollsstöðum í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Auðun hefur nú um tveggja ára skeið ræktað lín á landi sínu að Rauðkollsstöðum og hefur upp- skeran verið eftirtektarverð. Jarðhiti nýttur til línvinnslu Lín er unnið úr hörstráum með svokallaðri feygingu en það er sú framkvæmd þegar línið er skilið úr hörstráinu og er miðað við að um 20-22% af líni fáist þannig úr hörnum. Lín skiptist í tvo megin- flokka, stutttrefjar og langtrefjar. Þær fyrrnefndu eru notaðar í plast- iðnaði en langtrefjar eru mest nýttar í spunaverksmiðjum. Feyg- ing ehf. er fyrirtæki sem hefur ver- ið stofnað um starf- rækslu verksmiðju í þessu skyni og er meiningin að byggja vinnsluna á jarðhita. Þegar hefur verið sett á fót lítil til- raunaverksmiðja á þeirra vegum til að þróa tæki og aðferð- ir en ekki er vitað til þess að jarðhiti hafi verið nýttur í þess- um tilgangi fyrr. Til- raunir af þessu tagi hafa verið gerðar um nokkurt skeið hjá Sicomb, rannsókn- ar- og þróunarfyrir- tæki í Svíþjóð. „Þessar tilraunir snúast helst um það að finna hagkvæma leið til að framleiða vistvæna plastvöru úr lífrænum efnum. I upphafi naut ég að- stoðar þeirra Ingi- bjargar Styrgerðar, veflistakonu og Smára Ólafssonar eiginmanns hennar en þau létu mér í té ýmsar gagnlegar upplýsingar um ræktun og vinnslu líns auk þess sem fyrstu frækornin komu frá þeim. Eftir- spurn eftir líntrefjum fer vaxandi og hefur notkun þeirra í plastiðn- aði aukist til muna. Astæðan fyrir því að líntrefjar þykja eftirsóknar- vert hráefni í plastiðnaði er sú að þar er um að ræða umhverfisvænan kost. Nú er lögð meiri áhersla á vistvæna framleiðslu þannig að þegar hlutverki vöru er lokið eyð- ist hún fljótt í náttúrunni nema að möguleiki á endurvinnslu sé fyrir hendi. Sem dæmi um kosti líntrefja í plastiðnaði má nefha tölvugeirann því stöðurafmagn eða núningsupp- hleðsla er lítil sem engin í vörum framleiddum úr líntrefjum. Auk þess er ofnæmi og kláðaóþol sem oft fylgir gerviefnum og glertrefj- um minna og jafnvel ekkert sé var- an unnin úr náttúrulegum trefjum eins og líni,“ segir Auðun. I vor var tveimur frætegundum sáð í akrana á Rauðkollsstöðum til að fá samanburð. I ljós kom að önnur tegundin kom mun betur út. Alls var sáð í sex hektara og var uppskera góð. Að sögn Auðuns var hún fyllilega sambærileg uppskeru bænda annars staðar í Evrópu eða 6-8 tonn af hörstráum á hvern hektara. Eins og fyrr segir var þetta ann- að árið sem Auðun sáir í einhverju magni en í ár var fyrst gengið alla leið þannig að þetta yrði véltækt. Þar sem hör er ekki sleginn heldur honum rykkt upp með rót var flutt inn upptökuvél frá Póllandi. Þegar hörinn hefur verið tekinn upp rað- ar vélin honum á akurinn og eftir þurrkun er hann tekinn upp með rúlluvél. Góðir möguleikar í ræktun og framleiðslu hörs á Islandi Auðun segir að nú sé orðið ljóst að ræktun og framleiðsla hörs á Is- landi sé vel möguleg. „Það er þó ljóst að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hjá okkur er um þrjá hlekki að ræða. Fyrsti hlekkurinn er ræktun og þar telj- um við okkur á góðri leið. Mikið ræktað land tdl sveita er lítið eða ekki í notkun. Ef vel tekst til gæti þetta aukið möguleika bænda til nýtingar lands og véla. Hins vegar styrkir Evrópusambandið sína bændur við ræktun líns verulega svo samkeppnin á markaði er mjög ósanngjörn. Það mun þó vera stefna EBS að leggja af þessa styrki fyrir árið 2005. Annar hlekkur er vinnsla líns úr hörstráum. Þar er möguleiki á að ná forskoti á keppi- nautana með nýtingu jarðhita við vinnsluna. Tilraunir hafa gengið vel og lofa góðu. Þessum tilraun- um stýrir Kristján Eysteinsson hjá Feygingu ehf. Þriðji hlekkur eru markaðs- og sölumál. Ljóst er að þörfin fyrir náttúrulega vöru á borð við líntrefjar hefur aukist á ný eftir mikinn samdrátt á svokölluð- um polyesterárum, þ.e. þegar framleiðsla úr gerviefnum var ráð- andi. Með aukinni áherslu á um- hverfisvernd er þróunin hins vegar að snúast við og sífellt er leitað vistvænni leiða í iðnaði. Markaður- inn fer þar af leiðandi vaxandi og eru því mikilir möguleikar fyrir góða vöru. Nefha má að stærð ís- lensks markaðar fyrir líntrefjar, til notkunar í plastiðnaði, áætlum við u.þ.b. 20 tonn á ári,“ segir Auðun að lokum. smh Auöun Óskarsson meö íslenskt og erlent lín í höndunum. Það íslenska erfeygt með hitaveituvatni og er þess vegna mun ftngerðara en hiö útlenda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.