Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 13
oBiisaunu.. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 13 Eyja- og Miklaholtshreppur Fimmtíu ára rafstöð á Þverá Núverandi rafstöðvarhís á Þverá. Þann 18. nóvember voru fimmtíu ár frá því að rafstöðin á Þverá var gangsett. Það var Jón Gunnarsson, faðir nú- verandi ábúanda, Halldórs Jónsson- ar, sem hafði ffumkvæði að því að rafstöðinni yrði komið upp. Hann var þá nýlega fluttur að Þverá ásamt konu sinni Kristínu Þorleifsdóttur og bömum. Þetta hafði nokkum að- draganda því tuttugu ámm fyrr hafði Þorleifur Sigurðsson, tengdafaði'r Jóns, látdð Ormsbræður mæla fyrir virkjun í Þverá en af ýmsum ástæð- um varð ekki úr framkvæmdum fyrr. Jón framkvæmdi rennslismælingar í eitt ár og hóf síðan að viða að sér vélum og efni. Rafstöð tekin í notkun 18. nóvember 1951 Rafstöðin var byggð sumarið 1951 og tekin í notkun 18. nóvember það sama ár. Allir hlutir nema stíflan og tréundirstöður vamspípunnar vom smíðaðir úr gömlu rafstöðinni sem var á Svanastöðum í Mosdal. Vélarnar keypti Jón ffá Svana- stöðum en það var Ingvar ísdal sem kom rafstöð þar upp. A ýmsu gekk með reksturinn þar. Krapavanda- mál vora í aðveituskurði og lítil fall- hæð varð til þess að framleiðsla varð lítil og stopul að vetri til. Lagðist reksmrinn því af og vél- búnaðurinn seldur. Vamspípan sem fylgdi var of stutt en viðbót við hana fékkst í Hveragerði og var grafin þar úr jörðu. Sú pípa hafði þjónað rafstöð hús- mæðraskólans þar. Þetta var tíu tommu trépípa girt með vír. Þessi pípa entist til 1968 en þá er sett spiralrör sem dugðu til 1995. Mikill framburður af fínum vikri er í Þverá og lónið var í upphafi lítið og mikill vikur fór með vatninu gegn- um pípuna og vélamar. Því slimaði vatnsvélin mikið og vamshjólið þurfd Jón tvívegis að smíða upp. Framleiðsla var í upphafi 7.5 kW. Núverandi vélarbúnaður er eftír- farandi: túrbína sem Jón gerði upp komin ffá Dönustöðum í Laxárdal og smíðuð 1950 af Eiríki Bjömssyni íSvínadaiog36kW rafall af Elecct- ric Plant gerð 220V Þessi samstæða var sett niður 1985. Lónið var stækkað og fallhæðin aukin úr 18.5 metmm í 21m 1970. Við það jókst aflið í 9,5 kW og sandur hætti að fara gegnum vélarnar. Nýtt rafstöðvarhús og aukið afl Vemrinn 1995 gaf vatnspípan sig og húsið var að falli komið. Þá var ákveðið að endurnýja pípuna og smíða nýtt rafstöðvarhús. Nýjar 13,5 tommu víðar stálpípur vom fengnar og sprengt var úr klettanefi í gljúfrinu og þannig gerð aflíðandi fylling undir píptma frá lóni að véla- húsi. Nýju húsi var valinn staður nokkra fyrir neðan gamla húsið og steypt undir það þró fyrir sogpípu. Við það jókst fallhæðin í 26m og aflið í 15 kW. Árið 1951 setti Jón 8 kW rafhita- túpu við miðstöðina í íbúðarhúsinu á Þverá. Þessi túpa hefur nú hitað hús- ið upp í fimmtíu ár. Til öryggis var keypt vara eliment með sem enn er ónotað. Auk upphitunar ljósa og eldunar var setmr upp ffystiklefi í kjallara og rafdrifin súgþurkun í hlöðtma. Þá vom verkstæði og úti- hús raflýst. Spennubreytir var setmr fyrir fjós, fjárhús og ljósastaura og þar notuð 32 volta spenna sem er hætmminni fyrir skepnur. A þessum ámm var útsvar lagt á bændur eftir efnum og ástæðum. Rafstöðin þótti slík gullmylla að á Jón var lagt auka útsvar þess vegna. Honum þótti það að vísu bölvað en var samt í aðra röndina ánægður. Að sögn Halldórs bónda á Þverá var tilkoma rafstöðvarinnar árið 1951 mikil bylting. „Þetta var mikil breyting, raflýst kringum bæinn og fjárhúsin. Rafmagnseldavél þvotta- vél og frystir vom í íbúðarhúsinu og rafsuðutæki á verkstæðinu. Þetta þykja okkur allt sjálfsagðir hlutir í dag en þeir vom það ekki þá. Þverá er fyrsti bærinn í Eyja- hreppi sem er rafvæddur. Þar var raunar áður vindmylla aðeins fyrir lýsingar. Raffnagn ffá Raffnagnsveit- um Ríkisins kemur fyrst í sveitina haustið 1965 og þá aðeins í Laugar- gerðisskóla og þremur ámm seinna á bæina.“ Halldór gangsetti sjálfur aðra rafstöð á Þverá 1993. Hún framleiðir 19 kW og er með sjálf- virkri spennustýringu. smh Sigurður Stefánsson stendur hér við rafstöðina árið 1951, en hann var starfsmaður við byggingu hennar. Kjöriní flokks- stjóm Fjórir Vestlendingar voru kjörnir í 30 manna flokksstjórn Samfylkingarinnar á Landfundi flokksins um síðustu helgi. Það vom feðginin Skúli Alexanders- son og Drífa Skúladóttir á Hell- issandi, Hólmfríður Sveins- dóttir í Borgarnesi og Asta Andrésdóttir á Akranesi. Þá var Inga Sigurðardóttir á Akarnesi kosin í framkvæmdastjórn flokksins. GE Bæjarráð Stykkishólms Vilja heil- brigðisfull- trúa á Snæ- fellsnes Á fundi bæjarráðs Stykkis- hólms þann 8. nóvember sl. var ítrekuð sú ályktun þess að einn heilbrigðisfulltrúi Vesturlands verði staðsettur á Snæfellsnesi. Kemur álykmnin í kjölfar fund- ar Heilbrigðisnefndar Vesmr- lands þann 18. október sl., en á honum kom fram að á döfinni væri ráðning nýs heilbrigðis- fulltrúa. Fyrir eru starfandi heilbrigðisfulltrúar í Borgar- nesi og á Akranesi. smh INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Eignir í Borgarnesi Borgarbraut 21a íbúð á 2 hæðum í tvíbýlishúsi, 63 ferm. A effi hæð er dúklagt eldhús, innr. viður/plast. Stofa teppalögð og dúklögð snyrting. Á neðri hæð em 2 dúklögð herb., snyrting (sturta) og geymsla. Nýtt rafmagn og nýjar vatnslagnir. Verð: 4.900.000. Berugata 26 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, 143 ferm. Forstofa flísalögð. Stofa og borðstofa parketlagðar. Eldhús ml korkflísum á gólfi, máluð viðarinnr., flísar á vegg við innr. Baðherb. allt flísalagt, sturta/kerlaug. 4 herb. parketlögð. Búr og þvottahús flísalagt. Geymsla. Til afhendingar fljótlega. Verð: 11.000.000 Klettavík 5 Tveggja hæða einb.hús ásamt innb. bflgeymslu, samt. 239 ferm. Á efri hæð er flísalögð forstofa og gestasnyrting dúklögð, parketlögð stofa, eldhús m/ korkflísum á gólfi, viðarinnr. Stigi parketlagður. Á neðri hæð er gangur og hol teppalagt, 4 svefnherb., 3 dúklögð, 1 teppal. Stórt sjónvarpsherb. teppalagt. Baðherb. dúklagt, sturta. Geymsla og þvottahús. Skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu. Verð: 17.000.000. Dílahæð 7 Parhús á einni hæð 129 ferm. ásamt 36 ferm. bílskúr. Forstofa flísalögð, stofa parketlögð, borðstofa hol og gangur flísalagt. 3 herb., 2 dúklögð, 1 parketlagt. Eldhús flísalagt, ljós viðarinnr, flísar á vegg við innr. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta, ljós innr. Gestasnyrting. Pvottahús flísalagt og geymsla. Verð: 12.800.000. Borgarbraut 2 4 íbúðir „tilbúnar undir tréverk” á 1. hæð. Allt innanhúss er nýtt og húsið allt tekið í gegn að utan. Ein íbúð 103 ferm. verð 8.700.000. Ein íbúð 101,7 ferm. verð 8.200.000. Tvær íbúðir 62,3 ferm. verð 6.300.000. Til afhendingar strax. Þórðargata 18 Raðhús á 2 hæðum ásamt innb. bflskúr, samt. 191 ferm. Á efri hæð em 3 herb., 2 parketlögð, 1 dúklagt. Stofa og hol parketlagt/viðarloft. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt, flísar á veggjum, viðarinm., kerlaug. Þvottahús flísalagt. Stigi parketlagður. Á neðri hæð er forstofa, teppal. forstofúherb., gestasnyrting og geymslur. Verð: 12.700.000 Til sölu 2 og 3 herb. blokkaríbúdir í Hrafnakletti. Jarðir íBorgarfirði Heyholt Næsta jörð við Svignaskarð, skammt frá þjóðvegi nr. 1. Jörðin er um 275 hektarar auk 20 ha sem þegar hafa verið seldir undir sumarbústaðabyggð. Á jörðinni em kjarrivaxnir ásar sem henta mjög vel undir sumarbústaðabyggð. Þá er hluti jarðarinnar mýrlent auk engja og túna. Engar byggingar em á jörðinni. Oskað er eftir tilboðum í jörðina. Hraunsnef í Norðurárdal Um er að ræða land, mannvirki og hlunnindi í Norðurá. Bústofn og vélar geta fylgt. Ekkert greiðslumark. Á jörðinni er 130 ferm. íbúðarhús byggt 1959, fjárhús og hlaða og geymsla/hesthús. Hitaveita. Verð: 23.500.000 Skíðsholt á Mýrum Um er að ræða um 700 hektara land auk gamalla bygginga sem em lélegar. Stór hluti landsins eru flatir og votir flóar en getur hentað fyrir hrossabúskap. Oskað er eftir tilboðum í jörðina. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgarnesi. s. 437 1700, fars. 860 2181, fax 4371017.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.