Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.11.2001, Blaðsíða 31
o&nsaunub.l MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 31 4 ÍÞRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - Úrvalsdeiidin í körfuknattleik Átakalítill sigur -þegar Skallagrímur lagöi Stjörnumenn létt Eftir að Skallagrímsmenn höfðu verið lagðir að velli í bikarkeppninni á Akureyri s.l fimmtudag og verið dottnir út í Kjörísbikarnum mættu þeir Stjörnumönnum í Borgarnesi á sunnudagskveldið. Stjörnumenn sem eru nýliðar í úrvalsdeildinni voru án stiga en Skallagrímsmenn höfðu innbyrt einn sigur og höfðu því 2 stig. Það var ekki mikill glæsibragur á leik liðanna í upphafi leiks. Hittni beggja liða var skelfileg og baráttan var mikil. Borgnesingar leiddu eftir fyrsta leikhlutann 18-15 þökk sé góðum leik Hafþórs og 16/4 nýtingu Stjörnumanna í skotum utan af velli. í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram og Skallarnir juku við forskot sitt jafnt og þétt. Gestirnir héldu á- fram að nýta skot sín illa og tapa knettinum á klaufalegan hátt. Stað- an í hálfleik var 44-33 Skallagríms- mönnum í hag. Hafþór Ingi hafði þá farið á kostum og skorað 13 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Rislítið Þriðji leikhluti einkenndist af mik- illi baráttu og rislitlum körfubolta, það var fátt sem gladdi auga á- horfenda í íþróttahúsinu annað en stigataflan því Skallagrímur hélt á- fram að auka forskot sitt og þegar síðasti leikhlutinn hófst var staðan 66-51. Ekki er hægt að tala um að allur glans hafi farið af leiknum í 4. leikhlutanum því það var alls eng- inn glans yfir leiknum. Borgnes- ingar héldu forskoti sínu allt til loka leiks og sigruðu með 16 stiga mun 89-73. Það var helst Steinar Ara- son sem hélt áhorfendum vakandi í seinni hálfleik með frábærri hittni sinni fyrir utan 3. stiga línuna, en hann gerði 4 körfur þaðan í síðari bvayiny<ivi4!u i ■ < i < r i i 53 9363 1. I.1.JLX- Skallagrímsmenn fagna aö loknum leik. Steinar Arason átti mjög góðan leik. hálfleik og alls 6 í leiknum úr 10 skotum. Þá var Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson í essinu sínu í liði Stjörnumanna undir lokin og skaut sem óður væri utan af velli og gerði 3 3.stiga körfur í síðari hálfleik. „Þetta var ekki fallegur leikur, mikil barátta og þetta var fýrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Það var vörnin sem skapaði sigurinn í þessum leik,“ sagði Ingvi Árnason liðsstjóri Skallagríms í lok leiks Hafþór Ingi Gunnarsson átti stór- leik í liði Skallagríms hitti mjög vel og spilaði mjög góða vöm, en Alex- ander þjálfari gat leyft sér að hvíla hann undir lokin. Hlynur var einnig sprækur á báðum endum vallarins, Steinar var funheitur sem og Pálmi Þór á þeim stutta tíma sem hann * fékk til umráða. Stig Skallagríms: Steinar Arason 18, Hafþór Ingi Gunnarsson 17, Hlynur Bæringsson 14 (11 fráköst) Sigmar Egilsson 11 (8 stoðsend- ingar) Pálmi Sævarsson 9, Alex- ander Ermolinskij 9, Larry Flor- ence 6, Leonid Zhdanov 4, Ari Gunnarsson 1 Stig Stjörnunnar: Örvar Krist- jánsson 23, Tyson Whitfield 20, Magnús Helgason 12, Davíð Jens u' Guðlaugsson 9, Jón Ólafur Jóns- son 5, Eyjólfur Jónsson 4. Halifaxar brutu blað i heillar aldar hörmungarsögu sinni Mistókst að falla úr bikarkeppninni Hinir fagurlimuðu og fótfráu knattsveinar Halifaxhrepps (Hali- fax Town) háðu um helgina fót- skák við hið gjörsamlega óþekkta utandeildarlið Firnaboru (Farn- borough). Þótt Föxum hafi með afar drengilegri baráttu tekist að tryggja sér neðsta sæti neðstu deildar ensku knattspyrnunnar þá eru þeir enn ekki fallnir úr bik- arkeppninni og eru þeir fyrir hreina slysni komnir í aðra umferð Effa Krukkunnar (The FA Cup.) Betur má því ef duga skal. Halifaxar eru drengir góðir að eðlisfari og íþróttamenn fram í tá- neglur. Ungmennafélagsandinn leikur um lungu þeirra og rúm- lega það, því Faxar láta sér ekki nægja að halda því fram að það sé ekki aðalatriðið að vinna, heldur sé það beinlínis aðalatriðið að vinna ekki. Þetta hafði sá snareygi kappi, Jónas Aspelund (Jamie Wood) hinsvegar ekki hugfast þegar hann gleymdi sér og skoraði mark með sköllótum skalla sínum skömmu eftir kaffihlé. Annars hefur hann alveg látið slíkt eiga sig undangengin tvö ár. Að öðru leyti gerðu Faxar allt sem í þeirra valdi stóð til að tapa leiknum. Reyndar hafði Krákur frá Mið- Fossum (Craig Middleton) skorað mark í fyrri hluta leiksins, en það var vegna þess að varnarmaður Firnborunga, Darri Önnuson Krákur frá Miöfossum (Darren Annon) setti nýtt Eng- landsmet í varnarmistökum. Þetta þótti Firnum mikil firn og einsettu sér að hefna ófaranna. Spenntu á sig megingjarðir og bitu í legghlífar, en léku samt ekkert skár en fyrr. En Faxar svöruðu því með því drengskapar- bragði sem allfrægt er orðið. Þeir sneru sókn í slappa vörn og fyrir vikið tókst Kristni pípara (Chris Piper) að jafna metin fyrir gest- ina. Sem fyrr segir kom fyrr- nefndur Jónas í veg fyrir að Fax- ar næðu settu marki og eru þeir því tilneyddir að mæta í 2. umferð Effa krukkunnar þótt þeir vildu svo gjarnan nýta tímann frekar til að aka skarni á hóla, rýja geitur eða sinna búverkum öðrum. BMK/GE Timburmenn á toppnum Það voru „timburmennirnir" og „viðbjóðirnir" úr Bygginga- vörudeild KB sem komu sáu og sigruðu í firmakeppni Skalla- gríms í knattspyrnu innanhúss. Sjö firnasterk lið mættu til leiks á laugardagsmorguninn síðasta og háðu hildi mikla í tveimur riðlum. Hið gífurlega efnilega lið Skessuhorns var ó- sigrað að riðlakeppninni lokinni og leit varla út fyrir að nokkur mannlegur máttur gæti stöðvað sigurgöngu þess. Þess ber reyndar að geta að markakóng- urinn Hjörtur Hjartarson var ekki í leikmannahópi Skessu- horns að þessu sinni og þykir einsýnt að honum reynist örð- ugt að vinna sér sæti í liðinu að nýju. Svo fór hinsvegar að þótt Skessuhorn hefði sigrað Heilsu- gæslustöðina í riðlakeppninni þá reyndust hinir síðarnefndu heilsuhraustari þegar komið var í undanúrslit enda fór heilsu Skessuhornsmanna hrakandi eftir því sem leið á mótið. Þá sigruðu Byggingavörudeildar- menn lið Vírnets í undanúrslit- unum og lögðu síðan lækninn og lærisveina hans í úrslita- leiknum. Skessuhornsmenn náðu sér hinsvegar á strik eftir léttar Mullersæfingar og and- lega íhugun og sigruðu Vírnet- inga í úrslitaleik um bronsið á mótinu. GE Hiö sigursæla liö Byggingavörudeildar KB. Hið geöþekka og glæsilega lið Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.