Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 1
Vilja vegabætur í Dölum A síðasta fundi byggðaráðs Dalabyggðar var samþykkt ályktun um snmgöngumál. I ályktuninni segir meðal annars að bættar samgöngur séu einn mikilvægasti Jiátturinn í vali manna á búsetu. „A undanibrnum áram hefúr sveitarstjórn unnið að ýmsum framfaramálum til að stvrkja búsetu í sveitarfélaginu. Logð hefúr -verið m.a. áhersla á uppbyggingu í ferðaþjónustu, sem skilað hefur nokkrum árangri. Einn mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á val ferðamannsins og búsetuskilyrði í sveitarfélaginu hefúr sett nokkurn skugga á þessa uppbyggingu, en þáð eru vegamálin. Aðeíns um 25% vega í Dalasýslu era með bundnu slitlagi. Þrátt fyrir að vegir í Dalasýslu liggi til allra átta er Dalabyggð ekki vel í sveit sett þegar vegamál eru skoðuð,“ segir í ályktuninni. Þar kemur einnig firam hvaða yegaffamkværndir sveitarstjórn Dala- byggðar telur ástxðu til að leggja áhersluá. Með- al annars er mælst til að lagningu bundins shdags á veg um Svínadal verði flýtt. Einnig að hjraðað verði uppbyggingu vegar ffá Asgarði að Staðarfelli og að þegar verði hafist handa við að breikka brýr á Laxá, Haukadalsá, Tunguá og Reykjadalsá. GE Ný Bónusverslun í Borgamesi Síðastliðinn laugardag var opnuð ný versl- un Bónuss við Digranesgöm í Borgarnesi. Nýja verslunin er um 2000 fer- metrar að stærð Jóhannes Jónsson og Stefán Har- eða rúmlega aldsson verslunarstjóri Bónuss í tvöfalt stærri en Borgamesi. sú gamla við Borgarbraut. I tiýju versluninni er boðið upp á alla vöruflokka sein Bónusverslanim- ar hafa upp á að bjóða en í gömlu búiðinni var t.d. ekki pláss fyrir sérvöru. Um leíð og Jóhannes Jónsson, stofriandi Bón- usverslananna hafði klíppt á þar til gerðan borða á slaginu tíu streymdu viðskiptavinir inn í verslún- ina og var straumurinn stöðugur fram undir lok- tm. Næstkomandi föstudag opnar Geira bakarí í Borgarnesi Konditorí í sama húsnæði og einnig mun ísMynd opna veitingastað og myndbanda- leigu þar á næsm dögum. GE ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. ■' ' Herdís Þórðardóttir rekur eigin fiskverkim á Akranesi en maður hennar Jóhannes S Ólafsson stundar sjóinn. Hér er Herdís með veman skötusel sem híður þess að fara undir hnífmn og verða tilreiddur til neyslu. I hlaðinu í dag er rætt við þau hjón. Einnig er viðtal við Konný Breiðfjórð Leifdóttur, trillukmu á Amarstapa. Skessuhom óskar sjómónnum til hamingju með hátíðisdaginn nk. sunnudag. Ljósm. GG Miklar sveiflur í vatnshæð Skorradalsvatns íbúar og aðrir staðkunnugir í Skorradal hafa merkt það á undanförnum mánuðum að vatnsyfirborð Skorradalsvatns sveiflast meira en eðlilegt má teljast og hafa af því verulegar áhyggjur. Margir land- og sumarbú- staðaeigendur voru viðstaddir fund um málefni Skorradals- vatns og Andakílsárvirkjunar sem haldinn var að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur síðast- liðinn mánudag á Ártúnshöfð- anum í Reykjavík. I máli fund- argesta komu fram áhyggjur varðandi miklar sveiflur á vatnsyfirborði Skorradalsvams og áhrif þess á lífríki vatnsins og á Andakílsá. I máli Ásgeirs Magnússonar hjá Orkuveit- unni kom fram að markmiðið með fundinum væri meðal annars að upplýsa fundarmenn um stöðu og aðgerðir Orku- veitunnar á þessu svæði. Sagði hann að með þriggja ára vinnu sé Orkuveitan nú að átta sig á svæðinu sem heild og að mikil- vægt sé að reka virkjun eins og Andakílsárvirkjun í samræmi við aðstæður og umhverfið. Meðal þess sem starfsmenn OR hafa gert að undanförnu er að framkvæma rannsóknir á lífríki vatnsins, fara yfir vatns- hæðarmælingar og framkvæma landmælingar til að sjá hvort breytingar séu á öðra en vatns- hæð. Hreinn Frímannsson hjá Orkuveitunni greindi frá nið- urstöðum úr rannsóknum á landbroti í kringum Skorra- dalsvatn, en hreyfing er við innri hluta vatnsins til suðurs um 5-6 cm á 7 mánuðum og tók hann það fram að vert væri að fylgjast frekar með þessum rannsóknum. Hreinn sagði breytt viðhorf í raforkumálum nú hafa það í för með sér að óþarft sé að nýta hvern rúmmetra sem í vatnið kemur og slaka megi á kröfum um að kreista úr virkjuninni sem mesta orku. Fundarmönnum þótti mörgum vatnsyfirborðinu ekki nægilega vel stjórnað og sveifl- urnar á yfirborðinu uggvæn- legar og ekki hægt að útskýra þær með fullnægjandi hætti sem afleiðingar landbrots. Fundargestum og starfsmönn- um OR bar ekki saman um það hvort sveiflurnar væra innan eðlilegra marka. Svöruðu Orkuveitumenn því til að breytingar á vatnsborði væru ekki aðeins af mannavöldum, heldur einnig náttúrulegar. Einnig komu fram áhyggjur vegna mikillar dægursveiflu í Andakílsá fyrir neðan virkjun, en engin ytri skilyrði hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru til staðar til að stemma stigu við þeim. Það er ljóst að aukið vatnsyfirborð í Skorradalsvatni hefur mikil spjöll í för með sér á gróðri og röskun á lífríkinu við vatnið og er kríuvarp nú m.a. horfið. Vora Orkuveitu- menn og fundargestir sammála um að samvinna í þessu máli væri nauðsynleg svo að vel yrði að málum staðið, til dæmis þyrfti að setja sveiflumörk sem ekki er farið út fyrir til að koma í veg fyrir frekari nátt- úruspjöll og ógnun við lífríki á svæðinu. __ Gourmet lambalæri villikryddað Gourmet grisagrillsneiðar' Tilbod 2 Emmess skafís 11 Samkaup urvai Hafnarfjöröur • Njarövík • ísafjöröur • Akureyri • Daivik • Siglufjöröur • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaöir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.