Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 23 Ferskir Fylkismenn lögðu slaka Skagamenn Ungu strákarnir stálu senunni Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik þegar ÍA tók á móti Fylki í 4. umferð Lands- bankadeildar karla á Akranesvelli á mánudagskvöld. Liðin voru á svipuðu róli og búin að fara í gegnum svipaða dagskrá í fyrstu þremur umferðunum. Bæði liðin hafa unnið Þrótt og tapað fyrir Val. Fylkismenn töpuðu hinsveg- ar fyrir KR á meðan ÍA lagði Grindavík og það skildi liðin að. Jafn og spennandi leikur var samt sem áður ekki það sem boðið var upp á. Fylkismenn hreinlega áttu fyrri hálfleikinn og varla hægt að segja að Skaga- menn ættu skot á markið. Fylkis- menn áttu gott færi strax á 2. mínútu en fast skot Viktors Árna- sonar fór rétt framhjá. í næstu sókn á eftir fékk Guðjón Heiðar Sveinsson að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Fylkismanni. Tíu mínútum síðar stakk Björgúlfur Takefúsa þrjá Skagamenn af þegar hann geystist upp hægri kantinn en Hafþór Ægir Vil- hjálmsson náði að bjarga í horn. Á 23. mínútu uppskáru Fylkis- menn síðan þegar Hrafnkell Helgason skoraði af löngu færi með föstu skoti, óverjandi fyrir Pál Gísla Jónsson í marki ÍA. Áfram sóttu Fylkismenn og það var ekki fyrr en á síðustu tveimur mínútum hálfleiksins sem eitthvað lífsmark sást í sóknarleik Skagamanna en þó náðu þeir ekki að ógna marki Fylkis. Þegar síðari hálfleikur hófst vonuðust menn til að Skagapiltar hefðu fengið eitthvað hressandi í leikhléi en oft hafa „eldmessur“ Ólafs Þórðarsonar þjálfara dug- að til að hressa menn við. Það var hinsvegar öðru nær því áfram réðu Fylkismenn lögum og lofum og sóttu án afláts en vörn Skagamanna hélt þar til á níundu mínútu þegar Björgúlfur stakk sér inn í vítateig hvar Helgi Pétur Magnússon tók hann glímutök- um og uppskar gult spjald. Það sem Björgúlfur fékk út úr bylt- unni var hinsvegar vítaspyrna sem hann skoraði úr af öryggi. Fylkismenn létu ekki þar við sitja því tveimur mínútum síðar skor- aði Sven Gustafsson þriðja markið eftir fádæma klaufaskap í vörn Akurnesinga. Fljótlega eftir markið gerði Ólafur þjálfari þrjár breytingar á liði sínu, inn komu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Kári Steinn Reynisson og Andri Júíusson. Þá fyrst fóru Skagamenn að sækja en þess má geta að Fylkismenn voru komnir í þægilega stöðu og gátu leyft sér að slaka á. Skaga- menn áttu nokkur góð færi í síð- ari hluta hálfleiksins en náðu ekki að minnka muninn. Lokatölur urðu því 0-3. Fylkismenn léku feikivel í leiknum en Skagamenn illa og er það nægileg útskýring á þessum úrslitum. Það sem er hinsvegar Ijósi punkturinn er það að í þessum fyrstu leikjum móts- ins hafa nokkrir ungir og efnileg- ir strákar verið að fá tækifæri til að sýna sig og sanna og hafa nýtt þau ágætlega. Vissulega eiga þeir nokkuð í land með að komast í úrvalsflokk en enginn verður óbarinn Skagamaður stendur víst einhversstaðar. Það verður því að líta á málið þannig að verið sé að byggja upp lið framtíðarinnar. GE / Ijósm. Hilmar. Skallagrímur lagði Afríku Skallagrímur átti ekki í miklum vandræðum með Afríku úr Reykjavík þegar liðin mættust á gervigrasvellinum í Laugardal á föstudagskvöld í þriðju deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. Skallarnir sölluðu inn mörkum og urðu lokatölur 0 - 7. Sveinbjörn Hlöðversson skoraði 3 mörk og þeir Sigurjón þjálfari Jónsson, Kristján Hagalín Guðjónsson, Víð- ir Jónasson og Sölvi G Gylfason sitt markið hver. Skallagrímur byrjar vel í C riðli 3. deildarinnar, hefur unnið báða sína leiki og situr í efsta sæti rið- ilsins. Þá er liðið komið í 2. um- ferð bikarkeppninnar og mætir Gróttu í kvöld á Seltjarnarnesinu. Vinni Skallarnir þann leik eru þeir komnir í 32 liða úrslit og eiga þá möguleika á að fá jafnvel úrvals- deildarlið í heimsókn. GE Vitlaus Víkingssigur íVíkinni Það var fallegt veður á laugar- daginn þegar Víkingar lögðu land undir fót og heimsóttu nafna sína frá Reykjavík. Það var sannarlega ekki ferð til fjár né stiga. Víkingar biðu afhroð og var gjörsamlega „slátrað" af heimamönnum. Gest- irnir áttu þó fyrstu sóknina sem eitthvað kvað að þegar Hermann og Mitic prjónuðu sig í gegn með góðum þríhyrningi en Hermann skaut rétt framhjá. Gaman hefði verið að vita hvernig leikurinn hefði þróast ef Ólsarar hefðu komist yfir. Heimamenn í Víkinni skoruðu sitt fyrsta mark með skalla eftir hornspyrnu á 12. mín. Annað markið kom úr vítaspyrnu á 17. mín. Það var að mínu mati afar ósanngjarn dómur. Ég hitti Magnús dómara síðar sama dag og varð að spyrja hann út í þenn- an vafasama dóm og hann sagði að tveir leikmanna Víkings hefðu klemmt sóknarmanninn. Enginn kannast við slíkt, rangur dómur Magnús! Þriðja markið kom með skalla eftir snarpa sókn eftir að gestirnir höfðu tapað boltanum á miðjunni. Fjórða markið kom með skalla eftir aukaspyrnu og staðan því 4 - 0 í hálfleik. í seinni hálfleik komu þrjú mörk til viðbótar öll með skotum utan úr teig og lokastaðan því 7-0. Stórtap okkar manna því stað- reynd. í heild voru Reykjvíkingar miklu betri og það hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir Ejub þjálfara að fá á sig 3 skallamörk í einum og sama leiknum. Vonandi styttist í Begga, mann með hausinn í lagi. Einar markvörður stóð sig ágæt- lega í leiknum en fékk á sig klaufamark í seinni hálfleik þegar hann missti laust skot úr fanginu og inn, skamm Einar! Helgi Reynir átti ágæta kafla í leiknum en tapaði knettinum fulloft. Aðrir leikmenn geta gert mun betur og Ijóst að þeir verða að rífa sig upp á „rassgatinu" svo að fleiri svona úrslit líti ekki dagsins Ijós og tak- markið náist í sumar. Víkingar fengu örfá ágætis tækifæri og með smá heppni hefðu þeir átt að skora eins og eitt mark sem að hefði glatt fjöl- marga stuðningsmenn Ólsara sem mættir voru til að styðja sitt lið. Gaman að sjá brottflutta Snæfellinga sem og aðra mæta á völlinn að styðja sína menn. Von- andi halda þeir því áfram þó illa hafi farið að þessu sinni. FRF Skagamenn unnu góðan en nauman sigur á Grindvíkingum á Akranesvelli á fimmtudagskvöldið, 3 - 2, í leik sem skipti sköpum fyr- ir framhaldið hjá ÍA. Ef liðið ætlaði að halda í við toppliðið þá var sig- ur nauðsynlegur eftir slæmt tap gegn Val í síðustu umferð. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af og fyrsta alvöru færið kom ekki fyrr en eftir tæpan stundarfjórðung. Þá stakk Hjörtur Hjartarson sér inn fyrir vörn Grind- víkinga en skaut beint á markvörð Grindvíkinga. Skömmu síðan átti nýliðinn Jón Vilhelm Ákason góð- an skalla að marki Grindavíkur sem Boban Savic varði meistara- lega. Skagamenn voru líklegri til að skora enda voru þeir meira með boltann þótt færin væru ekki ýkja mörg framan af. Það voru samt Grindvíkingar sem voru fyrri til því á 35. mínútu fékk Magnús Þor- steinsson boltann inn á vítateig þar sem hann var illa valdaður og fékk góðan tíma til að koma boltanum fyrir sig og eftirleikurinn því auð- veldur. Skagamenn fengu færi til að jafna fyrir hálfleik og meðal ann- ars átti Hjörtur Hjartarson tvö slík sem honum tókst ekki að nýta. Heimamenn hafa væntanlega fengið hressilega orð í eyra í leik- hléi því þeir komu afar ferskir inn á völlinn í síðari hálfleik. Sóknarleikur Skagamanna skilaði árangri þegar fimm mínútur voru liðnar af hálf- leiknum en þá var það varnarmað- urinn Reynir Leósson sem tók mál- in í sínar hendur. Hann tók á rás upp allan völl og lék á nokkra Grindvíkinga og renndi boltanum fyrir á Kára Stein Reynisson. Kári kom boltanum á Hafþór Ægi Vil- hjálmsson sem var í opnu færi og nýtti það vel. Þetta var fyrsta mark Hafþórs fýrir ÍA í deildarkeppni en fleiri nýliðar áttu eftir að komast á blað í þessum leik. Eftir markið róaðist leikurinn nokkuð en á 70. mínútu náði Hjört- ur loks að koma boltanum í netið eftir fjölmargar tilraunir. Það var heldur ekki neitt smámark þegar það loksins kom því Hjörtur lét vaða af þrjátíu metra færi og beint í samskeitin. Án efa fallegasta mark sumarsins til þessa. Skaga- menn gáfu svolítið eftir og virtust ætla að halda fengnum hlut en gestirnir refsuðu þeim fljótt því Mounir Ahandour jafnaði leikinn á 76. mínútu. Eftir þetta gerðist ekki mikið fyrr en venjulegum leiktíma var lokið en þá fékk Andri Þór Júl- íusson boltann inn á vítateig eftir ágætan undirbúning Jóns Vilhelms og Kára Steins. Andri þakkaði fyrir sig með því að skora sigurmarkið og um leið sitt fyrsta deildarmark fyrir (A. Ungu strákarnir; Hafþór, Jón Vil- helm og Andri stóðu sig allir með prýði. Sömuleiðis Finnbogi Llorens og Guðjón Heiðar Sveinsson en maður leiksins var þó Kári Steinn Reynisson sem var á tánum allan tímann. GE .litfnl fyru* byrjeiulur seut íengra kmnna Fi iistiikí i iiiTfVfi it.Tkiaiiópii' \ inahúp.i. kvrnnnliópn ■ Ikt'ói írkit'snK'nn (Í1, ot» •.***' hn scin ekki ern í göIfklúlVbi Ifpplýsingar og skrániiig: Skrifstofa I.eynis sínii 431-^71^ Kristvin Hjarnason 1 sínia S‘)‘)-ia3S Netfang: kristvinh(«\siinhel.is ^ IleiinasíOa: www.golf.is/gl ‘ f GollKluhhurinu I.e>nir Krist\ in lijarnason I l'G \ eollTeiöheiniiiuli* nr.i.r.w RUBINSTKIN Opna Helena Rubinstein kvennagolfmótið Garðavelli Akranesi 5* f / . jum Keppt er í þremur flokkum. Veitt eru veraaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Keppandi getur aðeins unnið til verðlauna í einum íIokkí. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Glæsileg teiggjöf. Keppnisgiald kr. 2500 Skráning nafin á golf.is og í síma 431-2711

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.