Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Qupperneq 2

Skessuhorn - 01.06.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 Krakkar frá Kulusuk í heimsókn Dagana 16.-21. maí kom hóp- ur nemenda firá grunnskólanum í Kulusuk í heimsókn tíl Reykhóla, en Reykhólar og Kulusuk eru nýorðnir vinabæir. Um var að ræða 10 krakka á aldrinum 14-15 ára sem komu ásamt kennara sín- um, Henrik Lyberth, sem jafn- framt var fararstjóri. Krakkamir hrifust mjög af nýja íþróttahús- inu á Reykhólum en þar sem Grettislaug var lokuð vegna við- gerða var farið með þau í sund vestur í Djúpadal. I Ktdusuk er hvorki íþróttahús né stmdlaug, þanrúg að hrifning gestanna var mikil. Þau skoðuðu gróðurhús Kristins Bergsveinssonar að Görðum á Reykhólum þar sem hann ræktar gúrkur og tómata, Reykhólakirkju og heimsóttu einnig hjúkrunar- og dvalar- heimilið Barmahlíð á Reykhól- um þar sem þau sýndu íbúunum grænlenskan trommudans. Um kvöldið var síðan opinn fundur í Reykhólaskóla þar sem skóla- stjóri og sveitarstjóri Reykhóla- hrepps sögðu frá Grænlandsferð sinni og sýndu myndir. Síðan tóku hinu grænlensku gestir við og sýndu trommudans og einnig ljósmyndir frá Kulusuk. Að lok- um tók við fótboltaleikur útí í veðurblíðunni og samvera ís- lenskra og grænlenskra nemenda til miðnættis. Voru öll þessi sam- skipti til fyrirmyndar og alger- lega hnökralaus. -afreykholar.is Til mtnnis Ástæða er til að minna á að sjó- mannadagurinn er nk. sunnu- dag. Undanfarin ár hefur dregið nokkuð úr almennri þátttöku á hátíðahöldum á þessum hátíðis- degi íslenskra sjómanna og er það miður. Skessuhorn hvetur alla til þátttöku í guðsþjónustum og hátíðahöldum af ýmsu tagi á nokkrum útgerðarstöðum á Vesturlandi. Veðarhorfar Næstu daga verður hæg austlæg eða breytileg átt á Vesturlandi og skýjað með köflum. Möguleiki á skúrum, einkum inn til landsins. Hiti verður þetta á bilinu 7 til 14 stig yfir daginn. Spiirntruj viNnnar Sfóustu daga spuröum við á vef Skessuhorns: „Hvað finnst þér um 5 mánaða sumarfrí Alþingis- manna?" Svör voru flest á eina lund: 82,4% svöruðu alltof langt, hæfilega langt svöruðu 9,5% en of stutt sögðu 8,1%. í næstu viku spyrjum við: „Hvert er uppáhalds fjalliö á Vesturlandi" Svaraöu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefnum: www.skessuhorn.is Vestlendtníjwr viknnnar Að þessu sinni er enginn einn aðili tiltekinn sérstaklega heldur sjómenn og makar allir útnefnd- ir. Sjómenn skipa þá starfsstétt sem frá örófi alda hafa átt hvab drýgstan þátt í að gera íslend- inga að því sem þeir í dag eru og skal þeim þakkab það. Akraborgin í heimsókn á Akranes Akraborgin mun leggjast að höfn á hádegi laugardaginn 4. júní næst- komandi. I tilefni af Sjávardeginum á Akranesi bjóða Faxaflóahafnir sf. þeim sem hafa áhuga að sigla með Akraborginni, sem nú heitir Sæ- björg, frá Miðbakkanum í Reykja- vík tíl Akraness en þar bíða farþeg- anna höfðinglegar móttökur: „Við viljum taka hraustlega á móti þeim sem koma hingað með Akraborg- inni“, segir Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúi hjá Akraneskaupstað. „Við mtmum sjá tíl þess að farþegar verði sóttir nið- ur á höfh og keyrðir á Safhasvæðið þar sem verður mikið og skemmti- legt prógram." Heimsókn þessa gamalkunna skips er einnig liður í Hátíð hafsins sem verður í Reykjavík sömu helgi. „Það er miðað við að Akraborgin leggi af stað frá Reykjavík klukkan 11 og verði komin hingað til Akra- ness um 12. Hún verður við höfn í svona einn eða einn og hálfan tíma en þá heldur hún aftur til Reykja- víkur.“ Tómas segir alla sem áhuga hafa velkomna en þó verði að tak- marka farþegafjöldann við 150 til 200 manns til að gæta öryggis allra um borð. Skipið fær þetta gamla heiti sitt aftur þennan dag, þó tíma- bundið sé, en að öllu jöfnu gengur það undir nafninu Sæbjörg. Með tilkomu Hvalfjarðargang- anna hætti Akraborgin siglingum og var skipið afhent Slysavarna- skóla sjómanna árið 1998. Síðan þá hefur skipið ekki aðeins fengið nýtt nafh, heldur hefur því verið breytt með þarfir Slysavarnaskólans í huga. A laugardaginn mun því kunnugleg sjón blasa við Akurnes- ingum og víst að mörgum finnst gaman að fá gamlan kunningja í heimsókn, þó að vonandi taki það ekki margir eins nærri sér og Krist- ján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld, sem kvað: Um öldur sú ástsæla dugga aS eilífu hætt er að rugga. Eg er í sorg mín Akraborg og ekkert mun hjarta mitt hugga. GG Ný Andakílsárbrú I síðustu viku trnnu starfsmenn kílsá við bæinn Ausu. Unnið hefur Brúin er „fullvaxin" tveggja akreina Vegagerðarinnar að uppsteypu brú- verið við brúargerðina síðan í haust brú og myndarlegt mannvirki við argólfs nýju brúarinnar yfir Anda- og er verkið nú vel á veg komið. hlið gömlu brúarinnar. MM Björgun af flæðiskeri Ungum dreng var á þriðjudag í síðustu viku bjargað af skeri rétt utan við Langasand á Akranesi. Hafði drengurinn ásamt félögum sínum verið að leik á þesstun slóð- um og vaðið út í skerið en ekki átt- að sig á því að byrjað var að falla að. Móðir drengsins og aðrir viðstadd- ir reyndu að ná til hans en tókst ekki. Björgunarfélag Akraness var kallað til og einungis 6 mínútum síðar var búið að ná drengnum um borð í gúmmíbjörgunarbát og færa hann í land. MM/ Ijósm. Hilmar. Vel búið sjúkralið Rauðakross félagið í Búðardal hefur keypt nýjan sjúkrabíl af Volkswagen gerð og afhent Heilsugæslunni í Búðardal til notkunar. Er bíllinn mun kraft- meiri og rúmbetri en sá sem fyrir var. Einnig keypti Rauði krossinn hjartastuðtæki sem látið var fylgja bílnum og er það af gerðinn LivePack 12 og er gætt þeim eig- Sigurður heilstigæsluheknir skoðar nýja hjartastuðtækið. Stjóm Lionsklúbhsins og Rauða krossins ásamt lœknunum tveimur og júkrabílstjórum. inleikum að geta greint hjartslátt- artruflanir og hjartastopp og ákveðið sjálft hvenær það á að gefa rafstuð og kernur það sér mjög vel ef ekki er læknir á staðnum. Þá gaf Lionsklúbbur Búðardals blóðsyk- ursmæla og hitamæla í sjúkrabíl- ana og er það ekki í fyrsta skipti sem heilsugæslunni berast góðar gjafir frá klúbbnum. Bíllinn og tækin hafa nú þegar komið að góð- um notum og er nauðsynlegt að hafa vel búið sjúkralið á þetta stóru svæði sem Heilsugæslan í Búðardal þjónar. Sjök Blómahúsið hætt AKRANES: Sl. sunnudag var síðasti opnunardagur blóma- búðarinnar Blómahússins sem undanfarna mánuði hefur verið rekin við Skagabraut 6 á Akra- nesi, en þar áður við Kirkju- braut. I samtali við Skessuhom sagðist Asthildur Sölvadóttir, eigandi búðarinnar hafa tekið þessa ákvörðun að vel ígrund- uðu máli. „Helsta ástæðan er sú að afkoman og framlegð af rekstrinum var ekki viðunandi og þegar við bættist að mér bauðst vel launuð vinna hjá Blómavali í Reykjavík þá var ekki spurning um að breyta til.“ Hún segist þó sjá eftir búðinni og finnst dapurlegt að ekki geti þrifist tvær blómaverslanir í svo stórum bæ sem Akranes er, með hátt í 6000 íbúa. -mm Lokað í sund í sumar BORGARFJÖRÐUR: Ákvörð- un hefur verið tekin um að loka sundlauginni á IQeppjámsreykj- um í allt sumar og taka lagna- og hreinsikerfi laugarinnar til gagn- gerrar endumýjunar. Gert er ráð fyrir að ffamkvæmdum ljúld í á- gústlok um svipað leyti og næsta skólaár hefst í grunnskólanum. Lokun laugarinnar mun hafa talsverð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu þar sem vinsældir henn- ar hin síðari ár hafa aukist mikið. Einnig skerðir lokun laugarinnar möguleika til sundæfinga en nokkur ungmenni á nágrenninu hafa náð býsna góðum árangri í sundi á liðnum árum. -mm Stafiiafell með lægstaboð SNÆFELLSNES: í síðusm viku vöru opnuð tilboð hjá Vegagerðinni í endurbyggingu Umesvegar á Snæfellsnesi frá Gröf að Arnarstapa. Atta tilboð bárast í verkið en það lægsta var frá Stafnafelli ehf. en það hljóðaði upp á tæpar 77 millj- ónir króna eða 66% af kostnað- aráætlun. Hæsta tilboðið átti Háfell ehf, eða 135 milljónir króna. Verklok eru ákveðin þann 15. júlí 2006. -ge Fiskmarkaður Islands sækir um lóð AKRANES: Fiskmarkaður fs- lands hefur sótt um að fá út- hlutað athafhalóð milli hafnar- hússins á Akranesi og bygging- ar Nótastöðvarinnar við Faxa- braut. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að taka jákvætt í úthlutun lóðar- innar, enda sendi umsækjandi tillögu sína að stærð húss og skipulagi lóðarinnar. Að sögn Tryggva Ottarssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkað- ar íslands hefur engin ákvörðun enn verið tekin um stærð húss, byggingartíma og þ.h. „Við bíðum með allar yfirlýsingar þar til við höfum formlega fengið lóðinni úthlutað og kostnaðarmetið framkvæmd- ina,“ sagði Tryggvi í samtali við Skessuhorn. Núverandi starfs- stöð Fiskmarkaðarins er við Vesmrgöm 5. -mm

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.