Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 11 Með fullfermi við Akraneshöfn. Jóhannes greiðir þorsk úr neturn. fannst heldur lítið pláss. Börnin tóku það hins vegar ekki í mál og þess vegna ákváðum við einfald- lega að byggja við húsið,“ segir Herdís brosandi, eins og það sé nú lítið mál. Þegar maður er búinn að reka eigið fyrirtæki og vinna í því af eljusemi í mörg ár er það kannski raunin. GG haft mjög gott starfsfólk í gegnum tíðina með okkur og mikið sama fólkið sem staðið hefur með okkur í þessu. Þetta tekst ekki nema með samhentri fjölskyldu að byggja svona fyrirtæki upp frá grunni. Maður er alltaf vakandi yíir þessu og ég neita því ekki að það vantar stundum nokkrar klukkustundir í sólarhringinn," segir Jóhannes og bætir við, „ég er mjög sáttur og það er bara núna sem ég er aðeins farin að finna fyrir þreytu." Hlaða batteríin í Borgarfirði Að sögn þeirra hjóna hafa börn- in þeirra fjögur öll lagt sitt á vog- arskálarnar og hjálpað til í fjöl- skyldufyrirtækinu. Þau Þórður Már, Lára, Ingunn og Guðjón eru þó uppkomin og nú þegar eiga þau Jóhannes og Herdís fimm barna- börn. Þó að það sé vissulega mikil ábyrgð að reka fyrirtæki er nauð- synlegt að eiga frístundir fjarri skyldum hversdagsins. „Við eigum okkar sælureit í Borgarfirðinum. Okkur finnst mjög gott að komast í burtu í sumarbústaðinn þar,“ svarar Herdís, „það er sko alveg jafn gott og hvaða utanlandsferð sem er. Þar hlöðum við batteríin ef svo má kalla.“ Þau eru þó ekki að taka því rólega þessa dagana þó að Jóhannes sé ekki á sjó nú um stundir, því hann er upptekinn við að smíða pall við húsið þeirra á Akranesi og nýbúinn að taka í gegn innkeyrsluna. ,Já, við höfum alltaf búið hérna í þessu húsi. Ætli við séum ekki bara svona íhaldssöm. Við ætluðum einu sinni að selja þetta hús og flytja í stærra því við vorum komin með fjögur börn og 7 ára nemendur fá reiðhjólahjálma að gjöf í síðustu viku fóra félagar úr Kiwanisklúbbnum Smyrli í Varmalandsskóla, Grannskólann í Borgarnesi og Grannskólann í Búðardal til að afhenda börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma frá Kiwan- ishreyfingunni og Eimskip sem er samstarfs- og styrktaraðili verk- efnisins. Með þeim í för vora skólahjúkrunarfræðingurinn Rósa Marinósdóttir og Laufey Gísla- dóttir, lögregluþjónn. Fræddu þær börnin um nauðsyn hjálma á reið- hjólum, línuskautum, hjólabrett- um og hlaupahjólum. í maímánuði 2005 gengur Kiwanishreyfingin sameinuð að því að afhenda öllum skólabömum í 1. bekk grunnskóla landsins reið- hjólahjálma, alls um 4.200 hjálma og er því um viðamikið og þarft verkefni að ræða. Flestum börnum finnst eitt það skemmtilegasta sem þau gera að vera úti að hjóla. Hjólið er tekið fram um leið og vorar og hjólað af krafti ffam á haust. En því miður fylgir þessum ánægjustundum bamanna oft slys og helsta ástæð- an er að þau detta af hjólunum. A- verkarnir era margvíslegir en mjög oft fær bamið högg á höfuðið við falhð. Þar er það reiðhjólahjálmur- inn sem getur komið í veg fyrir að slysið verði alvarlegt. Til að vernda unga fólkið vora sett lög sem skylda hjólreiðafólk til að vera með hjálma. Hægt er að nefna ótal dæmi sem sanna að barn hafi sloppið með skrámur, eftir að ekið var á það á reiðhjóli, í stað þess að slasast alvarlega af því að það var með hjálm. Hjálmur bjargar! MM Við ósknm öllum sjómönnum ogýjölskyldum þci innilega til hamingju ineð sjómannadaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.