Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 17
^■kUsunuu j MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 17 Bníkarball undir berum himni og Alftagerðisbræður í hlöðu Borgfirðingahátíð verður haldin helgina 10. - 12. júní n.k. en síðustu ár hefur hún verið með fyrstu hér- aðshátíðum sumarsins. Dagskrá hátíðarinnar verður að hluta til með hefðbundnu sniði en einnig verður bryddað upp á ýmsum nýj- ungum. Meðal annars verður há- punktur hátíðarinnar að þessu sinni borgfirskt sveitaball. Það heyrir kannski ekki til tíðinda þótt haldin séu böll í Borgarfirði en ekki er vit- að til að haldnir hafi verið dansleik- ir á þessum stað fyrr. Ballið verður sumsé í Brákarey í lokuðu porti þar sem er skjól fyrir veðri og vindum að sögn Gísla Einarssonar, sem er annar af skipuleggjendum hátíða- haldanna. Það eru sveitadrengirnir í hljómsveitinni A móti sól sem sjá um fjörið á Brákarballi sem að sögn Gísla er ætlað öllum frá átján til hundrað og þriggja ára. A laugardeginum verður aðal- hátíðasvæðið við Borgarbraut 55 - 59 en þar verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá, leiktæki af ýmsum stærðum og gerðum, sölubása o.fl. Baðstofukvöld verður á dag- skránni á föstudagskvöld eins og verið hefur frá upphafi en að þessu sinni verður það í hlöðunni á Ind- riðastöðum í Skorradal. Þar koma m.a. fram hinir einu og sönnu Álftagerðisbræður. A sunnudags- morgun verður síðan boðið upp á morgunverð í Skallagrímsgarði og á eftir verður Guðsþjónusta á sama stað. MM s 15 ára afinælishátíð og lokaball Oðals Næstkomandi föstudag, 3. júní, fagna tmglingar í Félagsmiðstöð- inni Oðali 15 ára afmælis félags- miðstöðvarinnar. Opið hús verður ffá klukkan 14 - 17 og verður heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi samhliða því að starfsemi félags- miðstöðvarinnar verður kynnt. Allir eru velkomnir í kafH og kökur á opnu húsi, sérstaklega for- eldrar! Um kvöldið verður svo dansleik- ur frá kl. 21 - 24 fyrir unglinga úr 7. -10. bekk þar sem hin landsþekkta hljómsveit Skítamórall sér um fjör- ið. I tilefni dagsins ætla tmglingam- Frá œslulýðsballi sl. vetur. ir að mæta í sínu fínasta pússi og fagna lokum vetrarstarfsins áður en sumarstörf hefjast. Til hamingju unglingar í Óðali með 15 ára uppbyggingu á félags- starfinu. Starfsfólk Oðals Hnefaleikafélag Akraness stofhað Metfjöldi æfir box á Skaganum Hnefaleikafélag Akraness, HAK, var stofnað í síðasta mánuði en aðal- þjálfari félagsins Ingólfúr Agúst Hreinsson hefur staðið fyrir hnefa- leikaæfingum á Akranesi í ein fjögur ár. Fjöldi þeirra sem æfir hefúr farið vaxandi ár frá ári og frá upphafi hafa 100-150 manns mætt á æfingar. „Það em um það bil 20 manns að æfa reglulega núna. Fólk tekur sér oft frí á sumrin en fjöldi meðlima er alltaf að aukast og nú í lok vetrar vorum við með metfjölda æfinga," segir Ingólfur Agúst. „Kynjahlutfall þeirra sem mæta hefúr komið mér skemmtilega á óvart því á að giska 30% em stelpur. Oft koma heilu og hálfu vinkvenna- hópamir og ég er mjög á- nægður að sjá það, enda henta þessar æfingar ekki síður vel fyrir konur.“ Berja ekki mann og annan Boxiðkendumir em ekki aðeins af báðum kynjum, heldur á öllum aldri og í mismunandi líkamlegu á- sigkomulagi. „Það er komin mikil breidd í hópinn. Fyrst vom þetta nærri eingöngu ungir strákar en núna er þama alls konar fólk. Það kemur ýmsum á óvart að þeir þurfa ekki að mæta til að berja einhvem eða vera barinn. Við emm bara að Frgólfur gera þessar hefðbundnu æfingar sem boxarar stunda og öll „snerting“ er bönnuð hér.“ Ingólfur segir boxþjálfun vera góða fyrir alla. „Það ættu sem flestir að prófa þetta til að koma sér í form og öðlast aukna vellíðan. Það er iðu- lega talað um að boxþjálfún sé sú besta sem í boði er hvað varðar bæði úthald og snerpu." Æfingamar em byggðar upp af mismtmandi þol- og þrekæfingum. „Við sippum mikið og gemm það eins og lotumar em í boxinu. Það er gert til þess að fólk venjist tímanum í boxlotu sem er ein og hálf mínúta hér á Islandi.“ Félagið komið til að vera En af hverju em menn ekki að berjast á æfingum? „Box snýst ekk- ert um það heldur bara um að kom- ast í almennilegt form. Svo verður fólk bara að gera það upp við sig hvort það langar til að byrja að keppa eða bara halda áfram að æfa og halda sér í toppformi." Hingað til hefur enginn meðlimur HAK keppt í greininni. „Ekki enn. En það em Agúst Hreinsson. margir efúilegir og einhverjir þeirra stefúa á að fara að keppa.“ Sjálfur hefúr Ingólfur æft box í ein fjögur ár með hléum en hann er með þrjá þjálfara sér til aðstoðar hjá HAK. Auk þess er HAK í góðu sam- starfi við Hnefaleikafélag Reykjavík- ur. „Við fáum að koma á æfingar í bænum og þeir senda stundum þjálf- ara hingað upp á Skaga. Svo er meiningin að þeir hjálpi okkur með sýningar og annað slíkt eftir sumar- ið.“ Ingólfur segir framtíð félagsins vera bjarta. „Við emm búin að byggja hér góðan grunn og fólkið sem stundar þetta hefur brennandi áhuga. Eg hef enga trúa á öðm en að sá áhugi muni haldast og að félagið muni vaxa og dafúa á komandi árum.“ Ætlunin er að skipta boxiðkend- um á Akranesi í þrjá hópa með haustinu, líkt og gert er hjá Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur. Af www.hnefaleikar.is: I ólympíska boxinu era almennir hnefaleikar kenndir eftir lögum og reglum AIBA sambandsins. Notast er við ýmsar þol- og styrkæfingar bæði á gólfi og púðum. Olympíska boxið skiptist í 3 hópa: Diploma box: Fyrir ein- staklinga 10-15 ára sem vilja læra hnefaleika, þjálfa snerpu, auka úthald og efla styrk. Þessi tegund hnefa- leika byggist á léttum snert- ingum (semi-contact) og er því áhætta á meiðslum í al- gjöra lágmarki. Iðkendur fá viðurkenningu fyrir fóta- burð, fjölbreytileika í högg- um og vörn en virma ekki með því að yfirgnæfa and- stæðinginn eins og í al- mennu ólympísku boxi. Hentar mjög vel ungum byrjendum í hnefaleikum. Almennt box: Fyrir alla þá sem vilja læra ólympíska hnefaleika og komast í topp- form um leið. Æfingarnar auka út- hald, snerpu og era frábær fitu- brennsla. Aðaláhersla er lögð á æf- ingar á sekkjum, fókuspúðum, í þrekhringjum o.fl. og byggjast þær á tækni ólympíska boxins. Keppnisbox: Fyrir þá sem era lengra komnir og hafa hug á að keppa í hnefaleikum. Kennt er eftir reglum AIBA og er aðaláherslan lögð á að undirbúa iðkendtu- tmdir keppni með frekari þjálfún, bæði í hring og með þjálfara. MM LÁTTU 0KKUR fn 1 1 FÁÞAÐ ^ /l/llllllKOt -fyíUj (fjniilftuq ^ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Ræktunarstöðin Lágafell Garðplöntusalan er opin 10:00-19:00 alla daga (lokað 17. júnO Sumarblóm - kálplöntur - kryddplöntur - fjölær blóm, tré og runnar Síminn 892-5667 í Borgamesi Til sölu eða leigu er 145 fm pláss í Hymutorgi Borgarnesi. Upplýsingar gefur Stefán hjá Sparisjóði Mýrasýslu í síma 430-7537 'StSPM r Norska húsið í Stykkishólmi Byggðasafn SnæfeLIinga og Hnappdæla 'N Opið daglega í sumar kl. 11.00 - 17.00 Sýningar á jarðhæð: 4. júní - Horfnir veðurvitar. Forystufé í máli og myndum. „ 2. júlí - Sýning um veðurathuganir í samvinnu við Veðurstofú 1 íslands ]• 6. ágúst - Sýning úr Ljósmyndasafni Stykkishólms | Á annari hæð er Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld og í risinu forvitnilegir munir í opinni safngeymslu. Krambúð hússins býður upp á ennþá fjölbreyttara úrval af handverki, listmunum, gjafavörum, minjagripum, nammi, kaffi, te, sultum, gömlu leirtaui, endurútgefnum gömlum bókum og fleiri forvitnilegum vörum. V Vonumst til að sjá sem flesta Velkomin í Norska húsið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.