Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 5
^.usssunöEW MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 5 Ú,tskriftamemar frá Bifröst 2005. Rannsóknarsetur jafii- réttismála stofiiað á Bifröst Síðasliðinn laugardag voru sextíu og þrír nemendur útskrifaðir frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Þar á meðal voru fyrstu meistaranem- arnir sem útskrifast frá skólanum en þeir voru þrír talsins. Þá voru brautskráðir 25 nemendur með BS gráðu í viðskiptalögfræði og 35 með BS gráðu í viðskiptafræði. Við athöfnina á Bifröst á laugar- dag undirrituðu Runólfur Ágústs- son, rektor og Árni Magnússon, fé- lagsmálaráðherra samsstarfssamn- ing um stofhun Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála. Rannsóknarsetrið verður staðsett á Bifröst en félagsmálaráðuneytið sér um helming árlegs kostnaðar við reksturinn. GE Runólfur Agústsson ogAmi Magnússon undirrita samning um rekstur Rannsóknarset- urs vinnuréttar ogjafnréttismála. Lögreglan vill bæta umferðarmenninguna Undanfarna daga hefur lögregl- an á Akranesi beint athygli sinni sérstaklega að umferðarhraða og notkun öryggisbúnaðar í umferð- inni. Rannsóknir sýna að þessir tveir áhrifaþættir í umferðinni eru meðal þeirra stærstu þegar fólk slasast í umferðaróhöppum. Liðna daga hafa um þrjátíu öku- menn verið kærðir vegna þess að þeir hafa ekki virt hraðatakmarkan- ir. Ekki er óalgengt að umferðar- hraði aukist fyrst á vorin og reynir lögreglan að sporna við þeirri hættu sem hraðakstrinum fylgir með auknu eftírliti. „Þessa dagana streyma börn út á göturnar á reiðhjólunum sínum. Því miður er það svo að ekki virð- ast allir vera búnir að átta sig á nauðsyn þess að bömin noti viðeig- andi öryggisbúnað á hjólunum því allt of mikið ber á að þau séu á reið- hjólum án hjálma svo ekki sé talað um hné- og olnbogahlífar við notk- un línuskauta. Mikilvægi þessa búnaðar á fyrir löngu að vera öllum ljós fyrir nú utan að lög kveða á um að böm undir 15 ára aldri skuli alltaf nota hjálma við hjólreiðar. Slys þar sem börn slasast í umferð- inni era átakanleg og ekki hvað síst þegar alvarleg meiðsl verða sem hefði verið hægt að koma í veg fyr- ir með notkun einfalds búnaðar sem kostar nokkrar krónur,“ Sagði Jón Sigurður Olason, yfirlögreglu- þjónn í samtah við Skessuhorn. Hann segir að velta megi því fyrir sér hvort fyrirmyndirnar, þ.e. full- orðna fólkið þurfi einnig að taka sér tak? „Sumir virðast neftúlega halda að eftir 15 ára aldur sé skylt að hætta að nota hjálma við hjól- reiðar. Allt of sjaldgæft er að sjá fullorðna hjólreiðamenn með hjálma þó vissulega sé hægt að finna undantekningar. Staðreyndin er nefnilega sú að höfuð mann- skepnunnar heldur áffam að vera sá líkamshluti sem minnst má við meiðslum efdr að við verðum full- orðin.“ Lögreglan á Akranesi hefur haft afskipti af 30 hjálmlausum börnum á reiðhjólum síðustu daga. Börnun- um hefur verið gert að leiða hjól sín heim og foreldram er sent bréf þar sem þeir eru minntír á nauðsyn öryggisbúnaðar. Jón Sigurður segir einnig að öryggisbeltanotkun á Akranesi hafi ekki verið viðunandi og eru lög- reglumenn ákveðnir í að koma henrú í betra horf. „Margir virðast enn haldnir þeim ranghugmyndum að umferðarslys verði bara á sér- stökum stöðum og við sérstakar að- stæður og þá þannig að einhverjir aðrir en þeir sjálfir lendi í þeim. Algengar afsakanir fólks sem kært er vegna þess að það notar ekki ör- yggisbelti eru t.d: „Eg var bara að skjótast út í búð,“ eða „ég var bara á leiðinni í vinnuna." Samt sem áður var allt þetta fólk á leiðinni milli brottfararstaðar og áfanga- staðar, rétt eins og allir hinir og einnig þeir sem slasast hafa í um- ferðarslysum.“ Það sem af er þessu ári hafa 72 aðilar verið kærðir af lögreglunni á Akranesi vegna þess að þeir hafa ekld notað öryggisbelti, bæði öku- menn og farþegar. Þar af 28 nú síð- ustu daga. MM NAM AÐ LOKNUM GRUNNSKÓLA fjöltækniskóli íslands byggir á traustum grunnl Stýrimanna- skólans og Vélskólans og býður fjölbreytt og spennandi nám á fjórum sviðum. Tæknisvið býður nýja náttúrufræðibraut á framhaldsskólastlgi sem er sérsniðin að kröfum háskólanna. Námið er bæði bóklegt og verklegt á sviði raftækni og véltæknl, og býr nemendur elnstak* lega vel undlr háskólanám f tækni* og verkfræðlgreinum, auk þess sem nemendur útskrifast með 1. stigs sklpstjórnar* eða 2. stlgs vélstjómarréttindi. Vélstjórnarsvið opnar nemendum mikla möguleika og leggur m. a, áherslu á véifræðl, rafmagnsfræði og málmsmíðar. Vaxandi þörf er fyrir vélstjóra f atvinnulffinu, baeðl á landl og sjó, og nemendur öðlast stigvaxandl starfsréttlndi eftlr námsframvlndu. Mest réttindl fá nemendur sem Ijúka 4, stigl sem veltlr elnnlg stúdentspróf, svo leiðin er greið f frekara framhaldsnám. Skipstjórnarsvið er elna námsbrautln á landinu sem býður nám á framhaldsskólastlgl til alþjóðlegra skipstjórnarréttinda. Námið er elnnig góð alhllða stjórnunarmenntun sem býður tæki* færi tll stjórnunarstarfa f landi, auk þess að veita möguleika á frekara framhaldsnámi. Almenn námsbraut er ætluð nemendum sem þurfa að bæta vlð slg þekkingu tll að uppfylla almenn Inntökuskllyrðl á aðrar námsbrautlr framhaldsskóla og þelm sem vllja kynna sér nám f málmsmfðum, rafmagnsfræðl og fleirl tæknlgreinum á framhalds* skólastigl. Almenna brautln býður fléttu verknáms og bóknáms við góðar aðstæður svo alllr getl fanglð tækifæri tll að finna slg og ná árangri. Kynntu þér möguleíkana f Fjöltæknískólanum á www.fti.is *- þar gaeti verlð áhugaverður kostur fyrir þlg. FJOLTÆKNISKOLI ISLANDS TÆKNI VÉLAR SIGLINGAR ÚTVEGUR Háteigsvegi 105 Reykjavík Sími 522 3300 Fax 522 3301 fti@fti.is www.fti.is Skemmtileg blanda af bóklegu ogverklegu námi NYTT NYTT

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.