Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 7
SHESSlfHÖÍSKI MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 Utskriftartónleikar frá Tónlistarskóla Borgar^arðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar út- skrifar tvo söngnemendur með átt- unda stig nú í vor. Það eru þær Asdís Haraldsdóttir sópran og Auð- björg Agnes Gunnarsdóttir mezzó- sópran. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi föstudaginn 3. júní nk. og hefjast kl. 18:00. Asdís Haraldsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar frá árinu 2000 og hefur Dagrún Hjartardóttir verið kennari hennar frá upphafi, að undanskild- um einum vetri er Dagný Jónsdótt- ir kenndi henni. Asdís hefur tekið þátt í söngnámskeiðum hjá Mariu Teresu Uribe og Paul Farrington. Hún söng með Samkór Mýra- manna um skeið og nú með Kam- merkór Vesturlands auk þess sem hún hefur sungið einsöng við ýmis tækifæri. Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir stundaði píanónám við Tónlistar- skóla Kópavogs. Söngnám stund- aði hún við Söng- skólann í Reykja- vík hjá Sigrúnu Andrésdóttur og við Tónlistarskól- ann í Reykjavík þar sem söng- kennari hennar var Siglinde Kahman. Haustið 2002 hóf Agnes söngnám við T ónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem Dagrún Hjartardóttir hefur verið kennari hennar. Hún söng með Skólakór Karsness til margra ára og hefur sungið einsöng við ýmis tækifæri. Meðleikari á tónleikunum á föstu- daginn er Zsuzsanna Budai. MM Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir ogAsdís Haraldsdóttir. IA - Essó sundmótið um næstu helgi Um næstu helgi, dagana 3.-5. júru', verður hið árlega IA-ESSÓ sundmót haldið í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Þetta er í 17. skipti sem Sundfélag Akraness heldur mótið, sem er jafnffamt eina opna stmd- mótið sem haldið er á Akranesi. Eins og nafnið gefur til kynna er það Olíufélagið ESSO sem er aðal- styrktaraðili mótsins, gefur alla verðlaunapeninga auk ESSO bik- arsins, sem stigahæsta liðið hlýtur. Búist er við um 300 keppendum frá 15 félögum víðs vegar að af landinu auk sundfólksins frá IA. Því má því reikna með að það verði líf og fjör í sundlauginni þessa daga, en mótið byrjar á föstudeginum klukkan 16:15 og lýkur seinni part sunnudags. Þá verða einnig á föstudeginum haldnir svokallaðir Sundlaugarleik- ar fýrir yngstu keppendurna í Bjarnalaug. Þar verður tónlist, far- ið í leiki og fleira gert til skemmt- unar. Sundfélag Akraness hvetur fólk til að mæta og fylgjast með sund- mönnum framtíðarinnar á skemmtilegu móti. Þess má geta að veðurspáin er góð fyrir helgina. MM Borgarbraut 55 - Borgarnesi Iðnaðar- og eða verslunarhúsnæði Til leigu er 210 m2 húsnæði að Borgarbraut 55. Húsnæðið leigist frá 1. ágúst 2005. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 430-5502 eða gein@kb.is Kaupfélag Borgfirðinga Guðsteinn Einarsson Umhverfisfulltrui Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi auglýsir eftir umhverfisfulltrúa til að sinna umhverfismálum sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi. Um er að ræða 50% stöðu, sem felur í sér eftirfylgni og vinnu vegna Green Globe 21 vottunar sveitaifélaganna ásamt vinnu að málefnum Staðardagskrár 21. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á umhverfismálum, hafa góða enskukunnáttu og samskiptahæfileika. Þá er nauðsynleg þekking á helstu tölvuforritum, s.s. Word, Excel og Powerpoint. Menntun eða reynsla á sviði umhverfismála eða náttúrafræða er æskileg en ekki skilyrði. Um réttindi og skyldur fer skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila bréfleiðis til Náttúrastofu Vesturlands fyrir 15. júní. Nánari upplýsingar veitir Menja í s. 438 1122 eða menja@nsv.is. Náttúrustofa Vesturlands Hafnargöla 3,340 Stykkishólmar Hússtjórnarskólinn Hallormsstað Langar þig í skemmtilegt en krefjandi nám í fögru umhverfi og góðum félagsskap? Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað aucjlýsir nám á nœstu haustönn Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er jramhaldsskóli með heimavist. Kenndir eru ájantfar á listnáms- oc) matvcelabraut. Einnar annar nám við skólann cjejur allt að 3 i einincju. iA-'V 1 aHSHfe:', ■, . ,, ,5 umsóknarjrestur er til i 5. júní nk. %* jjigf ■ Þeim sem vilja kynna sér námið er bent á heimasíðu skólans á netinu www.hushail.is. Einnig er hægt að fá uppl. um námið hjá skólameistara í síma 471 1761 Auglýsing um skipulagsmál í Dalabyggð og Reykhólahreppi Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu 1992-2012. og Sveitarstjómir Dalabyggðar og Reykhólahrepps auglýsa skv. 2. mgr. 14. gr. Skipulags- byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Dalasýslu og A- Barðastrandarsýslu 1992-2012. Gerð er tillaga að breytingum á landnotkun með fjölgun orlofs- og sumarbústaðasvæða á kostnað núverandi landbúnaðarsvæða, opinna óbyggðra svæða og/eða almennra útivistarsvæða. Gert er ráð fyrir 2 frístundasvæðum í Reykhólahreppi og 4 svæðum í Dalabyggð. Einnig er tillaga að breytingu á ífamtíðarlegu þjóðvegar um Tröllatunguheiði. Vegurinn mun færast vestar og liggja á nýjum stað um Amkötludal og Gautsdal. Vegurinn hefur verið nefhdur Stranddalavegur. Svæðisskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11 Búðardal og skrifstofu Reykhólahepps Maríutröð 5a Reykhólum. Tillaga deiliskipulagi frístundabyggðar og landbúnaðarbygginga í landi Fremri-Gufudals Reykhólahreppi. Sveitarstjóm Reykhólahrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi ffístundabyggðar í landi Fremri-Gufudals skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan tekur til 21,5ha svæðis á heimatúni Fremri-Gufudals. Um er að ræða þrjú sumarhús auk íbúðarhúss og útihúsa og aðkomu að þeim. Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5a Reykhólum frá 03.06 til 01.07. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kjarlaksstaða á Fellströnd, Dalabyggð. Sveitarstjóm Dalabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi ffístundabyggðar í landi Kjarlaksstaða Fellsströnd skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan tekur til 12 lóða undir ffístundabyggð á samtals 18ha landssvæði. Skipulagsuppdráttur ásamt grein- argerð er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal frá 03.06 til 01.07. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta vegna ofangreindra tillagna er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögumar. Athugasemdum skal skila til skipulags og byggingarfuíltrúa Dala og A-Barðastrandarsýslu fyrir 15.07.2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.