Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 gBESSUH©ERÍ Horfinir veðurvitar í Norska húsinu Laugardaginn 4. júní klukkan 15 opnar Astþór Jóhannsson sýningu á vatnslitamyndum í Norska húsinu Stykkishólmi. Sýningin ber nafnið „Horfnir veðurvitar,“ og verða þar sýnd 40 verk sem unnin eru upp úr * lýsingum af forystufénaði úr safhi Asgeirs Jónssonar ffá Gottorp. A opnunardaginn leikur Sigurður Halldórsson sellóleikari verk eftir íslensk tónskáld. Sýningin er opin alla daga klukkan 11 til 17 á opnun- artíma Norska hússins og stendur sýningin til 26. júní n.k. Astþór Jóhannsson er grafískur hönnuður ffá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Hann hefur unnið við hönnun og hugmyndavinnu í tengslum við ímyndar- og mark- aðsstarf ýmissa fyrirtækja undan- fama tvo áratugi. Hann stjórnaði hugmyndavinnu á auglýsingastof- unni Góðu fólki ásamt rekstri stof- unnar ffá 1985 til ársins 2001. Síð- an hefur Astþór búið á Snæfellsnesi og starfað þar sem bóndi og sjálf- stætt starfandi grafískur hönnuður. Hann var formaður Félags Is- lenskra teiknara á áranum 1999 - 2004. Verkin á sýningunni í Norska húsinu eru unnin á síðustu tveimur árum. MM Utskriftt Teigasels Það er stór áfangi í lífi sérhvers barns þegar einum skóla lýkur og annar tekur við. A hverju vori fara c ffam útskriftir nemenda úr leik- skólum landsins þegar elsti árgang- urinn er kvaddur. Hér eru glaðbeitt börn í leikskólanum Teigaseli á Akranesi með blóm í kveðjugjöf. Myndin er tekin í tröppunum í Brekkubæjarskóla þar sem athöfh fór ffam af þessu tilefhi. Ljósmynd: Hilmar. Stóriðjubrú Akveðið hefur verið að bjóða upp á sérstakt nám á Akranesi, svokall- aða Stóriðjubrú, sem undirbýr fólk fýrir vinnu í stóriðju og gefur fleir- um kost á vinnu á þeim vettvangi og fjölgar þannig atvinnutækifær- um fólks. Björn Elíson hjá mark- aðs- og atvinnuskrifstofu Akranes- kaupstaðar er verkefnisstjóri Stór- iðjubrúar. „Markmiðið með Stór- iðjubrú er að kynna þátttakendum starfsemi stóriðjufyrirtækja og styrkja einstaklinga til að takast á við störf á þeim vettvangi. Sérstak- lega verður reynt að höfða til kvenna og annarra sem ekki hafa horft á stóriðju sem valkost í at- vinnuleit sinni,“ segir Björn í sam- tali við Skessuhorn. Námið verður byggt upp með svokölluðu menntasmiðjusniði. Það inniber m.a. að mætingar- skylda er sem næst 100% en á móti kemur að ekki er gert ráð fýrir lokaprófum nema að þátttakendur sæki svokallað Stóra-vinnuvéla- á Akranesi af stað í haust Bjöm Elíson er verkefnisstjóri Stóriðju- bníar. námskeið og taka þá próf sem und- ir það fellur. Björn segir vinnu í stóriðju vera að mörgu leyti ffá- brugðna annarri vinnu. „Má þar nefna þætti eins og vaktavinnu, vélavinnu, hópastarf og stærð vinnustaðar svo fátt eitt sé neftit. Námið er tólf vikna nám þar sem farið verður yfir atriði eins og ör- yggismál, vinnu í stóriðju, vakta- vinnu, ffamleiðsluferli stóriðju o.fl. Einnig verðttr unnið með sjálfsefl- ingu, hópefli og samskipti. Bóklegt vinnuvélanám er hluti af náminu. Tvær vikur fara í verklegt nám og verður nemendum þá skipt niður á nokkra vinnustaði til að kynnast þeim betur og þeirri starfsemi sem þar fer ffam. Námið er ætlað öllum þeim sem vilja kynnast vinnu í stór- iðju og verða hæfari umsækjendur um vinnu hjá stóriðjufýrirtækjum. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja þetta nám,“ segir Björn. Námskeiðið verður haldið á Akranesi og er áætlað að það hefjist 12. september í haust. Skráning er hafin og er námskeiðsgjald 25.000 krónur. Að námskeiðinu standa Akraneskaupstaður, Símenntunar- miðstöðin á Vesturlandi, Svæðis- vinnumiðltm Vesturlands og Verka- lýðsfélag Akraness. MM Sérstaða sveitaskóla og Lesið í skóginn í liðinni viku var hin árlega þemavika í Varmalandsskóla sem ber nafnið Sérstaða sveitaskóla. Hún felur meðal annars í sér að nemendur komast út úr hinu hefð- bundna skólastarfi og fara að læra utan skólans. Krakkar í 7.- 9. bekk fara á sveitabæi eða í fýrirtæki og læra hvernig líf og starf þar gengur allt fýrir sig. 10. bekkingar fóru í fýrirtæki til starfsnáms. Þetta fýrir- komulag er meðal annars viðhaft til að efla samstarf skóla og nánasta umhverfis og einnig felst í því hjálp fýrir bændur t.d. á sauðfjárbúum á háannatíma þeirra. Allir fá einhver verkefni tengd þeim stað sem þeir dvelja á og þurfa að halda dagbók um það sem ffam fer. Eftir vikuna koma nemendurnir í skólann aftur, skila dagbók, verkefnum og blöð- um með umsögn vinnuveitenda. Yngri nemar gróðursettu tré Nemendur í 1.- 6. bekk fóru einnig í svokallaða þemaviku og að þessu sinni var þemað „lesið í skóg- inn,“ en Varmalandsskóli er þátt- takandi í því verkefni auk nokkurra annarra skóla. Krakkarnir gróður- settu t.d. tré umhverfis fótbolta- völlinn. Að þessu sinni var gróður- sett mun meiri en verið hefur und- anfarin ár því að skólinn fékk í 50 ára afmælisgjöf 50 trjáplöntur ffá Laufskálum, eitt tré ffá Kleppjáms- reykja- og Andakílsskóla auk 2500 stiklinga sem skólinn keypti. MM c!?/?/// L /nsjón: Gunnar Bcndcr OtíUö «lngvi Hrafii og ftölskylda með Langá á leigu til 2008 Veiðin byrjaði í Norðurá í morg- un (eftir að blaðið fór í prentun) en samkvæmt venju var það stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur sem opnaði ána. A sama tíma opnuðu einnig Straumamir í Borgarfirði. Veiðihornið sem nú fer af stað annað sumarið í röð í Skessuhomi sló á þráðinn til Ingva Hrafhs Jóns- sonar, við Langá á Mýram, en þar gekk vel vel síðasta sumar. „Langá á Mýrum varð í fýrra aft- ur ein af aflasælustu ám landsins með á þriðja þúsund veidda laxa annað árið í röð og hefur svo sann- arlega skipað sér í fremstu röð ís- lenskra laxveiðiperla ffá því byrjað var að leigja hana út sem eina heild 1997. Fram til þess hafði áin verið leigð í þremur hlutum, neðsta svæðið, miðsvæðið og síðan Fjallið og nýting veiðisvæðanna verið afar misjöfii. Ekkert eitt veiðihús þjón- aði henni allri og því hefur aðstaða breyst," sagði Ingvi Hrafii. Langár- bændur era greinilega ánægðir með störf Ingva Hrafns leigutaka og fjöl- skyldu hans því á aðalfundi 30. apr- íl sl. var samþykkt að ffamlengja samninginn til og með árinu 2008. Þetta var samþykkt með 10 atkvæð- um gegn 2, en einn sat hjá. „Eg held að það megi segja að það sé góð sátt meðal bænda. Eg gerði tilboð um ffamlengingu sem byggði á því sem menn hafa verið að gera við Grímsá og Norðurá, enda er Langá nú búin að skipa sér sess og það ofarlega í hópi landsins bestu áa og hefur afgerandi forystu meðal sjálfbærra laxveiðiáa síðusm 2 árin og allt sem bendir til að þess- ar feiknagöngur haldi áffam miðað við niðurstöður rannsókna Vestur- landsdeildar Veiðimálastofnunar." Pattaraleg seiði Ingvi Hrafii segir að Langá hafi í haust einfaldlega verið teppalögð, ekki bara af laxi, heldur öllum seiðaárgöngum og þá mældist í henni mesti líffnassi fýrr og síðar. „Þannig var hrognafjöldin efrir hrygninguna haustið 2003, 13,7 pr fermetri og það sem kannski skiptir mestu máli, er að seiðin vora ein- staklega stór og bústin, sumar- gömlu seiðin 3,8 cm að meðaltali, ársseiðin 6,6 cm, 2ja ára 8,9 cm og 3ja ára 10,4 cm. Þetta endurspeglar að sjálfsögðu gróskuna í líffíki Langár, einkum 3 mýflugnagöngur feiknamiklar þannig að fæðuffam- boðið sl. sumar á sér ekki fordæmi. Þessar niðurstöður afsanna ræki- lega, við fýrstu sýn allavega, gamlar kenningar og hindurvimi um of- setnar ár, sem endi með veiðihruni. Það verður síðan spennandi að sjá efrir rannsóknimar í sumar, hvemig þessum risa-árgöngum hefur reitt af, ekki síst sumarseiðum því ljóst er að ef eitthvað er, var klakið 2004 stærra en árið 2003,“ sagði Ingvi Hrafn. Ltixatorfur teppalögðu ána Teppalögð af laxi segir þú, þekkt- ur fýrir notkun á lýsingarorðum! Era þetta ekki heldur sterk lýsing- arorð Ingvi? „Eg veit eiginlega ekki hvemig ég á að koma þessu sldlmerkilegar frá mér. Síðasta morguninn, þann 20.september í haust veiddu 8 stangir tæpa 70 laxa, síðusm 5 dag- ana held ég rétt um 300. Eg var að vaða út í Rauðaberg og gekk þá hreinlega inn í dökkan flekk laxa sem lágu eins og teppi yfir botnin- um. Mér skilst að þeir hafi upplifað eitthvað svipað í Miðfjarðará. Ég velti því hreinlega fýrir mér hvort möguleiki væri að laxatorfur hefðu legið í sumarþurrkunum og vatns- leysinu á leirunum fýrir neðan Sjáv- arfoss og ekki gengið inn í Langá fýrr en rigndi um 10. september. Sumar laxamir vora nefnilega gulir á kviðinn með lús. Þetta sagði Stef- án Olafsson, tengdasonar Jóhann- esar Guðmundssonar á Anabrekku, að hefði oft gerst í þurrkasumrum, en kannski ekki í sama mæli og sl. sumar. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að með betri vatnsbú- skap hefði veiðin í Langá farið yfir 3000 laxa, það vora 1100 óveiddir laxar á fjallinu er við lokuðum," sagði Ingvi Hrafii við Langá nú fýrr í vikunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.