Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Síða 22

Skessuhorn - 01.06.2005, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 ■■miih..., Stuttmynda- samkeppni Grundaskóla Föstudaginn þann 3. júní kl 18:00 fer fram fyrsta stutt- myndasam- keppni Grunda- skóla á Akra- nesi. Sýndar verða athyglisverðustu stuttmyndir vetrarstarfsins. Þijár„bestu“ myndir stuttmyndasamkeppninnar, að mati hlutlausrar dómnefndar, hljóta veg- leg verðlaun. Aðgangur á stutt- myndasamkeppnina er öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Sýnt verður í sal skólans sem hefur fengið nýjan sýningarbúnað. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans: http://skolatorg.ismennt.is/- kerfi/grundaskoli/skoli/ Styrktaraðilar stuttmyndasam- keppninnar eru: Landsbankinn og Tölvuþj. á Akranesi. (fréttatilk.) Starfsfólk KB banka í Borgarnesi varmeð kynningu á þjónustu og kjörum bank- ans fyrir utan nýopnaða verslun Bónuss á laugardag. Gestum og gangandi var boðið að taka þátt í sérstökum bankaleik og var dregið úr pottinum í lok dags. Fyrsta vinning hreppti Brynja Harðardóttir í Borgarnesi. Á myndinni er hluti starfsfólks KB banka í Borgarnesi ásamt starfsmanni Bónuss sem dró nöfn vinningshafa úr pottinum. Mynd: GE Formenn klúbbana, þeir Asgeir Ragnarsson frá Vestarr (t.v.) og Ríkharður Hrafnkelsson frá Mostra. Vinabæjamót í golfi Síðastliðinn laugardag fór fram vinabæjakeppni í golfi milli golf- klúbbanna Vestarr í Grundarfirði og Mostra í Stykkishólmi og fór mótið fram hjá þeim síðartöldu. Eftir daginn stóðu leikar þannig að Grundfirðingar höfðu haft sig- ur í keppninni og telja þeir sig því eiga góða von í september þegar síðari umferð mótsins verður spil- uð í Grundarfirði. Fram til þessa hafa Hólmarar alltaf farið með sigur af hólmi. MM/ Ljósm. Sverrir. Áhugasamar golfkonur Á sjötta tug kvenna sóttu kynn- ingu á vegum Golfklúbbs Borgar- ness á golfvellinum á Hamri á sunnudagskvöld. Ragnhildur Sig- urðardóttir, margfaldur íslands- meistari í golfi, hélt stutt nám- skeið fyrir konurnar en eftir það var konunum boðið upp á kaffi og meðlæti og starf klúbbsins kynnt. Af þeim ríflega 60 konum sem mættu á kynninguna skráðu um 40 sig á hópnámskeið á vegum klúbbsins í júní. Það er því óhætt að segja að það sé mikil upp- sveifla í kvennagolfi í Borgarnesi en kvennasveit klúbbsins hefur staðið sig með miklum ágætum á mótum undanfarin ár. GE Góð aðsókn á Garðavelli í vor Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóri golfklúbbsins Leynis Golfvertíðin fer vel af stað hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Mikil gróska er í íþróttinni um allt land og er Akranes þar enginn eftirbátur. Að sögn Brynjars Sæ- mundssonar hafa nú yfir 60 nýir félagsmenn innritað sig í klúbbinn nú í vor og er það fólk á öllum aldri og af báðum kynjum, sá yngsti 6 ára og sá elsti 71 árs. Kristvin Bjarnason, golfleiðbein- andi Leynis, hefur haft í nógu að snúast við að leiðbeina nýjum golfurum, en mikill ávinningur er af því að læra réttu handtökin í golfinu strax frá upphafi. Nýverið fékk kvennanefnd Leynis Ragnhildi Sigurðardóttur, fyrrverandi (slandsmeistara kvenna í golfi, til að vera með þriggja daga golfkynningu á Akranesi, eingöngu ætlaða kon- um. Yfir 30 konur mættu á kynn- inguna, sem ber glöggt merki um vaxandi áhuga kvenna á golf- íþróttinni á Akranesi. Brynjar segir að Garðavöllur hafi komið vel undan vetri. „Mestu máli skiptir að púttflatirn- ar eru í góðu ástandi og hefur raunin orðið sú að Garðavöllur ber af öðrum golfvöllum hvað þetta varðar á þessu golfvori. Töluverðar gróðurskemmdir hafa verið á sumum golfvöllum í kring- um okkur en á Akranesi eru pútt- flatirnar svo vel grónar og sléttar að um er talað. Er það besta aug- lýsing sem Garðavöllur getur fengið á meðal golfara." Skráðir golfhringir á Garðavelli í maí voru 2566. Þrátt fyrir óvenju kaldan maímánuð þá er þetta 18% meiri umferð um golfvöllinn miðað við síðasta ár. Mest er aukningin í gestaspilurum sem er bein afleiðing af samningum við golfklúbba á höfuðborgarsvæð- inu. Gestaspilarar í maí voru 1023 miðað við 426 í maí á síð- asta ári sem er um 240% aukning milli ára. Að meðaltali voru leiknir 85 golfhringir á dag á Garðavelli í maí. Brynjar hvetur Akurnesinga til að kynna sér aðstöðu til golfiðk- unar á Garðavelli. „Það er engin nauðsyn fyrir fólk að vera félags- menn til að kynna sér þessa frá- bæru íþrótt. Hægt er að fara á æfingasvæðið Teiga og fá leið- sögn golfleiðbeinanda, pútta á æfingapúttflötinni við golfskálann og kaupa sér stakann golfhringi áður en ákvörðun er tekin um að gerast félagi í golfklúbbnum." MM Vorhátíð körfu- boltans á Akranesi Á Vorhátíðinni fékk Anton Logi Helgason viðurkenningu fyrir góða mætingu í vetur og Guðjón Guðjónsson fyrir mestar framfarir. Laugardaginn 21. maí var árleg vorhátið Körfuknattleiksfélagsins á Akranesi. Hátíðin tókst vel, far- ið var í leiki, spiluð karfa og auð- vitað grillaðar pylsur í góða veðr- inu. Starf félagsins hefur gengið vei í vetur, að sögn forsvars- manna, þó að félaginu hafi ekki tekist að halda sér í 1. deildinni. „Við höldum ótrauð áfram og lát- um hvergi deigan síga. í vetur æfði stór hópur bæði í minnibolta drengja og stúlkna og hafa þau staðið sig vel í vetur. Við erum því kominn með töluverðan efnivið til framtíðar í körfunni á Skaganum. Auk þess var hópur drengja í 9. flokki, unglingaflokkur kvenna og S.I. laugardag tóku 6 keppendur frá Ungmennafélagi Reykdæla þátt í sundmóti á vegum sund- deildar Stjörnunnar í Garðabæ. Mótið var haldið í glæsilegum nýj- um íþróttamannvirkjum Stjörn- unnar í Mýrinni. Mót þetta var æf- ingamót, þar sem stig voru gefin fyrir sundstíl og skipti hann meira máli en hraðinn. Keppendur voru á aldrinum 6 -10 ára og keppt var í fjórum greinum, þ.e. í flug-, bak-, skrið- og bringusundi. Keppendur drengjaflokkur," sagði Borghildur Jósúadóttir í samtali við Skessu- horn. Vésteinn Sveinsson liðsmaður félagsins fór með U-17 landslið- inu til Svíþjóðar í byrjun maí og kom heim með brons af mótinu. Hann hefur verið að bæta sig mjög mikið í vetur og var einn af sterkustu leikmönnum meistara- flokks. Þess má einnig geta að Vésteinn mun, ásamt Sigurði Rúnari Sigurðssyni og Herði Nikulássyni, fara á Selfoss næsta vetur og taka þátt í „körfubolta- akademíu" hjá Brynjari Karli Sig- urðssyni, sem er þeirra gamli þjálfari. MM UMFR náðu góðum árangri og hlutu bikar fyrir að vera með hæsta meðaltal keppenda, þ.e. fengu oftast hæstu einkunn sem gefin var fyrir sundstíl. Keppendur UMFR hafa haft æf- ingaaðstöðu í sundlauginni á Kleppjárnsreykjum. Eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu verð- ur laugin á Kleppjárnsreykjum lok- uð í allt sumar vegna viðgerða og því óvíst um æfingar og æfingaað- stöðu krakkanna í sumar. MM Góður árangur á sundmóti

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.