Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 SfflÉSSUHÖtM Innbrot í Skorradal BORGARFJÖRÐUR: Á föstu- dagskvöld uppgötvaði sumarbú- staðareigandi í Skorradal að brotist hafði verið inn í bústað- inn að því talið er íyrir tveimur vikum síðan. Að sögn lögreglu mátti ráða það af ummerkjum að slegið hafi verið upp teiti í bú- staðnum að eígendunum íjar- stöddum. Innbrotsþjófarnir höfðu nýtt sér áfengi og reyktó- bak sem var á staðnum og auk þess unnið nokkur spjöll á bú- staðnum. Sumarhúsið er í landi Dagverðamess og em þeir sem kynnu að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir þar fyrir tveimur til þremur vikum vinsamlegast beðnir að láta lög- regluna í Borgamesi vita. Grænfánanum flaggað SNÆFELLSNES: Aðalfundur Framkvæmdaráðs Snæfellsness var haldinn í Félagsheimilinu á Klifi á þriðjudag í síðustu viku. Af því tilefni var í fyrsta skipti flaggað fána Green Globe 21 á Snæfellsnesi en þeim fána verður flaggað í sumar í öllum sveitarfé- lögum á Nesinu. -mtn Reykur í álverinu GRUNDARTANGI: Slökkvi- fiðsmenn frá Akranesi vom kall- aðir út á fimmtudagsmorgun í síðusm viku í skautsmiðju Norð- uráls við Grundartanga. Engin hætta var á ferðum þar sem um var að ræða sviðinn rofa í töflu- herbergi en mikill reykur mynd- aðist og þurfti því að loftræsa bygginguna. -gg Bláfáninn kominn á loft STYKKISHÓLMUR: Bláfán- inn svonefndi var dreginn að húni í höfiiinni í Stykkishólmi í liðinni viku, þriðja árið í röð. Bláfáninn er viðurkenning fyrir markvisst starf til að vemda um- hverfið og ffæða um það. Smá- bátahafnir geta fengið Bláfánann, uppfylli þær tilgreind skilyrði. Meðal þess sem litið er til er að markvisst sé unnið að því að bæta umhverfi hafnarinnar og að hún hafi á sér yfirbragð snyrti- mennsku og hreinleika. Þá er þess krafist að höfhin hafi tiltæk- an björgunarbúnað, að til staðar sé móttaka fyrir flokkaðan úr- gang og að boðið sé upp á þrifa- leg salemi og þvottaaðstöðu. Þá ber að veita fræðslu um náttúm- vemd og upplýsingar um hvem- ig er staðið að verndun við- kvæmra svæða sem kunna að vera í nágrenninu. Smábátahöfhin í Stykkishólmi hefur verið til fyrir- myndar hvað þessa þætti varðar, skv. upplýsingum frá Landvemd. -mm Laxveiðin að hefjast Laxveiðisumarið hófst formlega í morgun með opnun Norðurár í Borgarfirði. Eins og venjulega bíða veiðimenn spenntir eftir því hvern- ig sumarið fer af stað en útlitið er allavega þokkalega bjart fyrirfram, að mati Sigurðar Más Einarssonar hjá Veiðimálastofriun. „Sjávarskil- yrði era góð og allar líkur á að fisk- urinn komi vel haldinn af afféttin- um,“ segir Sigurður. „Seiðaástand- ið er líka gott og árnar em að fram- leiða ágætlega. Það em því öll ytri skilyrði hagstæð og því ættu menn að geta átt von á ágætu lax- veiðisumri. Þurrkarnir geta að vísu sett strik í reikninginn eins og ver- ið hefur þrjú síðusm ár. Það byrjar þó ekki björgulega því ámar em komnar í lágmark og tímabilið er ekki byrjað. Hinsvegar er svolítill snjór í fjöllum sem var ekki í fyrra og það veit á gott,“ segir Sigurður. GE Ljósmyndasamkeppni hafin í dag hefst formlega í annað skipti ljósmyndasamkeppni Ljós- myndasafhs Akraness í samvinnu við Pennann og Skessuhom. Að sögn Helga Steindals, forstöðu- manns Ljósmyndasafnsins, er al- menningi gefinn kosmr á að senda inn skemmtilegar sumarmyndir frá Vesturlandi. Myndirnar skulu tekn- ar á tímabilinu 1. júní til 1. septem- ber í ár. Þær þurfa að vera teknar á staffænar myndavélar og verða að vera í góðri upplausn og er þá verið að tala um myndir úr vélum sem era þriggja megapixla eða stærri. Viðfangsefni myndanna má vera hvað sem er. Tekið er við myndun- um í verslun Pennans við Kirkju- braut 54 á Akranesi og er jafriframt þar hægt að fá þær brenndar á CD diska. Þær skulu merktar nafni og kennitölu myndatökumanns og gjarnan stað og smnd myndefhis. Nánari upplýsingar um samkeppn- ina má finna á vef Ljósmyndasafhs Akraness á slóðinni: www.akranes.is/ljosmyndasafh MM Helgi Steindal, forstööumadur Ljós- myndasafns Akraness. AUt frá sjávardegi til sveitarómantíkur í sumar mun hver viðburðurinn reka annan á Safhasvæðinu á Akra- nesi í hinni árlegu „Viðburðaveislu." Veislan hófst í gær, þriðjudag, með afhjúpun minnismerkis um Sr. Jón M. Guðjónsson og lýkur ekki fyrr en í september. I dagskránni kennir ýmissa grasa. Nú á laugardag verður haldin mikil Sjávarveisla í tilefhi sjómannadags- ins. Þar mun m.a. fara ffam Islands- mót í sjávarsúpugerð, víkingahópur- inn Hringhomi smíðar úr jámi í eldsmiðju, leyfir fólki að skjóta af langboga og velur Akranesmeistara í axarkasti svo eitthvað sé nefht. Auk þess verða þar 150 gestir úr höfuð- borginni sem koma með Akraborg- inni í bæinn á hádegi. Viku síðar, eða laugardaginn 11. júní, verður opnuð farandsýning sex myndlistarmanna sem starfa á minjasöfnum umhverfis landið. Sýningin nefhist „I hlutanna eðli,“ stefhumót hsta og minja og stendur til 26. júm'. Kleinumeistaramót Islands hefur vakið mikla athygli tmdanfarin ár og það ekki að ástæðulausu enda ferðast kleinubakarar landshoma á milh til þess að spreyta sig í keppninni. Mót- ið fer að þessu sinni ffam laugardag- Einn af viðburðunum sl. árþegar víkingar kenndu víkingaleiki og elduðu seiðmagnaða sjávarréttasúpu. inn 23. júlí og er fuh ástæða til að hvetja fólk til að láta það ekki ffam- hjá sér fara. I ágúst verða svo bæði markaðs- dagur á Skaga og fombílaheimsókn og viðburðaveislunni lýkur þann 10. september með „Sveitarómantík.“ Þar verða störf til sveita kynnt ásamt fleiri uppákomum og sleginn bom í daginn og viðburðaveisluna með gamaldags sveitaballi á Safnasvæð- inu. Nánari upplýsingar um viðburð- ina má finna með því að fara inn á www.skessuhom.is og skoða „A döf- inni“. MM Opinn dagur í leikskólanum í Grundarfirði A þriðjudag í liðinni viku var opinn dagur í leikskólanum í Grundarfirði. Máttu gestir oggangandi koma í heimsókn ogþegið kaffi og meðketi meðan bömin sungu fyrir gestina. Ljósm: Sverrir Ekið fram af hengju BORGARFJÖRÐUR: Síðast- liðið föstudagskvöld var Björg- unarsveitin Ok í Borgarfirði köll- uð út vegna vélsleðaslyss sem varð við skálann Jaka við ræmr Langjökuls. Þar hafði vélsleða verið ekið ffam af snjóhengju. Auk björgunarsveitarinnar var þyrla Landhelgisgæslunnar, lög- regla og sjúkrabíll úr Borgamesi sent áleiðis á vettvang. Um klukkan 23.00 lenti þyrlan á slys- stað og kom með sjúklinginn til Reykjavíkur um kl. 23.20. Meiðsli mannsins vom minni en tafið var í fyrstu. -mm Brettaaðstaða AKRANES: Eins og ffam hefur komið hér í blaðinu er fyrirhug- að að byggja nýjan gervigrasvöll við Grandaskóla nú í sumar. Einnig er rætt um að byggja upp leiksvæði með brettaaðstöðu við hhð gervigrasvallarins en bretta- aðstaða hefur verið í umræðunni sl. ár. Nefhd á vegum bæjarins leggur til að jarðvegsfram- kvæmdir við brettavöll fari af stað samhliða gerð gervigrasvall- arins. Aukafjárveitingar er þörf hjá Akraneskaupstað þannig að hægt verði að ráðast í kaup á nokkmm brettaleiktækjum en bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sitt leyti áætlun um uppbyggingu brettaaðstöðu. -mm Skallagrímsvöll- ur í sárum BORGARNES: Vemrinn hefur leikið grasið á Skallagrímsvelli grátt í orðsins fyllsm merkingu. Ljóst er að stór svæði á vellinum era stórskemmd eftir ffostin í vetur. Sama má segja um nokkur grín á golfvellinum á Hamri. Bragðið var á það ráð að djúpsá með sérstöku tæki í völhnn og golfvöllinn og vona menn nú að þetta lagist með auknu hitastigi en kuldinn í vor hefúr einnig haff þau áhrif að gróður hefur ekki náð sér fylhlega á strik. -mm Breski sendiherrann í heimsókn AKRANES: AIp Mehmet, sendiherra Breta á íslandsi kom í heimsókn á Akranes nú á dögun- um en sendiherrann var á yfirreið um landið til að kyxma sér það sem efst er á baugi hjá sveitarfé- lögum. Gísli Gíslason bæjar- stjóri, Guðmundur Páll Jónsson og Gxrnnar Sigurðsson tóku á móti honum og átm með honum fund þar sem m.a. var rædd staða Akraneskaupstaðar í dag, þróun á síðustu árum og framtíðarsýn og -stefna bæjaryfirvalda á Akranesi. Effir fúndinn fór sendiherrann í kynningarferð um Akranes og heimsótti m.a. HB-Granda, I- þróttamiðstöðina, Grundaskóla og Safnasvæðið að Görðum í bh'ðskaparveðri. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á ab panta auglýsingapláss tfmanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Blaðiö er gefi& út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt meö grei&slukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Bla&amenn: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Gu&björg Gu&mundsdóttir 895 0811 gugga@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is Umbrot: Gu&rún Björk Fríöriksd. 437 1677 gudrun@skessuhom.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.