Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 Sjúkraliði, sjómaður og eitt lítið ljölskyldufyrirtæki Samhent hjón í útgerð og vinnslu Jóhannes og Herdís á nýja pallinum. sé orðið viðtekin venja í þessari atvinnugrein núna. Það er miklu betri nýting í handflökun.“ Fiskvinnsla Jóhannes- ar selur meðal annars fiskibollur, roð- og bein- laus ýsuflök, saltfisk og harðfisk og í kringum fýrirtækið eru um tíu störf á ársgrundvelli. Herdís vippar sér í lyft- arasætið og hellir úr kari á flökunarborðið og mér verður spurn hvort að hún hefi ung byrjað að starfa við fiskvinnslu? „Eg er alin upp á sjó- mannsheimili, faðir minn var sjálfur skip- stjóri og útgerðarmaður svo ég þekki vel til þess- arar atvinnugreinar og er með þetta í blóðinu, en ég er menntuð sem sjúkraliði og vann sem slíkur á Sjúkrahúsinu á Akranesi í ein fimmtán ár,“ tilkynnir hún mér með brosi á vör. ert annað til greina. Ég hef alltaf verið mikið til sjós, byrjaði 13 ára að róa með föður mínum á grá- sleppu og var það mín vinna á sumrin. Ég var nokkur ár á stóru skipunum og vertíðarbátum. Svo var ég um tíma á síld í Norðursjó. Ég hef í raun aldrei gert neitt ann- að. Ég prófaði aðeins að vinna í Járnblendinu á Grundartanga í smá tíma og bauðst að lokum fast- ráðning þar. Ég hafði aftur á móti staðið mig svo oft að því að standa í dyrunum og horfa út á haf að ég var fljótur að átta mig á því að þetta átti ekki við mig og afþakkaði því starfið." Jóhannes hlær og sér greinilega ekki eftir þeirri ákvörð- un. Alltaf gaman Á Hrólfi er þriggja manna áhöfn en hann hefur verið gerður á út- línuveiðar ffá hausti og ffam í lok febrúar, en þá er skipt yfir á neta- veiðar. Síðastliðið ár hefur Jóhann- es verið í landi og skipstjóri á Hrólfi hefur verið Eiður Olafsson sem er nýhættur störfum. Afla- heimildir sem útgerðin hefur til umráða hafa dugað fram undir vor Það þarf samhent hjón til að búa saman í yfir þrjátíu ár, ala upp fjög- ur börn, stofna eigið fýrirtæki og reka það svo vel sé. Jóhannes S. Olafsson og Herdís H. Þórðar- dóttir hafa verið gift í 32 ár og rek- ið saman fjölskyldufýrirtæki bróð- urpart þess tíma; útgerðar- og fisk- verkunarfýrirtækið Jóhannes O- lafsson ehf. á Akranesi. Starfsemin hefur haft nokkra sérstöðu á mark- aðnum þar sem um er að ræða sama aðilann sem veiðir fiskinn, verkar hann og selur loks til neyt- enda. Þetta er heldur fátítt í dag. Blaðamaður kíkti við í fiskverkun- arhúsinu og svo í kaffi til hjónanna þar sem þau voru önnum kafin við smíðar. Það er greinilegt að þeim finnst báðum auðvelt að finna eitt- hvað til að hafa fýrir stafni. Engar flökunarvélar Jóhannes hefur í gegnum tíðina veitt aflann sem verkaður er af Herdísi og samstarfskonum henn- ar í landi ásamt því að selja hann á fiskmörkuðum. Herdís kaupir einnig mikið af fiski af fiskmark- aðnum til að vinna afurðir sem seldar eru í verslanir, mötuneyti og skóla á Vesturlandi. Þessi vinnu- brögð eru býsna frábrugðin því sem gengur og gerist í sjávarútveg- inum í dag þar sem allt er stærra í sniðum. „Þetta fer allt í gegnum hendurnar á okkur,“ segir Herdís, þar sem við erum staddar inni í 360 fermetra fiskverkunarhúsinu sem þau hjónin byggðu árið 1988. Þar er allt á fullu og samstarfskon- ur hennar þrjár eru í óða önn að flaka og pakka. „Ég kaupi fiskinn, við flökum hann og frystum að hluta og pökkum í neytendaum- búðir. Fyrirtækið fór út í að fram- leiða fiskibollur sem reynst hafa mjög vinsælar. Þetta er allt úr besta hráefni sem völ er á og ferskt þeg- ar það berst neytandanum. Ég vildi ekki kaupa flökunarvél þó að það Hluti framleiisluvaranna. Herdt's á lyftaranum í ftskvinnslunni. Horft til hafs Hjónin hófu rekstur árið 1979 þó að Herdís hafi haft annan starfsvettvang í byrjun. Þau keyptu þriggja tonna grásleppubát, en keyptu stærri bát árið 1981, Hrólf AK, og má þá segja að útgerðin hafi hafist fýrir alvöru. I dag gera þau út Hrólf AK-29, sem er 12 tonna bátur, en hann hét áður Esj- ar SH. Að sögn hjónanna hefur Hrólfur alltaf aflað vel og hefur undanfarin ár verið aflahæstur yfir landið af smábátum sem veiða eft- ir aflamarki. Báturinn er á línu- og netaveiðum og er aflinn aðallega þorskur og ýsa. Þó að Herdís hafi ekki séð fyrir sér þetta starf í byrj- un var það alltaf stefnan hjá Jó- hannesi: „Það kom eiginlega ekk- og eftir það hafa verið leigðar afla- heimildir á bátinn. Árið 1997 keyptu Jóhannes og Herdís bátinn Enok AK með öllum aflaheimild- um og voru þær sameinaðar þeirra útgerð og við það jukust aflaheim- ildir útgerðarinnar. Þau hjónin gera nú einnig út frá Amarstapa þar sem þau hafa verið með að- stöðu frá árinu 2001. „Þannig að það er meira að gera í þessu hjá okkur á veturna en svo hægjum við aðeins á okkur á sumrin." Mér leikur forvitni á að vita hvort þau hafi enn jafn gaman af vinnunni. Þau svara því bæði ját- andi: „Þetta er alltaf jafn gaman. Þetta er náttúrulega búin að vera óhemju mikil vinna því við höfum verið bara í þessu sjálf alveg frá upphafi, en jafnframt höfum við

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.